Endómetríósa og sálfræðimeðferð Kolbrún Stígsdóttir skrifar 5. september 2021 08:01 Endómetríósa er flókinn sjúkdómur sem hefur bæði áhrif á starfsemi líkamans sem og andlegu hliðina. Endómetríósa er einnig ólæknandi krónískur sjúkdómur sem þeir sem af honum þjást þurfa að glíma við út ævina. Endómetríósa getur skert lífsgæði sjúklings verulega. Þegar sjúklingur með endómetríósu fær greiningu og meðferð við sjúkdómnum er mikilvægt að huga bæði að andlegum og líkamlegum áhrifum. Gott væri til dæmis að spyrja og leita svara við eftirfarandi spurningum: Hver eru líkamlegu einkennin? Hversu alvarleg eru þau? Hvað áhrif eru líkamlegu einkennin búin að hafa á andlegu hliðina? Hvernig eru lífsgæðin? Hvernig er sjálfsmyndin? Hverjar eru framtíðarhorfurnar? Þetta er þó ekki tæmandi listi og því er margt fleira sem þarf að huga að. Því er mikilvægt að veita sjúklingnum alhliða meðferð sem tekur á líkamlegum sem og andlegum einkennum. Ýmislegt er gert til þess að vinna með líkamlegu einkennin eins og til dæmis hormónumeðferð, verkjastilling, sjúkraþjálfun og aðgerðir. Það er misjafnt hvað hentar hverjum sem og hversu lengi meðferðirnar virka. En mikilvægast er að meðferðarplanið gangi út á að auka lífsgæði sjúklingsins. Andlegu einkennin Tilfinningar eins og vonleysi, depurð, ótti, kvíði, reiði, vonbrigði, vanmáttur og uppgjöf kannast fólk með endómetríósu vel við. Að greinast með endómetríósu er áfall þó svo að því fylgi líka léttir að vita loksins hvað sé að. En þegar við verðum fyrir áfalli er mjög mikilvægt að fá aðstoð við að vinna úr því.Þá er mikilvægt að fá aðstoð við að lifa með sjúkdómnum og finna bjargráð þegar einkenni sjúkdómsins taka öll völd. Fólk með endómetríósu er oft andlega búið á því eftir tímabil sem einkennast af verkjum, svefnleysi, matarleysi og orkuleysi. Í verstu tilfellunum þjáist fólk með endómetríósu daglega af verkjum og andleg líðan þeirra verður því stundum lífshættuleg. Að fara í sálfræðimeðferð vegna endómetríósu er jafn mikilvæg og að taka inn verkjalyfin sín. Sálfræðimeðferð við endómetríósu Eins og staðan er í dag þá er enginn sálfræðingur í Endómetríósu teyminu þrátt fyrir mikilvægi þess. Einn partur verkjameðferðar eru tímar hjá sálfræðingi sem hefur sérhæft sig í verkjameðferð. Þau verkjalyf sem endómetríósusjúklingar fá gjarnan eru mórfínskyld og því eru ákveðnar líkur á að líkaminn verði háður þeim og kveiki þar með á verkjaminninu. En það vill svo til að þegar líkaminn er vanur að fá verkjalyf við ákveðnum verkjum þá er hann ekkert að fara að sætta sig við að sleppa þeim.Og þar með verður verkurinn jafnvel verri. Til að vinna með verkjaminnið er mikilvægt að vera í sálfræðimeðferð. Þar að auki er mikilvægt að vinna með öll þau áföll sem sjúkdómurinn getur valdið eins og t.d. ófrjósemi og örorku. Það eru svo margar tilfinningar sem þjóta um kollinn á okkur og mikilvægt að ná tökum á þeim svo neikvæðu tilfinningarnar fari ekki að stjórna okkar lífi algjörlega. Hugræn atferlismeðferð er góð leið til að læra að endurmeta hugsanir okkar sem stjórna tilfinningum okkar og hegðun. Að geta sleppt tökunum á neikvæðum tilfinningum er mikill léttir og auðveldar svo margt í lífinu.En það getur verið erfitt að sleppa tökunum án þess að fá aðstoð frá fagaðilum. Sjálfsvígshugsanir Í október 2019 fjallaði BBC um upplifun 13.500 kvenna með endómetríósu. Í þeirri umfjöllun kom fram að 50% kvennanna hafi upplifað sjálfsvígshugsanir. Með reglulegu millibili berast okkur fréttir frá erlendum samtökum um að félagskonur hjá þeim hafi gefist upp á baráttunni við sjúkdóminn og tekið sitt eigið líf. Samtökin vita ekki um tilfelli hér á landi en við gerum okkur alveg grein fyrir því að þau gætu þó verið til staðar. Sálfræðimeðferð þarf að niðurgreiða Að leita til sálfræðings er kostnaðarsamt þrátt fyrir að sjúkratryggingar hafi fengið heimild til að niðurgreiða þjónustuna um síðustu áramót. Tími hjá sálfræðing út í bæ kostar allt upp í 20.000 kr. tíminn og þurfi maður jafnvel að fara í tíma einu sinni í viku að þá er þetta komið upp í 80-100.000 kr. á mánuði. Þar sem það eru ekki margir sem geta pungað út þessum upphæðum í hverjum mánuði þá mun sálfræðimeðferðin ekki skila þeim árangri sem vonast var eftir. Samkvæmt 112/2008: Lög um sjúkratryggingar á nauðsynleg sálfræðimeðferð að vera niðurgreidd og ráðherra átti að setja reglugerð um nánari framkvæmd en þessi reglugerð hefur ekki verið gerð. Við í stjórn Samtaka um endómetríósu skorum á komandi heilbrigðisráðherra að setja reglugerðina svo hægt sé að framfylgja lögunum hér á landi. Einnig skorum við á Landspítalann að tryggja sálfræðiþjónustu innan Endómetríósu teymisins. Samkvæmt 112/2008: Lög um sjúkratryggingar á nauðsynleg sálfræðimeðferð að vera niðurgreidd og ráðherra átti að setja reglugerð um nánari framkvæmd en þessi reglugerð hefur ekki verið gerð. Við í stjórn Samtaka um endómetríósu skorum á komandi heilbrigðisráðherra að setja reglugerðina svo hægt sé að framfylgja lögunum hér á landi. Einnig skorum við á Landspítalann að tryggja sálfræðiþjónustu innan Endómetríósu teymisins. Það getur tekið marga mánuði að komast að hjá sálfræðingum innan heilsugæslunnar og sá tími getur verið lífshættulegur þegar andlega hliðin er komin í mikið ólag. Heppnin er aldeilis með komandi heilbrigðisráðherra því Samtök um endómetríósu skiluðu inn 9 blaðsíðna greinagerð til heilbrigðisráðuneytisins um hvernig þarf að bæta þjónustu við okkur svo að hún verði ásættanleg fyrir ÖLL okkar sem glímum við þennan sjúkdóm. Höfundur er formaður Samtaka um endómetríósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Endómetríósa er flókinn sjúkdómur sem hefur bæði áhrif á starfsemi líkamans sem og andlegu hliðina. Endómetríósa er einnig ólæknandi krónískur sjúkdómur sem þeir sem af honum þjást þurfa að glíma við út ævina. Endómetríósa getur skert lífsgæði sjúklings verulega. Þegar sjúklingur með endómetríósu fær greiningu og meðferð við sjúkdómnum er mikilvægt að huga bæði að andlegum og líkamlegum áhrifum. Gott væri til dæmis að spyrja og leita svara við eftirfarandi spurningum: Hver eru líkamlegu einkennin? Hversu alvarleg eru þau? Hvað áhrif eru líkamlegu einkennin búin að hafa á andlegu hliðina? Hvernig eru lífsgæðin? Hvernig er sjálfsmyndin? Hverjar eru framtíðarhorfurnar? Þetta er þó ekki tæmandi listi og því er margt fleira sem þarf að huga að. Því er mikilvægt að veita sjúklingnum alhliða meðferð sem tekur á líkamlegum sem og andlegum einkennum. Ýmislegt er gert til þess að vinna með líkamlegu einkennin eins og til dæmis hormónumeðferð, verkjastilling, sjúkraþjálfun og aðgerðir. Það er misjafnt hvað hentar hverjum sem og hversu lengi meðferðirnar virka. En mikilvægast er að meðferðarplanið gangi út á að auka lífsgæði sjúklingsins. Andlegu einkennin Tilfinningar eins og vonleysi, depurð, ótti, kvíði, reiði, vonbrigði, vanmáttur og uppgjöf kannast fólk með endómetríósu vel við. Að greinast með endómetríósu er áfall þó svo að því fylgi líka léttir að vita loksins hvað sé að. En þegar við verðum fyrir áfalli er mjög mikilvægt að fá aðstoð við að vinna úr því.Þá er mikilvægt að fá aðstoð við að lifa með sjúkdómnum og finna bjargráð þegar einkenni sjúkdómsins taka öll völd. Fólk með endómetríósu er oft andlega búið á því eftir tímabil sem einkennast af verkjum, svefnleysi, matarleysi og orkuleysi. Í verstu tilfellunum þjáist fólk með endómetríósu daglega af verkjum og andleg líðan þeirra verður því stundum lífshættuleg. Að fara í sálfræðimeðferð vegna endómetríósu er jafn mikilvæg og að taka inn verkjalyfin sín. Sálfræðimeðferð við endómetríósu Eins og staðan er í dag þá er enginn sálfræðingur í Endómetríósu teyminu þrátt fyrir mikilvægi þess. Einn partur verkjameðferðar eru tímar hjá sálfræðingi sem hefur sérhæft sig í verkjameðferð. Þau verkjalyf sem endómetríósusjúklingar fá gjarnan eru mórfínskyld og því eru ákveðnar líkur á að líkaminn verði háður þeim og kveiki þar með á verkjaminninu. En það vill svo til að þegar líkaminn er vanur að fá verkjalyf við ákveðnum verkjum þá er hann ekkert að fara að sætta sig við að sleppa þeim.Og þar með verður verkurinn jafnvel verri. Til að vinna með verkjaminnið er mikilvægt að vera í sálfræðimeðferð. Þar að auki er mikilvægt að vinna með öll þau áföll sem sjúkdómurinn getur valdið eins og t.d. ófrjósemi og örorku. Það eru svo margar tilfinningar sem þjóta um kollinn á okkur og mikilvægt að ná tökum á þeim svo neikvæðu tilfinningarnar fari ekki að stjórna okkar lífi algjörlega. Hugræn atferlismeðferð er góð leið til að læra að endurmeta hugsanir okkar sem stjórna tilfinningum okkar og hegðun. Að geta sleppt tökunum á neikvæðum tilfinningum er mikill léttir og auðveldar svo margt í lífinu.En það getur verið erfitt að sleppa tökunum án þess að fá aðstoð frá fagaðilum. Sjálfsvígshugsanir Í október 2019 fjallaði BBC um upplifun 13.500 kvenna með endómetríósu. Í þeirri umfjöllun kom fram að 50% kvennanna hafi upplifað sjálfsvígshugsanir. Með reglulegu millibili berast okkur fréttir frá erlendum samtökum um að félagskonur hjá þeim hafi gefist upp á baráttunni við sjúkdóminn og tekið sitt eigið líf. Samtökin vita ekki um tilfelli hér á landi en við gerum okkur alveg grein fyrir því að þau gætu þó verið til staðar. Sálfræðimeðferð þarf að niðurgreiða Að leita til sálfræðings er kostnaðarsamt þrátt fyrir að sjúkratryggingar hafi fengið heimild til að niðurgreiða þjónustuna um síðustu áramót. Tími hjá sálfræðing út í bæ kostar allt upp í 20.000 kr. tíminn og þurfi maður jafnvel að fara í tíma einu sinni í viku að þá er þetta komið upp í 80-100.000 kr. á mánuði. Þar sem það eru ekki margir sem geta pungað út þessum upphæðum í hverjum mánuði þá mun sálfræðimeðferðin ekki skila þeim árangri sem vonast var eftir. Samkvæmt 112/2008: Lög um sjúkratryggingar á nauðsynleg sálfræðimeðferð að vera niðurgreidd og ráðherra átti að setja reglugerð um nánari framkvæmd en þessi reglugerð hefur ekki verið gerð. Við í stjórn Samtaka um endómetríósu skorum á komandi heilbrigðisráðherra að setja reglugerðina svo hægt sé að framfylgja lögunum hér á landi. Einnig skorum við á Landspítalann að tryggja sálfræðiþjónustu innan Endómetríósu teymisins. Samkvæmt 112/2008: Lög um sjúkratryggingar á nauðsynleg sálfræðimeðferð að vera niðurgreidd og ráðherra átti að setja reglugerð um nánari framkvæmd en þessi reglugerð hefur ekki verið gerð. Við í stjórn Samtaka um endómetríósu skorum á komandi heilbrigðisráðherra að setja reglugerðina svo hægt sé að framfylgja lögunum hér á landi. Einnig skorum við á Landspítalann að tryggja sálfræðiþjónustu innan Endómetríósu teymisins. Það getur tekið marga mánuði að komast að hjá sálfræðingum innan heilsugæslunnar og sá tími getur verið lífshættulegur þegar andlega hliðin er komin í mikið ólag. Heppnin er aldeilis með komandi heilbrigðisráðherra því Samtök um endómetríósu skiluðu inn 9 blaðsíðna greinagerð til heilbrigðisráðuneytisins um hvernig þarf að bæta þjónustu við okkur svo að hún verði ásættanleg fyrir ÖLL okkar sem glímum við þennan sjúkdóm. Höfundur er formaður Samtaka um endómetríósu.
Samkvæmt 112/2008: Lög um sjúkratryggingar á nauðsynleg sálfræðimeðferð að vera niðurgreidd og ráðherra átti að setja reglugerð um nánari framkvæmd en þessi reglugerð hefur ekki verið gerð. Við í stjórn Samtaka um endómetríósu skorum á komandi heilbrigðisráðherra að setja reglugerðina svo hægt sé að framfylgja lögunum hér á landi. Einnig skorum við á Landspítalann að tryggja sálfræðiþjónustu innan Endómetríósu teymisins.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun