Vilja að ráðherra skoði stöðu vararíkissaksóknara Árni Sæberg skrifar 6. september 2021 22:11 Öfgar vilja að Áslaug Arna íhugi stöðu Helga Magnúsar. Vísir/Vilhelm Aðgerðasinnahópurinn Öfgar segir í ákalli til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að innan dómkerfisins finnist menn sem ítrekað hafi tekið stöðu gegn þolendum kynbundins ofbeldis. Hópurinn vekur athygli á skrifum Sigurðar Guðna Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og forseta dómstóla KSÍ á Facebooksíðu hans. Öfgar segja Sigurð taka skýra afstöðu gegn þolanda, nánar tiltekið Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, en hann birtir gögn sem tengjast máli hennar og Kolbeins Sigþórssonar. Þá rifjar Sigurður einnig upp gamlar Twitterfærslur Þórhildar, að því er virðist til að draga úr trúverðugleika hennar. Öfgar vekja athygli á því hversu margir sem líkað hafa við færslu Sigurðar eru starfandi innan dómkerfisins. Athyglisverðast finnst Öfgum að þar á meðal megi sjá Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara. „Þetta er ekki afmarkað tilfelli í nethegðun Helga Magnúsar því hann hefur ítrekað, í gegnum árin, sýnt fram á kvenfyrirlitningu, innflytjendaandúð og óþolendavæna afstöðu með netspori sínu,“ segja Öfgar um vararíkissaksóknarann. Helgi Magnús sé vanhæfur Öfgar segja netspor vararíkissaksóknara sýna skýrt að hann teljist vanhæfur til að sinna starfi sínu. Hann taki beina afstöðu gegn þolanda í færslum þar sem vegið sé að æru hennar og brotið á hennar persónuvernd. Helgi sé ekki bara gerendameðvirkur og þolendaóvænn, hann hafi einnig látið í sér heyra varðandi málefni innflytjenda og þungunarrof kvenna. Því megi ekki gleyma að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hafi sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga. Það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hún hafi þurft að gera slíkt. „Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?“ segja Öfgar. Öfgar skora á Áslaugu Örnu að skoða nefnd mál vel og að taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis. „Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara. Boltinn er hjá þér, Áslaug," segja Öfgar. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Hópurinn vekur athygli á skrifum Sigurðar Guðna Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og forseta dómstóla KSÍ á Facebooksíðu hans. Öfgar segja Sigurð taka skýra afstöðu gegn þolanda, nánar tiltekið Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, en hann birtir gögn sem tengjast máli hennar og Kolbeins Sigþórssonar. Þá rifjar Sigurður einnig upp gamlar Twitterfærslur Þórhildar, að því er virðist til að draga úr trúverðugleika hennar. Öfgar vekja athygli á því hversu margir sem líkað hafa við færslu Sigurðar eru starfandi innan dómkerfisins. Athyglisverðast finnst Öfgum að þar á meðal megi sjá Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara. „Þetta er ekki afmarkað tilfelli í nethegðun Helga Magnúsar því hann hefur ítrekað, í gegnum árin, sýnt fram á kvenfyrirlitningu, innflytjendaandúð og óþolendavæna afstöðu með netspori sínu,“ segja Öfgar um vararíkissaksóknarann. Helgi Magnús sé vanhæfur Öfgar segja netspor vararíkissaksóknara sýna skýrt að hann teljist vanhæfur til að sinna starfi sínu. Hann taki beina afstöðu gegn þolanda í færslum þar sem vegið sé að æru hennar og brotið á hennar persónuvernd. Helgi sé ekki bara gerendameðvirkur og þolendaóvænn, hann hafi einnig látið í sér heyra varðandi málefni innflytjenda og þungunarrof kvenna. Því megi ekki gleyma að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hafi sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga. Það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hún hafi þurft að gera slíkt. „Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?“ segja Öfgar. Öfgar skora á Áslaugu Örnu að skoða nefnd mál vel og að taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis. „Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara. Boltinn er hjá þér, Áslaug," segja Öfgar.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira