Splúnkunýtt líf Kári Stefánsson skrifar 6. september 2021 18:30 Fram að þessu hefur verið nokkuð einfalt fyrir okkur Íslendinga að átta okkur á því hvernig við ættum að haga okkur í farsóttinni. Sóttvarnaryfirvöld undir stjórn Þórólfs hafa verið skýrmælt; fyrirmæli þeirra hafa skilist, hljómað sannfærandi og reynst vel. Nú er hins vegar svo komið málum að það er ómögulegt fyrir almenning að átta sig á því hvað er gangi og ég er hræddur um að það sama eigi við um sóttvarnaryfirvöld. Þau eru farin að hljóma eins og þau séu ekki alveg vissum að fyrirmæli þeirra séu öll af hinu góða og um leið og þau hætta að trúa eigin orðum er hætta á því að aðrir geri það líka. Þegar fyrirmæli sem sóttvarnaryfirvöld eru að vandræðast með skerða lífsgæði okkar er kominn tími til þess að endurskoða. Eftirfarandi er mín sýn á málið: Eins og málum er nú háttað ættum við að afnema fjöldatakmarkanir vegna þess að þær sem eru í gildi núna eru illverjanlegar; það er til dæmis erfitt að sýna fram á að smitandi einstaklingur myndi smita fleiri í 2000 manna samkomu en 200 manna. Leyfum leikhúsum og tónleikasölum að nýta öll sín sæti með þeim skilyrðum að það yrði hleypt inn og út í hollum, engin hlé og gestir sætu með sóttvarnargrímur. Kannski fælist í þessu einhver áhætta sem er erfitt að meta en hún er ekki mikil. Með þessu væri hægt að endurvekja menningarlíf í landinu og bjarga sviðslistum frá útrýmingu. Vínveitingastöðum yrði hins vegar enn um sinn lokað klukkan ellefu á kvöldin vegna þess að eins og bæði bylgja þrjú og fjögur sýndu okkur þá minnkar áfengisnotkun hömlur og breytir hegðun manna að því marki að það eykur til muna líkur á smitum. Hugmyndin um að nota hraðpróf er ekki góð. Þau eru ónákvæm, villandi og í alla staði óþörf peningaeyðsla. Við höldum áfram að verja landamærin. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Fram að þessu hefur verið nokkuð einfalt fyrir okkur Íslendinga að átta okkur á því hvernig við ættum að haga okkur í farsóttinni. Sóttvarnaryfirvöld undir stjórn Þórólfs hafa verið skýrmælt; fyrirmæli þeirra hafa skilist, hljómað sannfærandi og reynst vel. Nú er hins vegar svo komið málum að það er ómögulegt fyrir almenning að átta sig á því hvað er gangi og ég er hræddur um að það sama eigi við um sóttvarnaryfirvöld. Þau eru farin að hljóma eins og þau séu ekki alveg vissum að fyrirmæli þeirra séu öll af hinu góða og um leið og þau hætta að trúa eigin orðum er hætta á því að aðrir geri það líka. Þegar fyrirmæli sem sóttvarnaryfirvöld eru að vandræðast með skerða lífsgæði okkar er kominn tími til þess að endurskoða. Eftirfarandi er mín sýn á málið: Eins og málum er nú háttað ættum við að afnema fjöldatakmarkanir vegna þess að þær sem eru í gildi núna eru illverjanlegar; það er til dæmis erfitt að sýna fram á að smitandi einstaklingur myndi smita fleiri í 2000 manna samkomu en 200 manna. Leyfum leikhúsum og tónleikasölum að nýta öll sín sæti með þeim skilyrðum að það yrði hleypt inn og út í hollum, engin hlé og gestir sætu með sóttvarnargrímur. Kannski fælist í þessu einhver áhætta sem er erfitt að meta en hún er ekki mikil. Með þessu væri hægt að endurvekja menningarlíf í landinu og bjarga sviðslistum frá útrýmingu. Vínveitingastöðum yrði hins vegar enn um sinn lokað klukkan ellefu á kvöldin vegna þess að eins og bæði bylgja þrjú og fjögur sýndu okkur þá minnkar áfengisnotkun hömlur og breytir hegðun manna að því marki að það eykur til muna líkur á smitum. Hugmyndin um að nota hraðpróf er ekki góð. Þau eru ónákvæm, villandi og í alla staði óþörf peningaeyðsla. Við höldum áfram að verja landamærin. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar