Tíu í sóttkví í stað heillar unglingadeildar Snorri Másson skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Úr safni. Krakkar í Réttarholtsskóla í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Yfirstandandi Covid-bylgja er í hægri rénun á þessari stundu, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Slakari kröfur um sóttkví eru að taka gildi í skólum landsins og mun færri eru sendir í sóttkví eftir hvert smit. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti fyrir skemmstu að sóttkvíarreglum í skólum yrði breytt og þessa dagana eru skólar landsins að innleiða breytingarnar. Þær hafa í för með sér að nú er greint skýrt á milli mikillar nándar og lítillar nándar. Þeir sem teljast hafa verið í mikilli nánd við hinn smitaða, í minna en tveggja metra fjarlægð í meira en 15 mínútur, þurfa enn að fara í sóttkví, en aðrir þurfa að fara í smitgát. Þá þarf maður að fara varlega, maður má enn mæta í skóla eða vinnu, en á að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir útsetningu. Ekki stórkostleg áhætta Nýtt fyrirkomulag gerbreytir stöðunni. Nú heyrast sögur af því að smitaður grunnskólanemi sendir kannski bara tíu í sóttkví við greiningu, á meðan þess voru dæmi í fyrri bylgjum að einn smitaður í áttunda bekk sendi mörg hundruð manna unglingadeild alla í sóttkví á einu bretti. „Vonandi með þessu geta krakkar stundað skólann meira og fólk stundað sína vinnu frekar en að stórir hópar verði teknir alveg úr umferð eins og hefur verið,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hafa sóttvarnayfirvöld, sem voru hikandi við að breyta reglunum, áhyggjur af því hvaða afleiðingar þær geta haft? Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.Vísir/Arnar „Já auðvitað, en við værum ekki að setja þetta á ef við teldum að þetta væri einhver stórkostleg áhætta. Við höldum að þetta geti gengið með góðu eftirliti og umgjörð, en svo kemur auðvitað bara í ljós hvernig þetta fer,“ segir Guðrún. Minnst 80 greindust smitaðir í gær en þrátt fyrir háar tölur er litið svo á að bylgjan sé í rénun. Á Landspítala eru ellefu inniliggjandi og hefur fækkað um þrjá, þótt einn hafi bæst við á gjörgæslu. Þar eru nú tveir. „Það virðist vera. Það hafa verið færri smit undanfarna daga. Það eru alltaf aðeins færri smit um helgar, en við höfum samt séð það aðeins fyrir helgina og aftur núna, að þetta er svona hægt í rénun,“ segir Guðrún Aspelund, sem telur þó enn ótímabært að ræða frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti fyrir skemmstu að sóttkvíarreglum í skólum yrði breytt og þessa dagana eru skólar landsins að innleiða breytingarnar. Þær hafa í för með sér að nú er greint skýrt á milli mikillar nándar og lítillar nándar. Þeir sem teljast hafa verið í mikilli nánd við hinn smitaða, í minna en tveggja metra fjarlægð í meira en 15 mínútur, þurfa enn að fara í sóttkví, en aðrir þurfa að fara í smitgát. Þá þarf maður að fara varlega, maður má enn mæta í skóla eða vinnu, en á að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir útsetningu. Ekki stórkostleg áhætta Nýtt fyrirkomulag gerbreytir stöðunni. Nú heyrast sögur af því að smitaður grunnskólanemi sendir kannski bara tíu í sóttkví við greiningu, á meðan þess voru dæmi í fyrri bylgjum að einn smitaður í áttunda bekk sendi mörg hundruð manna unglingadeild alla í sóttkví á einu bretti. „Vonandi með þessu geta krakkar stundað skólann meira og fólk stundað sína vinnu frekar en að stórir hópar verði teknir alveg úr umferð eins og hefur verið,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hafa sóttvarnayfirvöld, sem voru hikandi við að breyta reglunum, áhyggjur af því hvaða afleiðingar þær geta haft? Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.Vísir/Arnar „Já auðvitað, en við værum ekki að setja þetta á ef við teldum að þetta væri einhver stórkostleg áhætta. Við höldum að þetta geti gengið með góðu eftirliti og umgjörð, en svo kemur auðvitað bara í ljós hvernig þetta fer,“ segir Guðrún. Minnst 80 greindust smitaðir í gær en þrátt fyrir háar tölur er litið svo á að bylgjan sé í rénun. Á Landspítala eru ellefu inniliggjandi og hefur fækkað um þrjá, þótt einn hafi bæst við á gjörgæslu. Þar eru nú tveir. „Það virðist vera. Það hafa verið færri smit undanfarna daga. Það eru alltaf aðeins færri smit um helgar, en við höfum samt séð það aðeins fyrir helgina og aftur núna, að þetta er svona hægt í rénun,“ segir Guðrún Aspelund, sem telur þó enn ótímabært að ræða frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59
Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40