Sveik út vörur fyrir 2,3 milljónir króna með kreditkorti mömmu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 13:55 Maðurinn sveik út vörur meðal annars hjá Bónus og Nova. Vísir Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa svikið út vörur frá hinum ýmsu fyrirtækjum vörur að andvirði rúmra tveggja milljóna króna, með því að hafa við kaupin notað kreditkort móður sinnar og þriggja annarra. Maðurinn var ákærður fyrir fjársvik í sex liðum en brotin áttu sér öll stað frá 20. ágúst til 29. nóvember 2013. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framið fjársvik með því að hafa svikið út vörur frá Nova, að andvirði 759.940 króna með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts móður sinnar. Maðurinn keypti þar þrjá Samsung Galaxy S4 síma, iPhone 5 og tvo iPhone 5s síma. Þá var hann ákærður fyrir að hafa svikið út eldsneyti hjá Olíuverslun Íslands að andvirði rúmra 58 þúsund króna með því að nota ÓB lykil sem greitt var fyrir með kreditkorti móður hans. Þá hafi hann svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði 370 þúsund króna með því að hringja í skrifstofu Bónus og gefa upp kortaupplýsingar tveggja greiðslukorta til kaupanna, annars vegar móður hans og hins vegar annars manns. Maðurinn hafi þá í nóvember 2013 svikið út Logitech hátalarakerfi, að andvirði 100 þúsund króna, og Asus leikjatölvu, að andvirði 300 þúsund króna, hjá Tölvulistanum. Hann hafi þar gefið upp kortaupplýsingar tveggja manna án þeirra heimildar. Maðurinn hafi jafnframt svikið út vörur hjá Elko að andvirði tæpra 675 þúsund króna með því að nota kreditkort þriðja mannsins, án hans heimildar. Maðurinn keypti í það skipti hjá Elko Samsung sjónvarp sem kostaði rúmar 600 þúsund krónur og PlayStation 3 tölvu. Fyrirtækin kröfðust öll að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta að andvirði þeirrar fjárhæðar sem hann sveik út úr fyrirtækjunum. Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á þá kröfu en dæmdi hann í skilorðsbundið fangelsi, í ljósi þess hve langt er um liðið frá því að brotin voru framin. Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir fjársvik í sex liðum en brotin áttu sér öll stað frá 20. ágúst til 29. nóvember 2013. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framið fjársvik með því að hafa svikið út vörur frá Nova, að andvirði 759.940 króna með því að gefa upp við kaupin greiðslukortaupplýsingar kreditkorts móður sinnar. Maðurinn keypti þar þrjá Samsung Galaxy S4 síma, iPhone 5 og tvo iPhone 5s síma. Þá var hann ákærður fyrir að hafa svikið út eldsneyti hjá Olíuverslun Íslands að andvirði rúmra 58 þúsund króna með því að nota ÓB lykil sem greitt var fyrir með kreditkorti móður hans. Þá hafi hann svikið út inneignarkort í verslunum Bónus að andvirði 370 þúsund króna með því að hringja í skrifstofu Bónus og gefa upp kortaupplýsingar tveggja greiðslukorta til kaupanna, annars vegar móður hans og hins vegar annars manns. Maðurinn hafi þá í nóvember 2013 svikið út Logitech hátalarakerfi, að andvirði 100 þúsund króna, og Asus leikjatölvu, að andvirði 300 þúsund króna, hjá Tölvulistanum. Hann hafi þar gefið upp kortaupplýsingar tveggja manna án þeirra heimildar. Maðurinn hafi jafnframt svikið út vörur hjá Elko að andvirði tæpra 675 þúsund króna með því að nota kreditkort þriðja mannsins, án hans heimildar. Maðurinn keypti í það skipti hjá Elko Samsung sjónvarp sem kostaði rúmar 600 þúsund krónur og PlayStation 3 tölvu. Fyrirtækin kröfðust öll að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu skaðabóta að andvirði þeirrar fjárhæðar sem hann sveik út úr fyrirtækjunum. Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á þá kröfu en dæmdi hann í skilorðsbundið fangelsi, í ljósi þess hve langt er um liðið frá því að brotin voru framin.
Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Sjá meira