Útrýmum fátækt, það er hægt Bjarki Steinn Bragason skrifar 6. september 2021 07:31 Þegar ég heyrði fyrst talað um útrýmingu fátæktar voru fyrstu viðbrögð þau að það væri göfugt markmið en óraunhæft. Dæmt af samræðum mínum við ýmist annað fólk virðist þetta vera algengt viðhorf. Það er kannski skiljanlegt. Við ólumst öll upp í þessu kapítalíska samfélagi og erum að vissu leyti forrituð til að sjá heiminn í gegnum þau gleraugu. Samkvæmt þeim búum við í samfélagi þar sem lífskjarabaráttan er samkeppni sem sumir tapa og aðrir vinna. Í þeim heimi þykir það ekkert óeðlilegt að sumir eigi meira en þeir munu nokkurn tímann þurfa á meðan aðra skortir grunnnauðsynjar. Fólk gengur jafnvel það langt að tala um þessa samfélagsmynd eins og náttúrulögmál, að svona þurfi hlutirnir einfaldlega að vera. Þetta á jafnvel við um fólk sem skilgreinir sig sem hluta af vinstri vængnum. Fólk vill lina þjáningar þeirra verst settu en hikar við að tala um grundvallarbreytingar á samfélaginu og forðast stóru spurningarnar, eins og af hverju fólk er fátækt til að byrja með. Mikilvægt er að tala ekki bara um fátækt á fræðilegum nótum. Við þurfum að tala um nákvæmlega hvað fátækt er og þau áhrif sem hún hefur á fólk og samfélög. Hlusta á reynslusögur fólks, til dæmis fólks sem hefur ekki efni á húsnæði, eða þarf reglulega að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Fátækt er ekki bara erfið og leiðinleg, hún er dauðadómur. Fólk sem upplifir efnahagslegan skort lifir erfiðari og styttri lífum. Fátækt er afleiðing pólitískra ákvarðana, ákvarðana stjórnmálafólks sem þjónar auðvaldinu en ekki almenningi. Sósíalistaflokkurinn er með metnaðarfulla áætlun til að útrýma fátækt á Íslandi. Það segir sig sjálft að enginn ætti að upplifa skort í ríku landi. Þetta eru ekki draumórar heldur pólitísk stefnumál, sem snúast meðal annars um að byggja upp réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi og heilbrigðiskerfi. Það sem þarf er að fólk með völd í samfélaginu sé tilbúið í að nota þau völd til að efla stöðu þeirra verst settu en ekki bara sína og vina sinna. Sósíalistaflokkurinn vill efla verkalýðinn á kostnað auðvaldsins. Auðvaldið sér fátækt fólk sem vandamál, en sér ekkert að því að það sé fátækt. Réttara sagt er þeim mjög annt um að halda því í fátækt, því auðvaldið getur bara viðhaldið sinni stöðu með því að halda áfram að arðræna verkalýðinn. Ég er sósíalisti. Ég gekk í sósíalistaflokkinn og fór í framboð því ég vildi taka þátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi, samfélagi sem virkar fyrir okkur öll en ekki bara örfá á toppnum. Það tel ég okkur ekki hafa núna, samfélag gegnumsýrt af ójöfnuði og stéttaskiptingu verður seint kallað réttlátt. Kapítalisminn virkar kannski vel fyrir þau sem hann virkar fyrir, en við hin þurfum að sætta okkur við brauðmola og of mörg lifa við fátækt, örbirgð og þjáningar. Svona þarf þetta ekki að vera. Betri heimur er ekki útópískur draumur úr vísindaskáldsögu heldur eitthvað sem er innan seilingar. En það þarf að berjast fyrir honum. Útrýming fátæktar er ekki bara eitthvað áhugamál sósíalista heldur eitt mikilvægasta réttlætismál samtímans og raunhæft pólitískt markmið, ef metnaður og vilji er fyrir því. Ekki hlusta á fólk sem reynir að sannfæra þig um annað. Höfundur er skólaliði, námsmaður og frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fyrst talað um útrýmingu fátæktar voru fyrstu viðbrögð þau að það væri göfugt markmið en óraunhæft. Dæmt af samræðum mínum við ýmist annað fólk virðist þetta vera algengt viðhorf. Það er kannski skiljanlegt. Við ólumst öll upp í þessu kapítalíska samfélagi og erum að vissu leyti forrituð til að sjá heiminn í gegnum þau gleraugu. Samkvæmt þeim búum við í samfélagi þar sem lífskjarabaráttan er samkeppni sem sumir tapa og aðrir vinna. Í þeim heimi þykir það ekkert óeðlilegt að sumir eigi meira en þeir munu nokkurn tímann þurfa á meðan aðra skortir grunnnauðsynjar. Fólk gengur jafnvel það langt að tala um þessa samfélagsmynd eins og náttúrulögmál, að svona þurfi hlutirnir einfaldlega að vera. Þetta á jafnvel við um fólk sem skilgreinir sig sem hluta af vinstri vængnum. Fólk vill lina þjáningar þeirra verst settu en hikar við að tala um grundvallarbreytingar á samfélaginu og forðast stóru spurningarnar, eins og af hverju fólk er fátækt til að byrja með. Mikilvægt er að tala ekki bara um fátækt á fræðilegum nótum. Við þurfum að tala um nákvæmlega hvað fátækt er og þau áhrif sem hún hefur á fólk og samfélög. Hlusta á reynslusögur fólks, til dæmis fólks sem hefur ekki efni á húsnæði, eða þarf reglulega að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Fátækt er ekki bara erfið og leiðinleg, hún er dauðadómur. Fólk sem upplifir efnahagslegan skort lifir erfiðari og styttri lífum. Fátækt er afleiðing pólitískra ákvarðana, ákvarðana stjórnmálafólks sem þjónar auðvaldinu en ekki almenningi. Sósíalistaflokkurinn er með metnaðarfulla áætlun til að útrýma fátækt á Íslandi. Það segir sig sjálft að enginn ætti að upplifa skort í ríku landi. Þetta eru ekki draumórar heldur pólitísk stefnumál, sem snúast meðal annars um að byggja upp réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi og heilbrigðiskerfi. Það sem þarf er að fólk með völd í samfélaginu sé tilbúið í að nota þau völd til að efla stöðu þeirra verst settu en ekki bara sína og vina sinna. Sósíalistaflokkurinn vill efla verkalýðinn á kostnað auðvaldsins. Auðvaldið sér fátækt fólk sem vandamál, en sér ekkert að því að það sé fátækt. Réttara sagt er þeim mjög annt um að halda því í fátækt, því auðvaldið getur bara viðhaldið sinni stöðu með því að halda áfram að arðræna verkalýðinn. Ég er sósíalisti. Ég gekk í sósíalistaflokkinn og fór í framboð því ég vildi taka þátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi, samfélagi sem virkar fyrir okkur öll en ekki bara örfá á toppnum. Það tel ég okkur ekki hafa núna, samfélag gegnumsýrt af ójöfnuði og stéttaskiptingu verður seint kallað réttlátt. Kapítalisminn virkar kannski vel fyrir þau sem hann virkar fyrir, en við hin þurfum að sætta okkur við brauðmola og of mörg lifa við fátækt, örbirgð og þjáningar. Svona þarf þetta ekki að vera. Betri heimur er ekki útópískur draumur úr vísindaskáldsögu heldur eitthvað sem er innan seilingar. En það þarf að berjast fyrir honum. Útrýming fátæktar er ekki bara eitthvað áhugamál sósíalista heldur eitt mikilvægasta réttlætismál samtímans og raunhæft pólitískt markmið, ef metnaður og vilji er fyrir því. Ekki hlusta á fólk sem reynir að sannfæra þig um annað. Höfundur er skólaliði, námsmaður og frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun