Sprenging í ofbeldistilkynningum til Íþróttabandalagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2021 20:00 Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. VÍSIR/HELENA RAKEL Sprenging hefur orðið í tilkynningum um ofbeldismál til Íþróttabandalags Reykjavíkur í ár miðað við árin á undan. Bandalagið hefur tilkynnt alvarlegustu málin til lögreglu og barnaverndar. Öll íþróttafélög í Reykjavík heyra undir Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR. Bandalagið réðst í vitundarvakningarátak eftir að íþróttakonur stigu fram með frásagnir af ofbeldi í einni af fyrri Metoo-bylgjum. „Við höfum séð mikla aukningu á málum sem eru tilkynnt inn til okkar. Í hittífyrra voru fjögur mál, í fyrra voru níu og núna hafa komið 39. Þessi mikla aukning er ekki af því að það er meira ofbeldi heldur erum við að fá það inn á borð til okkar og það er það sem við viljum,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. Málin í ár eru af ýmsum toga, að sögn Birtu. 33 prósent tilkynninga eru um andlegt ofbeldi, 21 prósent um líkamlegt ofbeldi, önnur 21 prósent um kynferðislegt ofbeldi og 15 prósent um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölum frá ÍBR. Að meðaltali sé nú tilkynnt um eitt til tvö mál á viku. Málin dreifi sér jafnt milli fullorðins- og barnastarfs og þá sé allur gangur á því hverjir gerendur séu. „Algengast er þjálfari á iðkanda eða iðkandi á iðkanda,“ segir Birta. Hafið þið þurft að tilkynna mál til lögreglu? „Já, já, við höfum tilkynnt til lögreglu og barnaverndar. það hafa alveg verið alvarleg brot. En eins og ég segi, við reynum að vinna úr því eins faglega og hægt er.“ Vilja fá strákana til sín líka Birta segir að íþróttafélögin sjálf tilkynni gjarnan málin til ÍBR. Tilkynningar komi þó einnig frá þolendum sjálfum og foreldrum þolenda. Enn sem komið er séu tilkynnendur eingöngu kvenkyns, þó að rannsóknir sýni að ofbeldi gegn hinsegin og kynsegin íþróttafólki sé til að mynda algengt. „Við erum ekki að ná að sjá þessi mál koma nógu mikið inn til okkar. Fatlað íþróttafólk einnig, við viljum fá þessi mál upp á borð og við viljum að strákarnir komi og segi frá, því þeir verða líka fyrir ofbeldi eins og stelpurnar,“ segir Birta. Þá segir hún óháðan fagaðila koma að úrvinnslu hvers máls - og bandalagið leggi áherslu á að fá málin út úr félögunum. „Íþróttafélög eru smá eins og litlar fjölskyldur, það er erfitt að taka á málum þegar þú þekkir þennan og þennan í stjórn.“ Íþróttir barna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Öll íþróttafélög í Reykjavík heyra undir Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR. Bandalagið réðst í vitundarvakningarátak eftir að íþróttakonur stigu fram með frásagnir af ofbeldi í einni af fyrri Metoo-bylgjum. „Við höfum séð mikla aukningu á málum sem eru tilkynnt inn til okkar. Í hittífyrra voru fjögur mál, í fyrra voru níu og núna hafa komið 39. Þessi mikla aukning er ekki af því að það er meira ofbeldi heldur erum við að fá það inn á borð til okkar og það er það sem við viljum,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. Málin í ár eru af ýmsum toga, að sögn Birtu. 33 prósent tilkynninga eru um andlegt ofbeldi, 21 prósent um líkamlegt ofbeldi, önnur 21 prósent um kynferðislegt ofbeldi og 15 prósent um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölum frá ÍBR. Að meðaltali sé nú tilkynnt um eitt til tvö mál á viku. Málin dreifi sér jafnt milli fullorðins- og barnastarfs og þá sé allur gangur á því hverjir gerendur séu. „Algengast er þjálfari á iðkanda eða iðkandi á iðkanda,“ segir Birta. Hafið þið þurft að tilkynna mál til lögreglu? „Já, já, við höfum tilkynnt til lögreglu og barnaverndar. það hafa alveg verið alvarleg brot. En eins og ég segi, við reynum að vinna úr því eins faglega og hægt er.“ Vilja fá strákana til sín líka Birta segir að íþróttafélögin sjálf tilkynni gjarnan málin til ÍBR. Tilkynningar komi þó einnig frá þolendum sjálfum og foreldrum þolenda. Enn sem komið er séu tilkynnendur eingöngu kvenkyns, þó að rannsóknir sýni að ofbeldi gegn hinsegin og kynsegin íþróttafólki sé til að mynda algengt. „Við erum ekki að ná að sjá þessi mál koma nógu mikið inn til okkar. Fatlað íþróttafólk einnig, við viljum fá þessi mál upp á borð og við viljum að strákarnir komi og segi frá, því þeir verða líka fyrir ofbeldi eins og stelpurnar,“ segir Birta. Þá segir hún óháðan fagaðila koma að úrvinnslu hvers máls - og bandalagið leggi áherslu á að fá málin út úr félögunum. „Íþróttafélög eru smá eins og litlar fjölskyldur, það er erfitt að taka á málum þegar þú þekkir þennan og þennan í stjórn.“
Íþróttir barna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira