Heimsins ódýrasta Michelin-máltíð missir stjörnuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2021 20:40 Staðurinn frægi. Kyle Malinda-White/picture alliance via Getty Images) Götubitastaðurinn Hawker Chan í Singapúr nýtur nú ekki þeirrar virðingar að vera Michelin-stjörnu veitingastaður, eftir að nýjasta útáfa Michelin-handbókarinnar fyrir Singapúr var uppfærð í upphafi mánaðarins. Staðurinn var frægur fyrir að bjóða upp á heimsins ódýrustu Michelin-stjörnu máltíð, einfaldan kjúklingarétt með sojasósu sem kostaði aðeins rétt rúmar þrjú hundruð krónur. Rétturinn varð til þess að staðurinn fékk eina Michelin-stjörnu árið 2016. Í nýjustu útgáfu handbókar Michelin fyrir Singapúr er nafn Hawker Chan hvergi að finna og því hefur staðurinn misst stjörnuna. Michelin-stjarnan er ein helsta viðurkenningin sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Kokkurinn Chan Hong Meng hefur reyndar ekki setið auðum höndum frá því að staðurinn hlaut stjörnuna árið 2016. Hefur hann umbreytt götubitastaðnum sínum í veitingastaðakeðju sem nær allt til Taílands og Filippseyja. Í frétt CNN segir að þó að margir hafi hrósað Chan fyrir að nýta sér frægðina sem fylgdi Michelin-stjörnuna til að stækka veitingastaðaveldi sitt, telja sumir að það hafi verið gert á kostnað gæða á upprunalega Hawker Chan staðnum í Singapúr. Það hafi orðið þess valdandi að staðurinn missti stjörnuna. Singapúr Matur Michelin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Staðurinn var frægur fyrir að bjóða upp á heimsins ódýrustu Michelin-stjörnu máltíð, einfaldan kjúklingarétt með sojasósu sem kostaði aðeins rétt rúmar þrjú hundruð krónur. Rétturinn varð til þess að staðurinn fékk eina Michelin-stjörnu árið 2016. Í nýjustu útgáfu handbókar Michelin fyrir Singapúr er nafn Hawker Chan hvergi að finna og því hefur staðurinn misst stjörnuna. Michelin-stjarnan er ein helsta viðurkenningin sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Kokkurinn Chan Hong Meng hefur reyndar ekki setið auðum höndum frá því að staðurinn hlaut stjörnuna árið 2016. Hefur hann umbreytt götubitastaðnum sínum í veitingastaðakeðju sem nær allt til Taílands og Filippseyja. Í frétt CNN segir að þó að margir hafi hrósað Chan fyrir að nýta sér frægðina sem fylgdi Michelin-stjörnuna til að stækka veitingastaðaveldi sitt, telja sumir að það hafi verið gert á kostnað gæða á upprunalega Hawker Chan staðnum í Singapúr. Það hafi orðið þess valdandi að staðurinn missti stjörnuna.
Singapúr Matur Michelin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira