Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Snorri Másson skrifar 5. september 2021 20:01 Ragnar Axelsson flaug yfir Skaftá í gær og myndaði úr lofti. Vísir/RAX Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. Það þótti ekki verulegt áhyggjuefni þegar hlaup hófst úr vestari Skaftárkatli á miðvikudaginn, svo lengi sem sá eystri léti ekki líka til sín taka. Í dag var síðan sagt frá því að vatn úr eystri katlinum væri einnig farið af stað. Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna þessa en helsta bráðaváin sem af þessu stafar tengist þjóðveginum við Eldhraun. Í síðasta hlaupi árið 2018 þurfti að loka veginum um hríð. Rennslið úr eystri katlinum ratar ekki niður úr fyrr en á morgun, þannig að ekki verður ljóst fyrr en þá hve víðtækur skaðinn verður. „Það getur skapað hættu í myrkrinu ef það rennur yfir veginn og fólk er á ferðinni. Þannig að það er fylgst vel með ef vatnið hækkar mikið við veginn að þá verði sett vakt við hann og honum hugsanlega lokað ef svo verður,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Telja má sennilegt að vikan fram undan muni einfaldlega einkennast af ákveðnu flóðaástandi á Skaftársvæðinu. Flóðtoppurinn getur varað í 2-3 daga og atburðurinn í heild í um viku, segir Björn. Áin þegar barmafull Á myndum, sem sjá má í myndbandinu hér að ofan, frá bændum á Ytri-Ásum má sjá að vatnsmagnið í Skaftá er þegar töluvert og enn hefur vatn úr nýjasta hlaupinu ekki bæst við. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnið hafi þegar verið orðið áhyggjuefni, þótt ekki kæmi líka hlaup úr eystri katlinum í ofanálag. „Það er nú eiginlega ekkert annað hægt en að hafa áhyggjur af því. Ef það er að koma hlaup úr stóra katlinum ofan í svona mikið vatn, þá er það mikið áhyggjuefni. Ef það kæmi svipað hlaup og 2015 eða með sama hraða ofan í þetta vatn sem er núna, þá er það ekki gæfulegt,“ segir Gísli Halldór. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Það þótti ekki verulegt áhyggjuefni þegar hlaup hófst úr vestari Skaftárkatli á miðvikudaginn, svo lengi sem sá eystri léti ekki líka til sín taka. Í dag var síðan sagt frá því að vatn úr eystri katlinum væri einnig farið af stað. Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna þessa en helsta bráðaváin sem af þessu stafar tengist þjóðveginum við Eldhraun. Í síðasta hlaupi árið 2018 þurfti að loka veginum um hríð. Rennslið úr eystri katlinum ratar ekki niður úr fyrr en á morgun, þannig að ekki verður ljóst fyrr en þá hve víðtækur skaðinn verður. „Það getur skapað hættu í myrkrinu ef það rennur yfir veginn og fólk er á ferðinni. Þannig að það er fylgst vel með ef vatnið hækkar mikið við veginn að þá verði sett vakt við hann og honum hugsanlega lokað ef svo verður,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Telja má sennilegt að vikan fram undan muni einfaldlega einkennast af ákveðnu flóðaástandi á Skaftársvæðinu. Flóðtoppurinn getur varað í 2-3 daga og atburðurinn í heild í um viku, segir Björn. Áin þegar barmafull Á myndum, sem sjá má í myndbandinu hér að ofan, frá bændum á Ytri-Ásum má sjá að vatnsmagnið í Skaftá er þegar töluvert og enn hefur vatn úr nýjasta hlaupinu ekki bæst við. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnið hafi þegar verið orðið áhyggjuefni, þótt ekki kæmi líka hlaup úr eystri katlinum í ofanálag. „Það er nú eiginlega ekkert annað hægt en að hafa áhyggjur af því. Ef það er að koma hlaup úr stóra katlinum ofan í svona mikið vatn, þá er það mikið áhyggjuefni. Ef það kæmi svipað hlaup og 2015 eða með sama hraða ofan í þetta vatn sem er núna, þá er það ekki gæfulegt,“ segir Gísli Halldór.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07