NASA leitar hugmynda um tungljeppa Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2021 07:01 Tölvuteiknuð mynd af jeppa á yfirborði tunglsins. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður. Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. „Flest leggja á sig mikla rannsóknarvinnu áður en þau kaupa bíl,“ er haft eftir Nathan Howard, sem stýrir þróun jeppans hjá NASA á vef stofnunarinnar. Hann segir að NASA sé að þróa nútíma geimjeppa sem nota eigi til langtíma rannsókna á tunglinu. „Jeppinn verður ekki eins og buggy-bíll afa þíns sem notaður var í Apollo-áætluninni.“ Howard segir einnig að unnið sé að því að jeppinn verði sá besti sem hafi verið byggður. Hann muni þola gífurlega öfgafullar aðstæður, enst lengi og annað. Hann eigi meðal annars að vera búinn sjálfstýringu svo hægt verði að nota hann til að flytja birgðir og búnað á milli mismunandi lendingarstaða. NASA birti í gær stutt myndband sem sýna á hvað vísindamenn stofnunarinnar hafa í huga. Gamli geim-bíll Apollo-áætlunarinnar var fyrst fluttur til tunglsins í Apollo 15 geimskotinu og var notaður í nokkrum geimferðum. Hann er sagður hafa gert geimförum kleift að safna mun meira af sýnum frá tunglinu en áður. Til marks um það hafi geimfarar Apollo 17 safnað rúmlega tíu sinnum meira af sýnum en geimfarar Apollo 11, sem þyrftu að skoppa um á tveimur jafnfljótum. Líklega ekki flogið árið 2014 Undanfarin ár hefur staðið til að skjóta fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar til tunglsins árið 2024. Sú áætlun hefur alltaf þótt djörf og nú í sumar sagði innri endurskoðandi NASA að ekki væri mögulegt að fylgja henni eftir. Það væri meðal annars vegna þess að verulega litlar líkur væru á því að nýir geimbúningar Artemis-áætlanarinnar yrðu tilbúnir árið 2024. Þeir yrðu í fyrsta lagi tilbúnir árið 2025 og þá væri best að geimfarar fengju tíma til að æfa sig í þeim fyrir geimskot. Þá samdi NASA fyrr á árinu við fyrirtækið SpaceX um að þróa lendingarfar til að lenda fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar á tunglinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins Blue Origin, sem höfðu einnig reynt að fá samning um þróun lendingarfars, hafa höfðað mál gegn NASA vegna samningsins við SpaceX. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Starfsmenn SpaceX hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í þróun Starship geimfarsins. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Musk hefur lýst því yfir að hann vilji að Starship verði geimfar sem verði í raun hægt að nota eins og flugvél. Hægt verði að taka á loft og lenda annarsstaðar á jörðinni, eða annarri reikistjörnu, taka eldsneyti og taka aftur á loft. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. „Flest leggja á sig mikla rannsóknarvinnu áður en þau kaupa bíl,“ er haft eftir Nathan Howard, sem stýrir þróun jeppans hjá NASA á vef stofnunarinnar. Hann segir að NASA sé að þróa nútíma geimjeppa sem nota eigi til langtíma rannsókna á tunglinu. „Jeppinn verður ekki eins og buggy-bíll afa þíns sem notaður var í Apollo-áætluninni.“ Howard segir einnig að unnið sé að því að jeppinn verði sá besti sem hafi verið byggður. Hann muni þola gífurlega öfgafullar aðstæður, enst lengi og annað. Hann eigi meðal annars að vera búinn sjálfstýringu svo hægt verði að nota hann til að flytja birgðir og búnað á milli mismunandi lendingarstaða. NASA birti í gær stutt myndband sem sýna á hvað vísindamenn stofnunarinnar hafa í huga. Gamli geim-bíll Apollo-áætlunarinnar var fyrst fluttur til tunglsins í Apollo 15 geimskotinu og var notaður í nokkrum geimferðum. Hann er sagður hafa gert geimförum kleift að safna mun meira af sýnum frá tunglinu en áður. Til marks um það hafi geimfarar Apollo 17 safnað rúmlega tíu sinnum meira af sýnum en geimfarar Apollo 11, sem þyrftu að skoppa um á tveimur jafnfljótum. Líklega ekki flogið árið 2014 Undanfarin ár hefur staðið til að skjóta fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar til tunglsins árið 2024. Sú áætlun hefur alltaf þótt djörf og nú í sumar sagði innri endurskoðandi NASA að ekki væri mögulegt að fylgja henni eftir. Það væri meðal annars vegna þess að verulega litlar líkur væru á því að nýir geimbúningar Artemis-áætlanarinnar yrðu tilbúnir árið 2024. Þeir yrðu í fyrsta lagi tilbúnir árið 2025 og þá væri best að geimfarar fengju tíma til að æfa sig í þeim fyrir geimskot. Þá samdi NASA fyrr á árinu við fyrirtækið SpaceX um að þróa lendingarfar til að lenda fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar á tunglinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins Blue Origin, sem höfðu einnig reynt að fá samning um þróun lendingarfars, hafa höfðað mál gegn NASA vegna samningsins við SpaceX. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Starfsmenn SpaceX hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í þróun Starship geimfarsins. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Musk hefur lýst því yfir að hann vilji að Starship verði geimfar sem verði í raun hægt að nota eins og flugvél. Hægt verði að taka á loft og lenda annarsstaðar á jörðinni, eða annarri reikistjörnu, taka eldsneyti og taka aftur á loft.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira