Talið niður í ABBA: Siggi Hlö búinn að poppa Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2021 11:59 Sigurður Hlö er spenntur fyrir opinberun Abba síðdegis. Getty/Michael Ochs Archives/Stringer/Bylgjan Aðdáendur sænsku ofurhljómsveitarinnar ABBA bíða með öndina í hálsinum eftir að klukkan slái korter í fimm í dag þegar búist er við að sveitin kynni fimm ný lög. Það yrðu fyrstu lög ABBA í þrjátíu og níu ár. Saga Agnetha Faltskog, Anna-Frid Lyngstad, Bjorn Ulvaeus and Benny Andersson, fjórmenninganna í ABBA, var og er enn ævintýri líkust. Hljómsveitin naut gífulegrar velgengni eftir sigur í Eurovision í Bretlandi árið 1974 og framleiddi nánast vinsældarsmelli á færibandi. Hljómsveitin hætti formelag árið 1982 en síðan þá hafa söngleikir og kvikmyndir með tónlist hljómsveitarinnar notið gífurlegara vinsælda. Siggi Hlö útvarpsmaður á Bylgjunni er mikill ABBA aðdáandi og bíður eins og milljónir annarra spenntur eftir því sem gerist í dag. „Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir tónlistarheiminn og aðdáendur ABBA sem eru búnir að bíða í ovæni frá því þau komu síðast saman fram. Það var held ég 1982í sænskum sjónvarpsþætti. Það er nú verið að bíða eftir tíu lögum sá ég einhvers staðar skrifað. Svo þegar ABBA eru komin á TikTok hlýtur eitthvað að fara að gerast,“ segir Siggi Hlö. Saga ABBA var samofin fjölskyldulífi þeirra en Björn og Agnetha voru hjón og það voru Benny og Anna-Frid einnig og var skilnaður þeirra undanfari þess að hljómsveitin hætti.Árið 2016 tilkynntu þau hins vegar um væntanlega tónleikaferð með stafrænum útgáfum af sér, þar sem þau kæmu fram í sýndarveruleika og flyttu lögin sín. Þá var tilkynnt að tvö ný lög væru væntanlega. Árið 2018 fóru þau hins vegar í hljóðver og eftir það hafa þau látið þau boð út ganga að von sé á fimm nýjum lögum frá þeim og nú segir Siggi Hlö að þau gætu orðið tíu. Fyrir viku hleyptu þau heimasíðunni ABBA Voyage af stokkunum þar sem boðað er að eitthvað fréttnæmt muni gerast á síðunni klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ekki hefur verið upplýst hvort nýju lögin verði kynnt þar eða sýndartónleikunum hleypt af stokkunum eða bæði. Siggi segir að vissulega séu þau að taka áhættu með þessu. Sveitin býður aðdáendum með í óræða langferð á vefslóðinni abbavoyage.comabbavoyage.com „Ég ætla að veðja á að þetta verði alveg geggjað. Það er bara mitt mat. Þetta hlýtur að vera alveg geggjað,“ sagði Siggi Hlö. Björn og Benny hafi sýnt að þeir sé snillingar í lagasmíðum og Angetha og Anna-Frid muni ekki klikka. „Ég er byrjaður að poppa og er klár í slaginn. Eftir tuttugu ár verður kominn bíómynd um þessi lög sem koma út í dag,“ sagði Siggi Hlö. Tónlist Tengdar fréttir Hljómsveitin ABBA lofar því að biðin sé á enda Hljómsveitin ABBA opnaði í dag síðuna ABBA Voyage og tilkynnti að biðin er næstum því á enda. 26. ágúst 2021 13:53 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Saga Agnetha Faltskog, Anna-Frid Lyngstad, Bjorn Ulvaeus and Benny Andersson, fjórmenninganna í ABBA, var og er enn ævintýri líkust. Hljómsveitin naut gífulegrar velgengni eftir sigur í Eurovision í Bretlandi árið 1974 og framleiddi nánast vinsældarsmelli á færibandi. Hljómsveitin hætti formelag árið 1982 en síðan þá hafa söngleikir og kvikmyndir með tónlist hljómsveitarinnar notið gífurlegara vinsælda. Siggi Hlö útvarpsmaður á Bylgjunni er mikill ABBA aðdáandi og bíður eins og milljónir annarra spenntur eftir því sem gerist í dag. „Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir tónlistarheiminn og aðdáendur ABBA sem eru búnir að bíða í ovæni frá því þau komu síðast saman fram. Það var held ég 1982í sænskum sjónvarpsþætti. Það er nú verið að bíða eftir tíu lögum sá ég einhvers staðar skrifað. Svo þegar ABBA eru komin á TikTok hlýtur eitthvað að fara að gerast,“ segir Siggi Hlö. Saga ABBA var samofin fjölskyldulífi þeirra en Björn og Agnetha voru hjón og það voru Benny og Anna-Frid einnig og var skilnaður þeirra undanfari þess að hljómsveitin hætti.Árið 2016 tilkynntu þau hins vegar um væntanlega tónleikaferð með stafrænum útgáfum af sér, þar sem þau kæmu fram í sýndarveruleika og flyttu lögin sín. Þá var tilkynnt að tvö ný lög væru væntanlega. Árið 2018 fóru þau hins vegar í hljóðver og eftir það hafa þau látið þau boð út ganga að von sé á fimm nýjum lögum frá þeim og nú segir Siggi Hlö að þau gætu orðið tíu. Fyrir viku hleyptu þau heimasíðunni ABBA Voyage af stokkunum þar sem boðað er að eitthvað fréttnæmt muni gerast á síðunni klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ekki hefur verið upplýst hvort nýju lögin verði kynnt þar eða sýndartónleikunum hleypt af stokkunum eða bæði. Siggi segir að vissulega séu þau að taka áhættu með þessu. Sveitin býður aðdáendum með í óræða langferð á vefslóðinni abbavoyage.comabbavoyage.com „Ég ætla að veðja á að þetta verði alveg geggjað. Það er bara mitt mat. Þetta hlýtur að vera alveg geggjað,“ sagði Siggi Hlö. Björn og Benny hafi sýnt að þeir sé snillingar í lagasmíðum og Angetha og Anna-Frid muni ekki klikka. „Ég er byrjaður að poppa og er klár í slaginn. Eftir tuttugu ár verður kominn bíómynd um þessi lög sem koma út í dag,“ sagði Siggi Hlö.
Tónlist Tengdar fréttir Hljómsveitin ABBA lofar því að biðin sé á enda Hljómsveitin ABBA opnaði í dag síðuna ABBA Voyage og tilkynnti að biðin er næstum því á enda. 26. ágúst 2021 13:53 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin ABBA lofar því að biðin sé á enda Hljómsveitin ABBA opnaði í dag síðuna ABBA Voyage og tilkynnti að biðin er næstum því á enda. 26. ágúst 2021 13:53