Ráðherra vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:40 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að hlutfall kynjanna í stjórn KSÍ verði jafnað. Vísir/Vilhelm Mennta- og menningarmálaráðherra telur mikilvægt að kynjahlutfall innan stjórnar KSÍ verði jafnað. Það sé einn af þeim hlutum sem verið sé að fara yfir en ráðherra mun funda með fráfarandi stjórn síðdegis í dag og fara yfir stöðu mála. „Þetta hefur auðvitað verið mjög hröð atburðarrás og stjórnin hefur auðvitað verið að funda mjög mikið og komist að þessari niðurstöðu og ég mun funda með fráfarandi stjórn til að fá betri yfirsýn yfir þróun síðustu daga,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi við Tjarnargötu nú skömmu fyrir hádegi. Formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í kjölfar þess að þolandi kynferðisofbeldis af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu steig fram og furðaði sig á orðum formannsins um að ekkert slíkt mál hafi komið inn á borð stjórnarinnar. Klippa: Lilja: Vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Lilja segist leggja mikla áherslu á að uppbyggingastarfið innan knattspyrnuhreyfingarinnar haldi áfram. Hreyfingin skipti miklu máli. „Grasrótin og allt starfið í tengslum við börn og unglinga, ég legg mesta áherslu á það,“ segir Lilja. Hún segir knattspyrnuna gegna stóru hlutverki hér á landi og telur mikilvægt að tekið verði faglega utan um þá stöðu sem upp sé komin. „Mér sýnist að stjórnin, eins og með því að axla ábyrgð, að hún vilji það líka og auðvitað skiptir máli hvernig farið er í þetta. Ég tel mjög brýnt að hreyfingin nái öllu sínu fólki mjög vel að sér til þess að byggja þetta upp og ég legg gríðarlega áherslu á það.“ Hún segir að búið sé að setja á laggirnar að til staðar sé samskiptaráðgjafi fyrir íþrótta- og æskulýðshreyfinguna sem hafi ofbeldismál af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu á sínu borði. „Hún hefur fengið málið inn á sitt borð, þannig að við höfum nú þegar tekið ákveðin skref en það þarf að taka fleiri skref.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
„Þetta hefur auðvitað verið mjög hröð atburðarrás og stjórnin hefur auðvitað verið að funda mjög mikið og komist að þessari niðurstöðu og ég mun funda með fráfarandi stjórn til að fá betri yfirsýn yfir þróun síðustu daga,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi við Tjarnargötu nú skömmu fyrir hádegi. Formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í kjölfar þess að þolandi kynferðisofbeldis af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu steig fram og furðaði sig á orðum formannsins um að ekkert slíkt mál hafi komið inn á borð stjórnarinnar. Klippa: Lilja: Vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Lilja segist leggja mikla áherslu á að uppbyggingastarfið innan knattspyrnuhreyfingarinnar haldi áfram. Hreyfingin skipti miklu máli. „Grasrótin og allt starfið í tengslum við börn og unglinga, ég legg mesta áherslu á það,“ segir Lilja. Hún segir knattspyrnuna gegna stóru hlutverki hér á landi og telur mikilvægt að tekið verði faglega utan um þá stöðu sem upp sé komin. „Mér sýnist að stjórnin, eins og með því að axla ábyrgð, að hún vilji það líka og auðvitað skiptir máli hvernig farið er í þetta. Ég tel mjög brýnt að hreyfingin nái öllu sínu fólki mjög vel að sér til þess að byggja þetta upp og ég legg gríðarlega áherslu á það.“ Hún segir að búið sé að setja á laggirnar að til staðar sé samskiptaráðgjafi fyrir íþrótta- og æskulýðshreyfinguna sem hafi ofbeldismál af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu á sínu borði. „Hún hefur fengið málið inn á sitt borð, þannig að við höfum nú þegar tekið ákveðin skref en það þarf að taka fleiri skref.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
„Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20