Svona bætum við kjör barnafólks Jóhann Páll Jóhannsson og Dagbjört Hákonardóttir skrifa 30. ágúst 2021 13:00 Millitekjufjölskyldur fá umtalsverðan stuðning í formi barnabóta alls staðar á Norðurlöndunum nema á Íslandi. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er kerfið ekki bara hugsað sem fátæktarhjálp fyrir þau allra tekjulægstu heldur sem almennt stuðningsnet, verkfæri til að létta undir með fólki sem er að ala upp börn. Rannsóknir hafa margsýnt að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru best til þess fallin að draga úr barnafátækt til langs tíma. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Frá árinu 1990 hefur stuðningur með hverju barni minnkað um meira en helming í hlutfalli við landsframleiðslu á Íslandi. Við í Samfylkingunni viljum snúa af þeirri braut og óskum eftir umboði kjósenda til að innleiða barnabótakerfi að norrænni fyrirmynd. Í fyrsta lagi viljum við að barnabætur verði greiddar út mánaðarlega en ekki fjórum sinnum á ári. Þannig mun stuðningurinn nýtast betur í reglulegum heimilisrekstri og fólk eiga auðveldara með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í öðru lagi viljum við að skerðingarmörkin verði hækkuð þannig að fleiri njóti stuðnings en áður. Markmiðið er að meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Í þriðja lagi ætlum við að hækka greiðslur í fæðingarorlofi og fæðingarstyrk námsmanna og foreldra utan vinnumarkaðar. Þetta þarf að gerast samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna. Þetta er raunhæft, þetta er sanngjarnt og þetta er mikilvægt en kallar á gjörbreytta forgangsröðun við landstjórnina. Við leggjum til að kjarabæturnar verði fjármagnaðar með stóreignaskatti, hærri veiðigjöldum á stórútgerðir og hertu skatteftirliti. Það hefur nefnilega verið dekrað nóg við sérhagsmunaöflin í landinu. Nú er kominn tími á almenning . Höfundar eru þingframbjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Dagbjört Hákonardóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Millitekjufjölskyldur fá umtalsverðan stuðning í formi barnabóta alls staðar á Norðurlöndunum nema á Íslandi. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er kerfið ekki bara hugsað sem fátæktarhjálp fyrir þau allra tekjulægstu heldur sem almennt stuðningsnet, verkfæri til að létta undir með fólki sem er að ala upp börn. Rannsóknir hafa margsýnt að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru best til þess fallin að draga úr barnafátækt til langs tíma. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Frá árinu 1990 hefur stuðningur með hverju barni minnkað um meira en helming í hlutfalli við landsframleiðslu á Íslandi. Við í Samfylkingunni viljum snúa af þeirri braut og óskum eftir umboði kjósenda til að innleiða barnabótakerfi að norrænni fyrirmynd. Í fyrsta lagi viljum við að barnabætur verði greiddar út mánaðarlega en ekki fjórum sinnum á ári. Þannig mun stuðningurinn nýtast betur í reglulegum heimilisrekstri og fólk eiga auðveldara með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í öðru lagi viljum við að skerðingarmörkin verði hækkuð þannig að fleiri njóti stuðnings en áður. Markmiðið er að meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Í þriðja lagi ætlum við að hækka greiðslur í fæðingarorlofi og fæðingarstyrk námsmanna og foreldra utan vinnumarkaðar. Þetta þarf að gerast samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna. Þetta er raunhæft, þetta er sanngjarnt og þetta er mikilvægt en kallar á gjörbreytta forgangsröðun við landstjórnina. Við leggjum til að kjarabæturnar verði fjármagnaðar með stóreignaskatti, hærri veiðigjöldum á stórútgerðir og hertu skatteftirliti. Það hefur nefnilega verið dekrað nóg við sérhagsmunaöflin í landinu. Nú er kominn tími á almenning . Höfundar eru þingframbjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun