Sakaris er þekktur fyrir skemmtilegt synthapopp með fyndnum textum um ógæfulegt ástarlíf sitt og brostna drauma um heimsfrægð, og minnir sjóaða poppunnendur gjarnan á danskættaða ameríska popparann Beck Hansen.
Sakaris er einnig vel þekktur pródúser hér á landi og hefur meðal annars unnið með GDRN, Hildi, Kiasmos og Arnóri Dan. Einnig hefur hann unnið með íslensk-sænsku tónlistarkonunni Hönnu Miu Brekkan og enska tónlistarmanninum Tom Hannay sem búsettur er hér á landi.
Fyrr á árinu gaf Sakaris út plötuna I Can Do Better. Hér fyrir neðan má sjá myndband við eitt laganna af plötunni sem nefnist Breathe.
Áskrifendur Spotify geta hlustað á plötuna í spilaranum hér fyrir neðan.