„Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2021 08:12 Það þarf ekki að leita lengi á veraldarvefnum til að finna fjölda mynda á borð við þessa. Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. „Mér finnst þetta mjög vanhugsað og til marks um skeytingarleysi,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78. Regnbogafáninn hefur verið málaður hér og þar um borgina í tilefni Hinsegin daga en fyrir tveimur árum samþykkti borgarstjórn að finna fánanum varanlegan stað í borginni og skömmu síðar samþykkti samgöngu- og skipulagsráð að það yrði á Skólavörðustíg, milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Það var Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður og forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun sem fyrst vakti athygli á málinu en í færslu á Facebook sagði hún meðal annars að sér hefði þótt það til marks um einlægni og skilning á þeirri baráttu sem enn stæði yfir að borgaryfirvöld skyldu vilja koma fyrir varanlegu kennileiti um stuðning sinn. Nú er hún ekki svo viss. „Ég er aðallega döpur að fá staðfestingu á því að þarna virðist aldrei hafa komið til umræðu í þessari hugmyndavinnu, því nú er lögð áhersla á að þetta séu enn bara hugmyndir, að halda regnboganum og vinna í kringum hann,“ sagði Ragnhildur þegar Vísir ræddi við hana í gær. „Mér finnst þetta vanvirðing. Það eru tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að þarna skyldi hann vera,“ segir hún. „Ég bara skil þetta ekki.“ Ragnhildur segir stuðning Reykjavíkurborgar við Hinsegin daga hafa verið mikinn og ómetanlegan og því voni hún að þeir sem ráða hvað mestu hafi ekki verið með í ráðum þegar hugmyndirnar um nýja umgjörð voru settar fram. Hún segist vonast til að þær verði endurskoðaðar. Fyrst og fremst segist hún hissa og döpur, líkt og margir sem hafa tekið undir orð hennar á Facebook. „Það kemur mér svo á óvart að þarna sé regnboginn bara orðin einhver götuskreyting, þegar ég hélt að það væri skilningur hjá borgarstjórn á mikilvægi þessa tákns. Ég er bara pínu miður mín,“ segir Ragnhildur. Tvö ár eru ekki „varanlegt“ Í Facebook-færslu sinni segir Ragnhildur meðal annars: „Regnboginn er kennileiti í borginni, ekki tákn borgarinnar. Hann er tákn hinsegin fólks og réttindabaráttu okkar. Við erum enn hinsegin. Enn að berjast. Og sárnar að enginn virðist hafa leitt hugann að því hvað verður um regnbogann. Hann verður sjálfsagt settur upp einhvers staðar, með einhverjum hætti. Það er ekki í takt við þann eindregna stuðning sem við fundum svo skýrt fyrir þegar honum var valinn staður - varanlega - á Skólavörðustíg fyrir tveimur árum.“ Undir þetta tekur Þorbjörg. „Það er eins og þau átti sig ekki á því hvað þetta tákn er mikilvægt. Og það að hann hafi verið málaður þarna með varanlegri málningu; hvað það er stórt. Það er enginn illur ásetningur þarna að baki en þetta er bara týpísk forréttindablinda, að fólk skuli ekki fatta þetta. Það er ekki fyrr en við bendum á að það eigi að taka burtu táknið um mannréttindabaráttu okkar. Þetta er eftiráhugsun,“ sagði Þorbjörg í samtali við Vísi. Sumar í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Þorbjörg og Ragnhildur segja báðar það sama; tilfinningalega er skaðinn skeður. Það er að segja, að búið sé að afhjúpa skilningsleysið á mikilvægi regnbogafánans í augum hinsegin fólks og ekki síður þeirrar ákvörðunar á sínum tíma að gera honum hátt undir höfði á besta stað. „Það er ekkert voðanlega varanlegt það sem varir bara í tvö ár,“ segir Þorbjörg. „Því okkar barátta heldur áfram, á hverjum einasta degi. Og það er rosalega mikilvægt að hafa svona áberandi tákn um stuðning borgarinnar við hinsegin fólk. Fólk kemur alls staðar að og niður í bæ og sér þennan ótrúlega áberandi fána.“ Hún segir hinsegin fólk taka eftir öllum regnbogafánum, þeir veki hlýju og stolt í hjartanu. „Þannig að ég get ímyndað mér að þessi regnbogi hafi gert ýmislegt fyrir fullt af fólki sem hefur komið til Reykjavíkur.“ Enn er von Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að fánanum verði fundinn nýr staður og leitin að þeim stað sé þegar hafin. Þorbjörg og Ragnhildur segja staðsetninguna hins vegar skipta sköpum, á besta stað í bænum. Þá segist Ragnhildur undra sig á afstöðu borgarinnar bara útfrá almannatengslasjónarmiðum. „Ég skil ekki hvernig borgin getur hugsað sér að fjarlægja kennileiti sem hefur öðlast jafn sterkan sess í borgarlífinu. Á hverjum einasta degi eru þarna heimamenn og túristar að taka mynd við þetta tákn mannréttinda í Reykjavík,“ segir hún. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook og segir ekki of seint að „vinda ofan af þessu“. „Og það finnst mér vera verkefni okkar núna sem við stjórnvölin eru.“ Þá hefur Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lýst yfir vilja sínum til að berjst fyrir því að regnboginn verði áfram á Skólavörðustíg. Reykjavík Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Samgöngur Tengdar fréttir Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42 Skólavörðustígur verður regnbogagata Reykjavíkur Skipulags- og samgönguráð samþykkti að hinn varanlegi regnbogi yrði á Skólavörðustíg á fundi sínum í dag. 3. júlí 2019 15:29 Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
„Mér finnst þetta mjög vanhugsað og til marks um skeytingarleysi,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78. Regnbogafáninn hefur verið málaður hér og þar um borgina í tilefni Hinsegin daga en fyrir tveimur árum samþykkti borgarstjórn að finna fánanum varanlegan stað í borginni og skömmu síðar samþykkti samgöngu- og skipulagsráð að það yrði á Skólavörðustíg, milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Það var Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður og forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun sem fyrst vakti athygli á málinu en í færslu á Facebook sagði hún meðal annars að sér hefði þótt það til marks um einlægni og skilning á þeirri baráttu sem enn stæði yfir að borgaryfirvöld skyldu vilja koma fyrir varanlegu kennileiti um stuðning sinn. Nú er hún ekki svo viss. „Ég er aðallega döpur að fá staðfestingu á því að þarna virðist aldrei hafa komið til umræðu í þessari hugmyndavinnu, því nú er lögð áhersla á að þetta séu enn bara hugmyndir, að halda regnboganum og vinna í kringum hann,“ sagði Ragnhildur þegar Vísir ræddi við hana í gær. „Mér finnst þetta vanvirðing. Það eru tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að þarna skyldi hann vera,“ segir hún. „Ég bara skil þetta ekki.“ Ragnhildur segir stuðning Reykjavíkurborgar við Hinsegin daga hafa verið mikinn og ómetanlegan og því voni hún að þeir sem ráða hvað mestu hafi ekki verið með í ráðum þegar hugmyndirnar um nýja umgjörð voru settar fram. Hún segist vonast til að þær verði endurskoðaðar. Fyrst og fremst segist hún hissa og döpur, líkt og margir sem hafa tekið undir orð hennar á Facebook. „Það kemur mér svo á óvart að þarna sé regnboginn bara orðin einhver götuskreyting, þegar ég hélt að það væri skilningur hjá borgarstjórn á mikilvægi þessa tákns. Ég er bara pínu miður mín,“ segir Ragnhildur. Tvö ár eru ekki „varanlegt“ Í Facebook-færslu sinni segir Ragnhildur meðal annars: „Regnboginn er kennileiti í borginni, ekki tákn borgarinnar. Hann er tákn hinsegin fólks og réttindabaráttu okkar. Við erum enn hinsegin. Enn að berjast. Og sárnar að enginn virðist hafa leitt hugann að því hvað verður um regnbogann. Hann verður sjálfsagt settur upp einhvers staðar, með einhverjum hætti. Það er ekki í takt við þann eindregna stuðning sem við fundum svo skýrt fyrir þegar honum var valinn staður - varanlega - á Skólavörðustíg fyrir tveimur árum.“ Undir þetta tekur Þorbjörg. „Það er eins og þau átti sig ekki á því hvað þetta tákn er mikilvægt. Og það að hann hafi verið málaður þarna með varanlegri málningu; hvað það er stórt. Það er enginn illur ásetningur þarna að baki en þetta er bara týpísk forréttindablinda, að fólk skuli ekki fatta þetta. Það er ekki fyrr en við bendum á að það eigi að taka burtu táknið um mannréttindabaráttu okkar. Þetta er eftiráhugsun,“ sagði Þorbjörg í samtali við Vísi. Sumar í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Þorbjörg og Ragnhildur segja báðar það sama; tilfinningalega er skaðinn skeður. Það er að segja, að búið sé að afhjúpa skilningsleysið á mikilvægi regnbogafánans í augum hinsegin fólks og ekki síður þeirrar ákvörðunar á sínum tíma að gera honum hátt undir höfði á besta stað. „Það er ekkert voðanlega varanlegt það sem varir bara í tvö ár,“ segir Þorbjörg. „Því okkar barátta heldur áfram, á hverjum einasta degi. Og það er rosalega mikilvægt að hafa svona áberandi tákn um stuðning borgarinnar við hinsegin fólk. Fólk kemur alls staðar að og niður í bæ og sér þennan ótrúlega áberandi fána.“ Hún segir hinsegin fólk taka eftir öllum regnbogafánum, þeir veki hlýju og stolt í hjartanu. „Þannig að ég get ímyndað mér að þessi regnbogi hafi gert ýmislegt fyrir fullt af fólki sem hefur komið til Reykjavíkur.“ Enn er von Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að fánanum verði fundinn nýr staður og leitin að þeim stað sé þegar hafin. Þorbjörg og Ragnhildur segja staðsetninguna hins vegar skipta sköpum, á besta stað í bænum. Þá segist Ragnhildur undra sig á afstöðu borgarinnar bara útfrá almannatengslasjónarmiðum. „Ég skil ekki hvernig borgin getur hugsað sér að fjarlægja kennileiti sem hefur öðlast jafn sterkan sess í borgarlífinu. Á hverjum einasta degi eru þarna heimamenn og túristar að taka mynd við þetta tákn mannréttinda í Reykjavík,“ segir hún. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook og segir ekki of seint að „vinda ofan af þessu“. „Og það finnst mér vera verkefni okkar núna sem við stjórnvölin eru.“ Þá hefur Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lýst yfir vilja sínum til að berjst fyrir því að regnboginn verði áfram á Skólavörðustíg.
Reykjavík Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Samgöngur Tengdar fréttir Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42 Skólavörðustígur verður regnbogagata Reykjavíkur Skipulags- og samgönguráð samþykkti að hinn varanlegi regnbogi yrði á Skólavörðustíg á fundi sínum í dag. 3. júlí 2019 15:29 Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42
Skólavörðustígur verður regnbogagata Reykjavíkur Skipulags- og samgönguráð samþykkti að hinn varanlegi regnbogi yrði á Skólavörðustíg á fundi sínum í dag. 3. júlí 2019 15:29
Borgarstjórn samþykkti varanlegan regnboga í Reykjavík Áætlað er að regnboginn komi til framkvæmda í sumar. 4. júní 2019 19:53