Miss Universe Iceland hópurinn selur föt til styrktar Píeta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2021 19:01 Keppendur Miss Universe Iceland í ár. Manúela Ósk Miss Universe Iceland keppnin fer fram í Gamla bíói þann 29. september. Undirbúningur er í fullum gangi og stelpurnar standa nú fyrir fatasölu fyrir góðan málsstað. Keppendur velja sér á hverju ári góðgerðarmálefni til þess að styrkja. Keppendur Miss Universe Iceland í ár eru nú með sölubás í Extraloppunni í Smáralind og eru búnar að setja hann upp. Allur ágóðinn fer til styrktar Píeta samtakanna. „Okkur stelpunum langaði að nýta þetta platform sem við höfum og gera eitthvað gagn. Við vorum allar sammála um að styrkja Píeta samtökin vegna þess að þau vinna mjög mikilvæg störf sem eru fólki að kostnaðarlausu, og geta því að mestu starfað út frá styrkjum. Ég hef sjálf styrkt þau mánaðarlega í langan tíma og dáist að starfi þeirra. Við erum rosalega þakklátar fyrir hjálpina sem við höfum fengið frá Extraloppunni en þau lánuðu okkur bás til að selja fötin okkar á og salan fer óskert til Píeta,“ segir Elísabet Gróa Steinþórsdóttir keppandi í Miss Universe Iceland en sér um skipulagið á fatasölunni. Básinn þeirra er númer 27 og hópurinn selur flíkur og annað flott frá 5. til 18. september. „Undirbúningurinn fyrir keppnina hefur gengið alveg rosalega vel, við erum með tuttugu stelpur sem keppa núna og þetta er ótrúlega góður hópur. Það er búið að myndast mjög góð stemning og fallegur vinskapur. Þær ná vel saman og æfa því vel saman þannig að ég er bara mjög spennt og peppuð fyrir þessu ári,“ segir Manúela Ósk framkvæmdastjóri keppninnar. „Þetta var skelfilega erfitt í fyrra vegna Covid þannig að það er algjör lúksus núna að gea gert þetta almennilega, eða svona nánast,“ segir hún um undirbúninginn. Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Miss Universe Iceland.Vísir/Vilhelm „Eva Ruza verður kynnir, ég held að hún muni aldrei yfirgefa okkur eða við hana enda er hún einn helsti áhugamaður um fegurðarsamkeppnir á landinu. Hún er líka mín elsta vinkona þannig að við eigum mjög loyal samband,“ segir Manúela. Stelpurnar hafa verið að æfa saman í Reebok tvisvar í viku en í september æfa þær þrisvar í viku fram að keppninni. „Svo tékka stelpurnar sig inn á Hótel Hraun í Hafnarfirði 27. september og verða þar þangað til keppnin er haldin þann 29. september.“ Stúlkan sem verður krýnd Miss Universe Iceland þann 29. september mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppninni. Elísabet Hulda Snorradóttir ber titilinn Miss Universe Iceland fram að keppni. „Þetta er búið að vera skrítið ár en Elísabet fór samt út og keppti. Stóra keppnin var haldin og það gekk allt rosalega vel en þetta er ekki búið að vera alveg sama upplifun fyrir hana eins og allar hinar sem hafa farið út í þessa keppni síðustu ár. Vonandi fer þetta aftur í eðlilegt horf núna í ár,“ segir Manúela Ósk að lokum. Keppendurnir í Miss Universe Iceland 2021 verða kynntir betur hér á Vísi fram að keppni. Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Geðheilbrigði Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Keppendur velja sér á hverju ári góðgerðarmálefni til þess að styrkja. Keppendur Miss Universe Iceland í ár eru nú með sölubás í Extraloppunni í Smáralind og eru búnar að setja hann upp. Allur ágóðinn fer til styrktar Píeta samtakanna. „Okkur stelpunum langaði að nýta þetta platform sem við höfum og gera eitthvað gagn. Við vorum allar sammála um að styrkja Píeta samtökin vegna þess að þau vinna mjög mikilvæg störf sem eru fólki að kostnaðarlausu, og geta því að mestu starfað út frá styrkjum. Ég hef sjálf styrkt þau mánaðarlega í langan tíma og dáist að starfi þeirra. Við erum rosalega þakklátar fyrir hjálpina sem við höfum fengið frá Extraloppunni en þau lánuðu okkur bás til að selja fötin okkar á og salan fer óskert til Píeta,“ segir Elísabet Gróa Steinþórsdóttir keppandi í Miss Universe Iceland en sér um skipulagið á fatasölunni. Básinn þeirra er númer 27 og hópurinn selur flíkur og annað flott frá 5. til 18. september. „Undirbúningurinn fyrir keppnina hefur gengið alveg rosalega vel, við erum með tuttugu stelpur sem keppa núna og þetta er ótrúlega góður hópur. Það er búið að myndast mjög góð stemning og fallegur vinskapur. Þær ná vel saman og æfa því vel saman þannig að ég er bara mjög spennt og peppuð fyrir þessu ári,“ segir Manúela Ósk framkvæmdastjóri keppninnar. „Þetta var skelfilega erfitt í fyrra vegna Covid þannig að það er algjör lúksus núna að gea gert þetta almennilega, eða svona nánast,“ segir hún um undirbúninginn. Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Miss Universe Iceland.Vísir/Vilhelm „Eva Ruza verður kynnir, ég held að hún muni aldrei yfirgefa okkur eða við hana enda er hún einn helsti áhugamaður um fegurðarsamkeppnir á landinu. Hún er líka mín elsta vinkona þannig að við eigum mjög loyal samband,“ segir Manúela. Stelpurnar hafa verið að æfa saman í Reebok tvisvar í viku en í september æfa þær þrisvar í viku fram að keppninni. „Svo tékka stelpurnar sig inn á Hótel Hraun í Hafnarfirði 27. september og verða þar þangað til keppnin er haldin þann 29. september.“ Stúlkan sem verður krýnd Miss Universe Iceland þann 29. september mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppninni. Elísabet Hulda Snorradóttir ber titilinn Miss Universe Iceland fram að keppni. „Þetta er búið að vera skrítið ár en Elísabet fór samt út og keppti. Stóra keppnin var haldin og það gekk allt rosalega vel en þetta er ekki búið að vera alveg sama upplifun fyrir hana eins og allar hinar sem hafa farið út í þessa keppni síðustu ár. Vonandi fer þetta aftur í eðlilegt horf núna í ár,“ segir Manúela Ósk að lokum. Keppendurnir í Miss Universe Iceland 2021 verða kynntir betur hér á Vísi fram að keppni.
Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Geðheilbrigði Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira