Fagnar með nokkrum bjórum eftir að hafa hlaupahjólað í kring um landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 14:00 Hugh lenti við Sólfarið á Sæbraut í dag, 29 dögum eftir að hann lagði af stað í hringferð um landið frá sama stað. Vísir/Sigurjón Tuttugu og sex ára Breti kláraði hringferð um landið á hlaupahjóli í dag. Hann segist alsæll með ferðina og stefnir á að fá sér nokkra íslenska bjóra til að fagna árangrinum. Hugh Graham lenti við Sólfarið á Sæbraut síðdegis í dag, 29 dögum eftir að ferð hans um landið hófst á sama stað. Hann segist alsæll með ferðina, þó hún hafi verið erfið á köflum. „Þessi síðasti kafli hefur verið virkilega erfiður vegna mótvindsins, veðrið varð verra en þetta tókst! Ég gæti ekki verið ánægðari akkúrat núna,“ segir Hugh. Hugh hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hann hefur deilt myndböndum úr ferðinni. Hann segir frægðina hafa aukist með hverjum deginum. „Fólk kemur til mín sex eða sjö sinnum á dag núna en þetta hefur ekki orðið minna klikkaðra þrátt fyrir það.“ „Fólk kemur til mín, það vill fá mynd með mér. Þetta er svo klikkað en svo skemmtilegt!“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Hugh heldur í langferð en í fyrra gekk hann frá Skotlandi til Lundúna. Hann segir Íslendinga þó hafa verið mun spenntari fyrir honum en Breta. „Fólk þekkti mig ekki eins og hérna á Íslandi,“ segir Hugh og hlær. Hugh var hæstánægður með ferðalagið.Vísir/Sigurjón Hann segist hugfanginn af landinu. „Ísland er bara klikkaður staður. Þetta er svakalegt, það er eins og önnur pláneta. Ef þú ferð nokkra kílómetra í aðra átt þá er náttúran allt önnur,“ segir Hugh. Hann ætli nú að nýta síðustu dagana á landinu til að fagna. „Mig langar að fara og sjá eldfjallið einhvern tíma því ég hef enn ekki séð það. Og ég mun án efa drekka nokkra íslenska bjóra í viðbót á næstu dögum til að fagna.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Hugh Graham lenti við Sólfarið á Sæbraut síðdegis í dag, 29 dögum eftir að ferð hans um landið hófst á sama stað. Hann segist alsæll með ferðina, þó hún hafi verið erfið á köflum. „Þessi síðasti kafli hefur verið virkilega erfiður vegna mótvindsins, veðrið varð verra en þetta tókst! Ég gæti ekki verið ánægðari akkúrat núna,“ segir Hugh. Hugh hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hann hefur deilt myndböndum úr ferðinni. Hann segir frægðina hafa aukist með hverjum deginum. „Fólk kemur til mín sex eða sjö sinnum á dag núna en þetta hefur ekki orðið minna klikkaðra þrátt fyrir það.“ „Fólk kemur til mín, það vill fá mynd með mér. Þetta er svo klikkað en svo skemmtilegt!“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Hugh heldur í langferð en í fyrra gekk hann frá Skotlandi til Lundúna. Hann segir Íslendinga þó hafa verið mun spenntari fyrir honum en Breta. „Fólk þekkti mig ekki eins og hérna á Íslandi,“ segir Hugh og hlær. Hugh var hæstánægður með ferðalagið.Vísir/Sigurjón Hann segist hugfanginn af landinu. „Ísland er bara klikkaður staður. Þetta er svakalegt, það er eins og önnur pláneta. Ef þú ferð nokkra kílómetra í aðra átt þá er náttúran allt önnur,“ segir Hugh. Hann ætli nú að nýta síðustu dagana á landinu til að fagna. „Mig langar að fara og sjá eldfjallið einhvern tíma því ég hef enn ekki séð það. Og ég mun án efa drekka nokkra íslenska bjóra í viðbót á næstu dögum til að fagna.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira