Viðskipti innlent

Ráðin sér­fræðingar hjá Expectus

Atli Ísleifsson skrifar
Ottó Rafn Halldórsso, Giovanna Steinvör Cuda og Hafdís Mist Bergsteinsdóttir.
Ottó Rafn Halldórsso, Giovanna Steinvör Cuda og Hafdís Mist Bergsteinsdóttir. Expectus

Giovanna Steinvör Cuda, Hafdís Mist Bergsteinsdóttir og Ottó Rafn Halldórsson hafa verið ráðin sérfræðingar hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækinu Expectus.

Í tilkynningu segi rað Giovanna Steinvör sé með B.A. gráðu í hag- og tölvufræði frá Københavns Erhvervsakademi og sé að klára M.Sc. gráðu í hagnýtum gagnavísindum í Háskólanum í Reykjavík.

„Áður starfaði Giovanna sem sérfræðingur í greiningum á sölusviði Icelandair þar sem hún vann í mörgum þverfaglegum teymum í greiningum, stefnumótun og miðlun gagna. Hjá Expectus mun Giovanna leggja megin áherslu innleiðingu viðskiptagreindar með exMon, TimeXtender, PowerBI og fleiri lausnum.

Hafdís Mist er með B.Sc gráðu í Iðnaðarverkfræði frá HÍ og M.Sc gráðu í Iðnaðarverkfræði og Stjórnun frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn (DTU) með áherslu á gagnagreiningu og bestun. Þar Áður starfaði Hafdís hjá VÍS í fjármáladeild sem sérfræðingur í innheimtu. Hjá Expectus mun Hafdís leggja megin áherslu innleiðingu viðskiptagreindar með Kepion, TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.

Ottó Rafn starfaði áður hjá Skeljungi þar sem hann sá um rekstur á tölvuumhverfi þeirra. Hjá Skeljungi vann hann að mjög fjölbreyttum verkefnum á borð við flutning umhverfis þeirra í hýsingu, útskiptingu fjárhagskerfis og skráningu félagsins á markað. Hjá Expectus mun Ottó leggja megin áherslu á innleiðingu viðskiptagreindarumhverfis hjá fyrirtækjum með áherslu á Azure lausnir og nýta sérþekkingu sýna í kerfismálum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×