Fólk stökk upp úr sófanum eftir að hafa séð Sigrúnu hreyfa sig í rigningunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2021 13:46 Sigrún Fjeldsted segir að fólk elski áskoranir og eflist við að sjá aðra gera það sama. Instagram/Andleg og líkamleg heilsa „Þetta gengur út á að gera skuldbindingu við sjálfan sig um að hreyfa sig í 30 mínútur á hverjum degi í þrjátíu daga,“ segir þjálfarinn og markþjálfinn Sigrún Fjeldsted um áskorunina #3030. Í ár fer hún aftur af stað með hreyfiátak á samfélagsmiðlum í september. Allir geta tekið þátt sem hafa líkamlega getu til og hreyfingin getur verið fjölbreytt. Á síðasta ári hvatti Sigrún fólk áfram og var ótrúlega ánægð með viðbrögðin. Hreyfing í forgang „Nokkur hundruð manns tóku þátt og þetta vakti athygli víða. Ég veit ekki um neinn sem hafði neitt annað en gott að segja um að hafa tekið þátt og margir tóku miklum breytingum, hegðunar- og hugarfarslega séð á meðan áskorunni stóð,“ segir Sigrún. „Tilgangurinn er að gera hreyfingu að vana og átta sig á því að hreyfing eykur vellíðan. Margir þátttakendur taka þátt í að breiða út boðskapnum og hvetja um leið aðra að taka þátt. Ein leið til þess er að deila áskoruninni á Instagram og tagga mig @andlegoglikamlegheilsa og nota #3030heilsa.“ Sigrún fór aftur af stað með þetta í gær en hægt er að byrja hvenær sem er, markmiðið er einfaldlega að hreyfa sig í þrjátíu mínútur á dag í þrjátíu daga. „Ég veit um afreksíþróttamenn sem eru með og fólk sem er að byrja að hreyfa sig eftir margra ára hlé. Það eru allir að gera þetta fyrir sig og með ólíkar ástæður og markmið. Það sem allir eiga þó sameiginlegt er að búa yfir þeim vilja til þess að skuldbinda sig í þessa þrjátíu daga, setja hreyfingu í forgang og vera þannig hvatning fyrir aðra.“ Sigrún Fjeldsted setti af stað átak á samfélagsmiðlum til að hvetja Íslendinga til að hlúa betur að andlegri og líkamlegri heilsu, alla daga.Mynd úr einkasafni Öll hreyfing telur Sigrún segir að fátt sé mikilvægara en góð andleg, líkamleg og félagsleg heilsa. „Rannsóknir hafa sýnt fram á að með því að hreyfa sig í að minnsta kosti þrjátíu mínútur á dag bætum við heilsu, hamingju og vellíðan. Sem dæmi má nefna að við verðum orkumeiri, sofum betur, höfum meiri kynhvöt, sterkara hjarta-, æða-, og stoðkerfi. Auk þess er regluleg hreyfing forvörn gegn ýmsum andlegum og líkamlegum sjúkdómum og kvillum. Ég hvet fólk líka til þess að hugsa um þessar þrjátíu mínútur sem gæðastund og hafa hreyfinguna fjölbreytta. Öll hreyfing telur, sama hvort að það er brjáluð þrekæfing eða göngutúr í góðum félagsskap. Gott er að veita því athygli á meðan og á eftir æfingu hvernig manni líður, en við hreyfingu seytir líkaminn boðefnum sem veita okkur vellíðan.“ View this post on Instagram A post shared by Sigru n Fjeldsted (@andlegoglikamlegheilsa) Öll í sama liði Ýmsar nýjungar eru í áskoruninni í ár, enda er Sigrún komin með enn fleiri fylgjendur. „Ég er með nokkra styrktaraðila sem bjóða upp á afslætti fyrir þá sem taka þátt og ég mun standa fyrir söfnunar hjólatíma fyrir Píeta samtökin þar sem allur ágóðinn mun renna til þeirra. Auk þess ákvað ég að búa til þrjátíu daga dagbók sem heitir Árangur er ekki tilviljun og er hönnuð til þess að halda utan um, styðja við og hvetja fólk til þess að ná markmiði/markmiðum sínum. Ef fólk vill nálgast dagbókina má hafa samband við mig í gegnum @andlegoglikamlegheilsa á Instagram. Svo er aldrei að vita að mér detti eitthvað skemmtilegt í hug, eins og að bjóða upp á sameiginlega æfingu fyrir þá sem eru að taka þátt. Það verður þá auglýst sérstaklega.“ Sigrún segir að hún hafi lært ýmislegt af áskoruninni í fyrra. „Fyrst og fremst lærði ég að það er hollt og gott að fara út fyrir þægindarammann og temja sér hugrekki. Ég komst líka að því að fólk elskar áskoranir og eflist við að sjá aðra gera það sama. Margir deildu með mér að þeir upplifðu mikla hvatningu að sjá hversu margir voru duglegir að taka þátt í áskoruninni. Mér er minnisstætt eitt skiptið þegar ég fór í göngutúr klukkan níu um kvöld í grenjandi rigningu og roki. Ég deildi því og fékk fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem var búið að koma sér fyrir í sófanum, en stökk upp úr honum til þess að klára sínar þrjátíu mínútur því það upplifði það sem hvatningu að sjá aðra hreyfa sig. Ég lærði líka að ef við getum hjálpað öðrum, þá eigum við að gera það. Við erum öll í sama liði.“ Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Í ár fer hún aftur af stað með hreyfiátak á samfélagsmiðlum í september. Allir geta tekið þátt sem hafa líkamlega getu til og hreyfingin getur verið fjölbreytt. Á síðasta ári hvatti Sigrún fólk áfram og var ótrúlega ánægð með viðbrögðin. Hreyfing í forgang „Nokkur hundruð manns tóku þátt og þetta vakti athygli víða. Ég veit ekki um neinn sem hafði neitt annað en gott að segja um að hafa tekið þátt og margir tóku miklum breytingum, hegðunar- og hugarfarslega séð á meðan áskorunni stóð,“ segir Sigrún. „Tilgangurinn er að gera hreyfingu að vana og átta sig á því að hreyfing eykur vellíðan. Margir þátttakendur taka þátt í að breiða út boðskapnum og hvetja um leið aðra að taka þátt. Ein leið til þess er að deila áskoruninni á Instagram og tagga mig @andlegoglikamlegheilsa og nota #3030heilsa.“ Sigrún fór aftur af stað með þetta í gær en hægt er að byrja hvenær sem er, markmiðið er einfaldlega að hreyfa sig í þrjátíu mínútur á dag í þrjátíu daga. „Ég veit um afreksíþróttamenn sem eru með og fólk sem er að byrja að hreyfa sig eftir margra ára hlé. Það eru allir að gera þetta fyrir sig og með ólíkar ástæður og markmið. Það sem allir eiga þó sameiginlegt er að búa yfir þeim vilja til þess að skuldbinda sig í þessa þrjátíu daga, setja hreyfingu í forgang og vera þannig hvatning fyrir aðra.“ Sigrún Fjeldsted setti af stað átak á samfélagsmiðlum til að hvetja Íslendinga til að hlúa betur að andlegri og líkamlegri heilsu, alla daga.Mynd úr einkasafni Öll hreyfing telur Sigrún segir að fátt sé mikilvægara en góð andleg, líkamleg og félagsleg heilsa. „Rannsóknir hafa sýnt fram á að með því að hreyfa sig í að minnsta kosti þrjátíu mínútur á dag bætum við heilsu, hamingju og vellíðan. Sem dæmi má nefna að við verðum orkumeiri, sofum betur, höfum meiri kynhvöt, sterkara hjarta-, æða-, og stoðkerfi. Auk þess er regluleg hreyfing forvörn gegn ýmsum andlegum og líkamlegum sjúkdómum og kvillum. Ég hvet fólk líka til þess að hugsa um þessar þrjátíu mínútur sem gæðastund og hafa hreyfinguna fjölbreytta. Öll hreyfing telur, sama hvort að það er brjáluð þrekæfing eða göngutúr í góðum félagsskap. Gott er að veita því athygli á meðan og á eftir æfingu hvernig manni líður, en við hreyfingu seytir líkaminn boðefnum sem veita okkur vellíðan.“ View this post on Instagram A post shared by Sigru n Fjeldsted (@andlegoglikamlegheilsa) Öll í sama liði Ýmsar nýjungar eru í áskoruninni í ár, enda er Sigrún komin með enn fleiri fylgjendur. „Ég er með nokkra styrktaraðila sem bjóða upp á afslætti fyrir þá sem taka þátt og ég mun standa fyrir söfnunar hjólatíma fyrir Píeta samtökin þar sem allur ágóðinn mun renna til þeirra. Auk þess ákvað ég að búa til þrjátíu daga dagbók sem heitir Árangur er ekki tilviljun og er hönnuð til þess að halda utan um, styðja við og hvetja fólk til þess að ná markmiði/markmiðum sínum. Ef fólk vill nálgast dagbókina má hafa samband við mig í gegnum @andlegoglikamlegheilsa á Instagram. Svo er aldrei að vita að mér detti eitthvað skemmtilegt í hug, eins og að bjóða upp á sameiginlega æfingu fyrir þá sem eru að taka þátt. Það verður þá auglýst sérstaklega.“ Sigrún segir að hún hafi lært ýmislegt af áskoruninni í fyrra. „Fyrst og fremst lærði ég að það er hollt og gott að fara út fyrir þægindarammann og temja sér hugrekki. Ég komst líka að því að fólk elskar áskoranir og eflist við að sjá aðra gera það sama. Margir deildu með mér að þeir upplifðu mikla hvatningu að sjá hversu margir voru duglegir að taka þátt í áskoruninni. Mér er minnisstætt eitt skiptið þegar ég fór í göngutúr klukkan níu um kvöld í grenjandi rigningu og roki. Ég deildi því og fékk fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem var búið að koma sér fyrir í sófanum, en stökk upp úr honum til þess að klára sínar þrjátíu mínútur því það upplifði það sem hvatningu að sjá aðra hreyfa sig. Ég lærði líka að ef við getum hjálpað öðrum, þá eigum við að gera það. Við erum öll í sama liði.“
Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira