Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. september 2021 08:27 Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Vísir/Egill/Sigurjón Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. Þetta segir Kristrún Heimisdóttir í aðsendri grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Klara, sem er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sætir nú miklum þrýstingi að segja af sér eftir að upp komst að forsvarsmönnum sambandsins var kunnugt um kynferðis- og ofbeldisbrot af hálfu landsliðsmanna. Í grein sinni kemur Kristrún, sem er lögfræðingur og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Klöru til varna og segir það meðal annars hafa verið stórsigur fyrir kvennaboltann þegar hún varð framkvæmdastjóri KSÍ árið 2015. Kristrún segir að á meðan Klara hafi stýrt starfsemi KSÍ „af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega“, sé félagið Íslenskur toppfótbolti „karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang“. Forsvarsmenn ÍTF eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Klöru. Félagið var fyrst stofnað sem hagsmunasamtök þeirra íþróttafélaga sem áttu lið í Pepsi-deildinni svokölluðu. Þess má geta að stjórn félagsins og starfsmenn eru allir karlmenn. Kristrún segir að eftir því sem fjármunir hafi aukist í íslenskri knattspyrnu hafi togstreitan um valdið yfir peningunum varpað skugga á knattspyrnuna. „Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora,“ segir Kristrún, sem er einnig fyrrverandi knattspyrnukona. Laugardalsvöllur, höfuðstöðvar KSÍ.vísir/vilhelm Nú hafi siðvitrar og sterkar konur „vakið KSÍ upp með sparki“ og sjá verði til þess að „ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku“ sé útrýmt. „Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll.“ „Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta segir Kristrún Heimisdóttir í aðsendri grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Klara, sem er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sætir nú miklum þrýstingi að segja af sér eftir að upp komst að forsvarsmönnum sambandsins var kunnugt um kynferðis- og ofbeldisbrot af hálfu landsliðsmanna. Í grein sinni kemur Kristrún, sem er lögfræðingur og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Klöru til varna og segir það meðal annars hafa verið stórsigur fyrir kvennaboltann þegar hún varð framkvæmdastjóri KSÍ árið 2015. Kristrún segir að á meðan Klara hafi stýrt starfsemi KSÍ „af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega“, sé félagið Íslenskur toppfótbolti „karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang“. Forsvarsmenn ÍTF eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Klöru. Félagið var fyrst stofnað sem hagsmunasamtök þeirra íþróttafélaga sem áttu lið í Pepsi-deildinni svokölluðu. Þess má geta að stjórn félagsins og starfsmenn eru allir karlmenn. Kristrún segir að eftir því sem fjármunir hafi aukist í íslenskri knattspyrnu hafi togstreitan um valdið yfir peningunum varpað skugga á knattspyrnuna. „Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora,“ segir Kristrún, sem er einnig fyrrverandi knattspyrnukona. Laugardalsvöllur, höfuðstöðvar KSÍ.vísir/vilhelm Nú hafi siðvitrar og sterkar konur „vakið KSÍ upp með sparki“ og sjá verði til þess að „ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku“ sé útrýmt. „Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll.“ „Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira