Ráðherra sker upp herör gegn neyslu glaðlofts Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 07:56 Neyslan hefur ekki bara heilsufarslegar afleiðingar heldur leiðir hún til sóðaskapar. Getty Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur greint frá því að hún hyggist láta rannsaka áhrif notkunar ungmenna á nituroxíði, sem einnig er kallað glaðloft eða hláturgas. Til greina kemur að gera notkunina ólöglega. Næstum eitt af hverjum tíu ungmennum notaði nituroxíð á tímabilinu 2019 til 2020. Algengast er að gasinu sé fyllt á blöðrur úr litlum hylkjum og að ungmennin andi loftinu að sér úr blöðrunum. Gashylkin eru auðfáanleg í næstu verslun en þau eru einna helst notuð í rjómasprautur. Samkvæmt frétt Guardian má gjarnan sjá þau liggja á víð og dreif á hátíðarsvæðum og skemmtistöðum. Það er nú þegar ólöglegt að selja nituroxíð til neyslu en eins og stendur er ekki ólöglegt að hafa gasið á sér eða neyta þess. Patel segist vera reiðubúin til að grípa til harðra aðgerða til að draga úr notkun nituroxíðs en áhrif þess séu afar hættuleg. Langvarandi notkun geti leitt til B12 skorts og blóðleysis. Þá sé gassins oft neytt á „andfélagslegum“ mannamótum og leiði til sóðaskapar. Royal Society for Publich Health hefur hins vegar lýst sig andsnúið hugmyndum Patel og segir alls óvíst að það að gera nituroxíð ólöglegt muni hafa tilætluð áhrif. Þá segja samtökin Release glæpavæðingu gassins myndu leiða til þess að fjöldi ungmenna myndi lenda á sakaskrá, sem væri mun skaðvænlegra fyrir framtíð þeirra en neysla gassins. Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Næstum eitt af hverjum tíu ungmennum notaði nituroxíð á tímabilinu 2019 til 2020. Algengast er að gasinu sé fyllt á blöðrur úr litlum hylkjum og að ungmennin andi loftinu að sér úr blöðrunum. Gashylkin eru auðfáanleg í næstu verslun en þau eru einna helst notuð í rjómasprautur. Samkvæmt frétt Guardian má gjarnan sjá þau liggja á víð og dreif á hátíðarsvæðum og skemmtistöðum. Það er nú þegar ólöglegt að selja nituroxíð til neyslu en eins og stendur er ekki ólöglegt að hafa gasið á sér eða neyta þess. Patel segist vera reiðubúin til að grípa til harðra aðgerða til að draga úr notkun nituroxíðs en áhrif þess séu afar hættuleg. Langvarandi notkun geti leitt til B12 skorts og blóðleysis. Þá sé gassins oft neytt á „andfélagslegum“ mannamótum og leiði til sóðaskapar. Royal Society for Publich Health hefur hins vegar lýst sig andsnúið hugmyndum Patel og segir alls óvíst að það að gera nituroxíð ólöglegt muni hafa tilætluð áhrif. Þá segja samtökin Release glæpavæðingu gassins myndu leiða til þess að fjöldi ungmenna myndi lenda á sakaskrá, sem væri mun skaðvænlegra fyrir framtíð þeirra en neysla gassins.
Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira