Oddvitaáskorunin: Fór 62 sinnum í bíó á einu ári Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2021 15:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir og Viddi, sem ku vera „ekkert venjulega skemmtilegur“. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í þingkosningunum. Þórunn er söngelskur sósíaldemókrati, femínisti og græningi og stofnfélagi í Samfylkingunni. Hún hefur m.a. verið umhverfisráðherra og formaður BHM. Byrjaði snemma í pólitík Þórunn hefur starfað í pólitík frá unga aldri. Hún er einn af stofnendum Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ, og var fyrsti formaður þeirra árið 1988. Á árunum 1992 til 1995 var hún starfskona Kvennalistans. Þórunn tók þátt í kosningabaráttu Reykjavíkurlistans árið 1994 og var annar tveggja kosningastjóra R-listans árið 1998. Veturinn 1998 til 1999 vann hún að stofnun Samfylkingarinnar og sat í viðræðuhópi forystufólks Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalistans. Þórunn var kosin á þing fyrir Samfylkinguna í Reykjaneskjördæmi vorið 1999 og sat á þingi til 2011. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir Samfylkinguna innan og utan þings. Árin 2007 til 2009 var Þórunn umhverfisráðherra en hún hefur einnig verið þingflokksformaður. Árin 2013 til 2015 var hún framkvæmdastýra Samfylkingarinnar. Vorið 2015 var Þórunn kosin formaður Bandalags háskólamanna (BHM) og gegndi því starfi þar til hún varð oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021. Þórunn fæddist í Reykjavík og ólst upp í Norðurmýri og Fossvoginum. Hún gekk í Ísaks-, Fossvogs, og Réttarholtsskóla og lauk stúdentsprófi frá MR árið 1984. Í HÍ lagði hún stund á stjórnmála- og fjölmiðlafræði og hélt svo í framhaldsnám í alþjóðastjórnmálum við Johns Hopkins háskóla. Þórunn lauk svo meistaragráðu í hagnýtri siðfræði, með áherslu á umhverfismál, frá HÍ árið 2014. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þórunn var blaðamaður á Morgunblaðinu með háskólanámi og einnig hið örlagaríka ár í aðdraganda stofnunar Samfylkingarinnar. Á árunum 1995 til 1997 starfaði hún sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands í flóttamannaverkefnum í Tansaníu og Aserbaísjan. Hún hefur einnig unnið sérverkefni fyrir Rauða krossinn, síðast í Armeníu og Georgíu árið 2009. Fór 62 sinnum í bíó á einu ári Ef Þórunn er ekki á fundi eða í vinnunni má oft finna hana á göngu með heimilishundinn Gógó, að stússast með fjölskyldu og vinum, á ferðalagi í náttúru Íslands eða að leggja drög að heimsyfirráðum femíniskra jafnaðarmanna. Hún er alæta á bókmenntir, bíómyndir og listir og finnst gaman að elda ofan í fólk sem henni þykir vænt um. Eitt árið fór hún 62 sinnum í bíó. Það met verður ekki toppað í bráð. Þórunn stundaði píanónám og söng með Háskólakórnum í nokkur ár. Foreldrar Þórunnar eru Anna Huld Lárusdóttir búsett á Seltjarnarnesi og Sveinbjörn Hafliðason sem lést fyrr á þessu ári. Þórunn er ein þriggja systra, á eina dóttur, Hrafnhildi Ming f. 2002, og hefur búið í Garðabæ síðustu tvo áratugi. Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Þórunn Sveinbjarnardóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þjórsárver. Hjarta Íslands. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég fæ mér aldrei bragðaref en ég mundi örugglega reyna að smygla í hann einni kókósbollu. Uppáhalds bók? Þetta er ósanngjörn spurning (!) en Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er meistaraverk. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Don‘t stop believing! með Journey. Er reyndar alveg hætt að skammast mín fyrir það. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stykkishólmi eða Reykjavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Í fyrstu bylgjunni lá ég í norrænum sakamálaseríum. Hvað tekur þú í bekk? Ekki minnstu hugmynd! Samfylkingarfólk í Suðvesturkjördæmi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Að starfa fyrir Rauða krossinn. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Það er kominn tími til að sameina Norður og Suður-Kóreu. Uppáhalds tónlistarmaður? Úff, þessi er erfið. Segi samt Queen af því að hún hefur fylgt mér svo lengi. Er enn að ná mér eftir tónleika sem ég fór á með þeim í Edinborg tæplega 11 ára gömul. Besti fimmaurabrandarinn? „Hentu í mig hamrinum!“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Ég að æfa mig á píanóið. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Gro Harlem Brundtland, Kristín Halldórsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Besta íslenska Eurovision-lagið? All out of luck. Besta frí sem þú hefur farið í? Alltaf það sem ég var í síðast. Ég fór t.d. í frábæra ferð um Vestfirði í sumar. Uppáhalds þynnkumatur? Það mundi vera hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ekki farin enn ... Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Á ég að gera það?! Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Danssýng Breiðra bossa í kjallara Casa Nova. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég henti öllu frá mér og stökk upp í flugvél til að hitta minn heittelskaða. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í þingkosningunum. Þórunn er söngelskur sósíaldemókrati, femínisti og græningi og stofnfélagi í Samfylkingunni. Hún hefur m.a. verið umhverfisráðherra og formaður BHM. Byrjaði snemma í pólitík Þórunn hefur starfað í pólitík frá unga aldri. Hún er einn af stofnendum Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ, og var fyrsti formaður þeirra árið 1988. Á árunum 1992 til 1995 var hún starfskona Kvennalistans. Þórunn tók þátt í kosningabaráttu Reykjavíkurlistans árið 1994 og var annar tveggja kosningastjóra R-listans árið 1998. Veturinn 1998 til 1999 vann hún að stofnun Samfylkingarinnar og sat í viðræðuhópi forystufólks Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalistans. Þórunn var kosin á þing fyrir Samfylkinguna í Reykjaneskjördæmi vorið 1999 og sat á þingi til 2011. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir Samfylkinguna innan og utan þings. Árin 2007 til 2009 var Þórunn umhverfisráðherra en hún hefur einnig verið þingflokksformaður. Árin 2013 til 2015 var hún framkvæmdastýra Samfylkingarinnar. Vorið 2015 var Þórunn kosin formaður Bandalags háskólamanna (BHM) og gegndi því starfi þar til hún varð oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021. Þórunn fæddist í Reykjavík og ólst upp í Norðurmýri og Fossvoginum. Hún gekk í Ísaks-, Fossvogs, og Réttarholtsskóla og lauk stúdentsprófi frá MR árið 1984. Í HÍ lagði hún stund á stjórnmála- og fjölmiðlafræði og hélt svo í framhaldsnám í alþjóðastjórnmálum við Johns Hopkins háskóla. Þórunn lauk svo meistaragráðu í hagnýtri siðfræði, með áherslu á umhverfismál, frá HÍ árið 2014. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þórunn var blaðamaður á Morgunblaðinu með háskólanámi og einnig hið örlagaríka ár í aðdraganda stofnunar Samfylkingarinnar. Á árunum 1995 til 1997 starfaði hún sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands í flóttamannaverkefnum í Tansaníu og Aserbaísjan. Hún hefur einnig unnið sérverkefni fyrir Rauða krossinn, síðast í Armeníu og Georgíu árið 2009. Fór 62 sinnum í bíó á einu ári Ef Þórunn er ekki á fundi eða í vinnunni má oft finna hana á göngu með heimilishundinn Gógó, að stússast með fjölskyldu og vinum, á ferðalagi í náttúru Íslands eða að leggja drög að heimsyfirráðum femíniskra jafnaðarmanna. Hún er alæta á bókmenntir, bíómyndir og listir og finnst gaman að elda ofan í fólk sem henni þykir vænt um. Eitt árið fór hún 62 sinnum í bíó. Það met verður ekki toppað í bráð. Þórunn stundaði píanónám og söng með Háskólakórnum í nokkur ár. Foreldrar Þórunnar eru Anna Huld Lárusdóttir búsett á Seltjarnarnesi og Sveinbjörn Hafliðason sem lést fyrr á þessu ári. Þórunn er ein þriggja systra, á eina dóttur, Hrafnhildi Ming f. 2002, og hefur búið í Garðabæ síðustu tvo áratugi. Klippa: Oddvitaáskorun Vísis: Þórunn Sveinbjarnardóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þjórsárver. Hjarta Íslands. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég fæ mér aldrei bragðaref en ég mundi örugglega reyna að smygla í hann einni kókósbollu. Uppáhalds bók? Þetta er ósanngjörn spurning (!) en Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er meistaraverk. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Don‘t stop believing! með Journey. Er reyndar alveg hætt að skammast mín fyrir það. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stykkishólmi eða Reykjavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Í fyrstu bylgjunni lá ég í norrænum sakamálaseríum. Hvað tekur þú í bekk? Ekki minnstu hugmynd! Samfylkingarfólk í Suðvesturkjördæmi. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Að starfa fyrir Rauða krossinn. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Það er kominn tími til að sameina Norður og Suður-Kóreu. Uppáhalds tónlistarmaður? Úff, þessi er erfið. Segi samt Queen af því að hún hefur fylgt mér svo lengi. Er enn að ná mér eftir tónleika sem ég fór á með þeim í Edinborg tæplega 11 ára gömul. Besti fimmaurabrandarinn? „Hentu í mig hamrinum!“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Ég að æfa mig á píanóið. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Gro Harlem Brundtland, Kristín Halldórsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Besta íslenska Eurovision-lagið? All out of luck. Besta frí sem þú hefur farið í? Alltaf það sem ég var í síðast. Ég fór t.d. í frábæra ferð um Vestfirði í sumar. Uppáhalds þynnkumatur? Það mundi vera hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ekki farin enn ... Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Á ég að gera það?! Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Danssýng Breiðra bossa í kjallara Casa Nova. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég henti öllu frá mér og stökk upp í flugvél til að hitta minn heittelskaða.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira