Vilja ræða afléttingar á ríkisstjórnarfundi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2021 19:40 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Stöð 2 Ráðherrar telja rétt að ræða afléttingar á samkomubanni í ljósi faraldursins á ríkisstjórnarfundi á morgun. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í tilslakanir. Fjórða bylgja faraldursins er nú á stöðugri niðurleið þar sem sífellt færri greinast smitaðir og flestir þeirra sem greinast smitaðir eru í sóttkví þegar þeir greinast. Tuttugu og sex greindust með veiruna í gær og meirihluti þeirra var í sóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sagðist fyrir helgi telja að ríkisstjórnin ætti að skoða afléttingar í ljósi stöðunnar. „Ég bind vonir við að ríkistjórnin setjist yfir það í næstu viku og aflétti einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera gríðarlega miklar ástæður rök fyrir því að takmarka frelsi fólks svo mikið eins og við erum að gera,“ sagði hún. Ríkisstjórnin fundar á morgun og í samtali við fréttastofu segist Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sammála dómsmálaráðherra. Í ljósi faraldursins sé morgunljóst að það hljóti að stefna í afléttingar. Þrátt fyrir að ráðherrar vilji ræða afléttingar segist sóttvarnalæknir ekki hafa skilað nýjum tillögum en núgildandi reglur renna ekki út fyrr en 17. september. Tilslakanir megi þó skoða í ljósi betri stöðu. Góð tök á landamærunum séu forsendur þeirra. „Ég held að við þurfum að fara hægt eins og áður,“ segir Þórólfur. Hvað þýðir það? „Það þýðir bara að við getum ekki farið að aflétta öllu,“ segir Þórólfur. Hann segir nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar þrátt fyrir að staðan á spítalanum sé betri og enginn á gjörgæslu vegna covid. „Það má lítið út af bregða eins og við sáum í júlí þegar allt fór á flug eftir að við losuðum um allar tilslakanir innanlands. Það er ekki mikið svigrúm á spítalanum á gjörgæslunni ef spítalinn á að sinna sínu hlutverki varðandi aðra sjúklinga og svo framvegis.“ „Við erum með takmarkanir sem jú sumum finnst vera íþyngjandi en öðrum finnst ekkert vera mikið íþyngjandi,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fjórða bylgja faraldursins er nú á stöðugri niðurleið þar sem sífellt færri greinast smitaðir og flestir þeirra sem greinast smitaðir eru í sóttkví þegar þeir greinast. Tuttugu og sex greindust með veiruna í gær og meirihluti þeirra var í sóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sagðist fyrir helgi telja að ríkisstjórnin ætti að skoða afléttingar í ljósi stöðunnar. „Ég bind vonir við að ríkistjórnin setjist yfir það í næstu viku og aflétti einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera gríðarlega miklar ástæður rök fyrir því að takmarka frelsi fólks svo mikið eins og við erum að gera,“ sagði hún. Ríkisstjórnin fundar á morgun og í samtali við fréttastofu segist Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sammála dómsmálaráðherra. Í ljósi faraldursins sé morgunljóst að það hljóti að stefna í afléttingar. Þrátt fyrir að ráðherrar vilji ræða afléttingar segist sóttvarnalæknir ekki hafa skilað nýjum tillögum en núgildandi reglur renna ekki út fyrr en 17. september. Tilslakanir megi þó skoða í ljósi betri stöðu. Góð tök á landamærunum séu forsendur þeirra. „Ég held að við þurfum að fara hægt eins og áður,“ segir Þórólfur. Hvað þýðir það? „Það þýðir bara að við getum ekki farið að aflétta öllu,“ segir Þórólfur. Hann segir nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar þrátt fyrir að staðan á spítalanum sé betri og enginn á gjörgæslu vegna covid. „Það má lítið út af bregða eins og við sáum í júlí þegar allt fór á flug eftir að við losuðum um allar tilslakanir innanlands. Það er ekki mikið svigrúm á spítalanum á gjörgæslunni ef spítalinn á að sinna sínu hlutverki varðandi aðra sjúklinga og svo framvegis.“ „Við erum með takmarkanir sem jú sumum finnst vera íþyngjandi en öðrum finnst ekkert vera mikið íþyngjandi,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira