Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Þór/KA 1-2| Fylkiskonur fallnar úr Pepsi Max deildinni

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Fylkir virðist vera á leið niður.
Fylkir virðist vera á leið niður. Vísir/Bára Dröfn

Fylkiskonur eru fallnar úr Pepsi Max deild kvenna eftir 2-1 tap á móti Þór/KA. Fylkiskonur hefðu þurft á sigri að halda og stóla á úrslit úr hinum leikjum dagsins til að halda sér í baráttunni. Það gekk hinsvegar ekki eftir og munu þær því spila í Lengjudeildinni að ári.

Þór/KA stillti 5 leikmönnum á miðjuna og ætlaði greinilega að keyra í skyndisókn strax í upphafi. Það gekk ekki eftir og mættu Fylkiskonur þeim að krafti.

Mikið jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins og voru bæði lið að spila góðan bolta og keyra í sóknir. Fyrsta markið kom á 22. mínútu og þar var Karen María á skotskónum fyrir Þór/KA.

Það mark var eins og olía á eldinn fyrir Fylkiskonur og voru þær fljótar að svara með marki þegar boltinn endar á höfðinu á Kötlu Maríu sem skallar hann inn og jafnar þar með leikinn, 1-1.

Rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks var Shaina Faiena á ferðinni fyrir gestina og kemur þeim yfir. Þór/KA leiða því með einu marki 2-1, þegar gengið var til klefana.

Seinni hálfleikur var tíðindalítill. Um tíma var þetta eins og borðtennisleikur þar sem bæði lið skiptust á að senda langar sendingar yfir miðjuna. 

Það virtist sem Þór/KA konur hefðu gefið aðeins eftir í seinni hálfleik og voru ekki jafn ákveðnar að sækja á markið. Fylkiskonur urðu hinsvegar hættulegar á síðustu mínútu leiksins en það dugði ekki til og Fylkiskonur þurftu því að játa sig sigraðar og eru þar með fallnar úr deildinni. 

Afhverju vann Þór/KA?

Þær mættu ákveðnar til leiks og sást það strax á fyrstu mínútu að þær ætluðu að sækja stigin. Þær voru duglegar að sækja á markið og spila skipulagðan sóknarleik upp völlinn. Varnarleikurinn var einnig góður og voru þær að passa að missa Fylkiskonunar ekki í gegn. 

Hverjar stóðu upp úr?

Hjá Fylki var það Katla María Þórðardóttir sem skoraði eina mark Fylkis í dag. 

Hjá Þór/KA voru það Karen María sem skoraði fyrra mark Þórs/KA og Shaina Faiena sem skoraði og tryggði Þór/KA þar með sigur. 

Hvað gekk illa?

Á köflum var eins og Fylkiskonur væru ekki að berjast fyrir því að halda sér í deildinni. Þær keyrðu oft upp í óskipulagðar sóknir þar sem boltanum var bara neglt í átt að markinu. 

Hvað gerist næst?

Í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar fær Þór/KA, Keflavík í heimsókn. 

Fylkiskonur fara í ferjuferð til Vestmannaeyja og mæta ÍBV. 

Andri Hjörvar: Ég er mjög stoltur og ánægður með stelpurnar í dag

Andri Hjörvar, þjálfari Þórs/KA

„Þetta er frábær tilfinning. Stelpurnar lögðu mikið púður í þennan leik. Við þurftum að verjast mikið í seinni hálfleik, þær lágu á okkur. Tilfinningin er mjög góð og ákveðinn léttir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af síðasta leiknum. Ég er mjög stoltur og ánægður með stelpurnar í dag,“ sagði Andri Hjörvar, þjálfari Þórs/KA eftir sigur á Fylki í dag. 

„Við kannski duttum óþarflega mikið til baka í seinni hálfleik og leyfðum Fylkisstelpunum að lúðra nokkrum löngum boltum inn á okkar hættusvæði sem skapaði stöðu sem við vildum ekki vera í. Við hefðum getað brugðist betur við því en úr því sem komið var þá er ég mjög ánægður með hvernig við díluðum við þetta upplegg og hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist.“

Næsti leikur er við ÍBV og vill Andri fyrst njóta þess að stelpurnar eru orðnar öruggar í deildinni áður en einbeitingin fer í næsta verkefni. 

„Ég ætla að nýta næstu daga í að njóta að vera in the safe zone. Svo spáum við í spilin hvernig nær dregur, hvernig við munum spila næsta leik.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira