Samningi Kolbeins ekki rift Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 16:39 Kolbeinn Sigþórsson í leik með IFK Gautaborg gegn Djurgärden. Getty/Michael Campanella Samningi sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar við Kolbein Sigþórsson verður ekki rift. Þetta segir Pontus Farnerud, íþróttastjóri sænska félagsins. Eitt af síðustu verkum stjórnar knattspyrnusambands Íslands, sem nú hefur stigið til hliðar, var að taka Kolbein út úr landsliðshópnum sem á næstu dögum mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM. Stjórn KSÍ tók þá ákvörðun eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Kolbeinn er sá leikmaður sem um ræðir. Framtíð Kolbeins hjá Gautaborg hefur vegna málsins verið í óvissu síðustu daga. Í frétt Expressen segir hins vegar að nú sé ljóst að hann verði áfram með liðinu, eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður þess á tímabilinu. Aðspurður hvort það stæði til að rifta samningi Kolbeins svaraði Farnerud: „Nei, að svo komnu máli stendur það ekki til.“ Expressen hefur, ekki frekar en íslenskir miðlar, náð tali af Kolbeini eða umboðsmanni hans. Það hefur Farnerud hins vegar gert: „Við höfum rætt við Kolbein og munum halda áfram að ræða við hann. Við fengum alla söguna frá honum í gær og vitum hvernig málin standa. Við ræðum það innan okkar raða og með Kolbeini hvernig við höldum áfram,“ sagði Farnerud. Kolbeinn hefur leikið 17 leiki með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í ár og skorað fjögur mörk. Þetta er þriðja tímabil hans í Svíþjóð en hann lék áður með AIK. Samningur Kolbeins, sem er 31 árs gamall, við Gautaborg rennur út í lok árs þegar tímabilinu lýkur í Svíþjóð. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Eitt af síðustu verkum stjórnar knattspyrnusambands Íslands, sem nú hefur stigið til hliðar, var að taka Kolbein út úr landsliðshópnum sem á næstu dögum mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM. Stjórn KSÍ tók þá ákvörðun eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Kolbeinn er sá leikmaður sem um ræðir. Framtíð Kolbeins hjá Gautaborg hefur vegna málsins verið í óvissu síðustu daga. Í frétt Expressen segir hins vegar að nú sé ljóst að hann verði áfram með liðinu, eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður þess á tímabilinu. Aðspurður hvort það stæði til að rifta samningi Kolbeins svaraði Farnerud: „Nei, að svo komnu máli stendur það ekki til.“ Expressen hefur, ekki frekar en íslenskir miðlar, náð tali af Kolbeini eða umboðsmanni hans. Það hefur Farnerud hins vegar gert: „Við höfum rætt við Kolbein og munum halda áfram að ræða við hann. Við fengum alla söguna frá honum í gær og vitum hvernig málin standa. Við ræðum það innan okkar raða og með Kolbeini hvernig við höldum áfram,“ sagði Farnerud. Kolbeinn hefur leikið 17 leiki með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í ár og skorað fjögur mörk. Þetta er þriðja tímabil hans í Svíþjóð en hann lék áður með AIK. Samningur Kolbeins, sem er 31 árs gamall, við Gautaborg rennur út í lok árs þegar tímabilinu lýkur í Svíþjóð.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira