Hetjur landsins Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. september 2021 07:31 Þegar þið heyrið „grunnatvinnuvegur þjóðarinnar“ um hvað hugsið þið þá? Sjávarútveg, ekki satt? Hetjur hafsins, útflutningstekjur, auðlind og auðæfi. Ferðaþjónustu? Gjaldeyristekjurnar og allt sem þeirri atvinnugrein fylgir. Allt satt og rétt. Hvað ef ég held því fram að grunnatvinnuvegur þjóðarinnar sé einnig landbúnaður? Að bændur séu „hetjur landsins“? Að sveitin sé dýrmæt auðlind. Auðæfin séu ekki í formi útflutningstekna (ekki ennþá) heldur felist til dæmis í framleiðslu á heilnæmri næringu og sveitin sé okkar mikilvægasta vopn í loftslagsmálum. Að landbúnaður skiptir okkur og komandi kynslóðir öllu máli. „Hetjur landsins“ standa ekki sömu öldur og vinir þeirra hetjur hafsins. En þeirra öldur eru ekki minni og stundum er bræla í landi. Bændur verða samt að sinna sinni vinnu alla daga, alltaf. Nágrannar mínir, kúabændur, mjólka kýrnar sínar tvisvar á dag. Það gera þau líka á aðfangadag, gamlárs- og nýársdag. Afmælisdagana sína, afmælisdaga barnanna sinna og já alla aðra daga ársins. Tvisvar. Sauðfjárbændur vaka meira og minna allan maímánuð við að taka á móti lömbum, koma þeim á legg og til fjalla. Sömu lömbum eru þeir að smala allan septembermánuð. Þess á milli þarf að sá, bera á, heyja, girða, moka út, gera við hús og vélar, hirða um dýrin og hlúa að þeim, lesa í náttúruna og umhverfið, sjá um bókhaldið, skráningar og birgðahald. Þá þarf að huga að nýrri tækni, vöruþróun og nýsköpun. Hver sveitabær sem er í framleiðslu er fyrirtæki í rekstri. Rekin af einstaklingum og fjölskyldum sem leggja allt sitt í það, nótt sem nýtan dag. Enda þurfa bændur, hetjur landsins, að geta sinnt öllu þessu sem að ofan er talið og meira til. Hetjur landsins enduðu ekki óvart upp í sveit að éta hey eins og þeir birtast í bræðrunum Magnúsi og Eyjólfi Laufdal sem hafa lifað óþarflega lengi með þjóðinni. Landbúnaður er eina atvinnugreinin sem rekur háskóla fyrir sína starfsstétt, hvar búfræðinámið er hvað vinsælast. Í landbúnaði má líka finnan fjöldan allan af bændum með fjölbreytta reynslu og menntun annars staðar frá. Landbúnaður fer eins og aðrar greinar atvinnulífs í gegn um stöðugar breytingar. Breyttar framleiðsluaðferðir, kvikur neytendamarkaður og tækninni fleygir fram með öllum þeim möguleikum sem því fylgir. Starf bænda er fjölþætt, krefst aðlögunarhæfni, mikillar viðveru auk dugnaðar og sjálfstæðis. Það er því ekki of mikið að kalla þessa stétt "hetjur landsins". Ég veit að við, þjóðin, erum stolt af íslenskum landbúnaði þó ég sakni þyngdarinnar. Landbúnaður er einn grunnatvinnuvegur þjóðarinnar og dýrmæti hans gríðarmikið . Við megum og eigum að vera stolt af honum. Tökum Ítala og Frakka sem fyrirmynd. Þessar þjóðir mæta stoltar til samninga á alþjóðavísu, vopnaðar landbúnaði. Meðvituð um hversu mikil auðlind er fólgin í þeirra landbúnaðarframleiðslu. Við getum meiri að segja bætt í stoltið, toppað þetta, við eigum sér íslenskt búfjárkyn. Það eitt og sér gefur okkur forskot og aukin tækifæri. Við eigum líka góðan jarðveg, hreint vatn og orku, nú að ég tali ekki um mannauðinn. Stolt er nærandi tilfinning sem bera má á gamlan og nýjan jarðveg landbúnaðar að vild. Við erum sífellt að verða meðvitaðri um innihald matvæla, gildi næringar, hvað stendur að baki vörunni, umhverfisáhrif og fleira. Við reynum að sjá heildarmyndina. Innlend framleiðsla skiptir máli, ekki bara út frá fæðuöryggi. Það skiptir ekki bara framleiðendur máli að við, neytendur, séum stolt af landbúnaði. Það skiptir okkur sjálf og næstu kynslóðir einnig máli. Því meðvitaðri sem samfélagið allt er um vægi landbúnaðar því líklegri erum við til að nýta tækifæri framtíðar og að landbúnaður þróist og vaxi fallega með þjóðinni. Því það vex jú allt sem vel er hugsað um. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þið heyrið „grunnatvinnuvegur þjóðarinnar“ um hvað hugsið þið þá? Sjávarútveg, ekki satt? Hetjur hafsins, útflutningstekjur, auðlind og auðæfi. Ferðaþjónustu? Gjaldeyristekjurnar og allt sem þeirri atvinnugrein fylgir. Allt satt og rétt. Hvað ef ég held því fram að grunnatvinnuvegur þjóðarinnar sé einnig landbúnaður? Að bændur séu „hetjur landsins“? Að sveitin sé dýrmæt auðlind. Auðæfin séu ekki í formi útflutningstekna (ekki ennþá) heldur felist til dæmis í framleiðslu á heilnæmri næringu og sveitin sé okkar mikilvægasta vopn í loftslagsmálum. Að landbúnaður skiptir okkur og komandi kynslóðir öllu máli. „Hetjur landsins“ standa ekki sömu öldur og vinir þeirra hetjur hafsins. En þeirra öldur eru ekki minni og stundum er bræla í landi. Bændur verða samt að sinna sinni vinnu alla daga, alltaf. Nágrannar mínir, kúabændur, mjólka kýrnar sínar tvisvar á dag. Það gera þau líka á aðfangadag, gamlárs- og nýársdag. Afmælisdagana sína, afmælisdaga barnanna sinna og já alla aðra daga ársins. Tvisvar. Sauðfjárbændur vaka meira og minna allan maímánuð við að taka á móti lömbum, koma þeim á legg og til fjalla. Sömu lömbum eru þeir að smala allan septembermánuð. Þess á milli þarf að sá, bera á, heyja, girða, moka út, gera við hús og vélar, hirða um dýrin og hlúa að þeim, lesa í náttúruna og umhverfið, sjá um bókhaldið, skráningar og birgðahald. Þá þarf að huga að nýrri tækni, vöruþróun og nýsköpun. Hver sveitabær sem er í framleiðslu er fyrirtæki í rekstri. Rekin af einstaklingum og fjölskyldum sem leggja allt sitt í það, nótt sem nýtan dag. Enda þurfa bændur, hetjur landsins, að geta sinnt öllu þessu sem að ofan er talið og meira til. Hetjur landsins enduðu ekki óvart upp í sveit að éta hey eins og þeir birtast í bræðrunum Magnúsi og Eyjólfi Laufdal sem hafa lifað óþarflega lengi með þjóðinni. Landbúnaður er eina atvinnugreinin sem rekur háskóla fyrir sína starfsstétt, hvar búfræðinámið er hvað vinsælast. Í landbúnaði má líka finnan fjöldan allan af bændum með fjölbreytta reynslu og menntun annars staðar frá. Landbúnaður fer eins og aðrar greinar atvinnulífs í gegn um stöðugar breytingar. Breyttar framleiðsluaðferðir, kvikur neytendamarkaður og tækninni fleygir fram með öllum þeim möguleikum sem því fylgir. Starf bænda er fjölþætt, krefst aðlögunarhæfni, mikillar viðveru auk dugnaðar og sjálfstæðis. Það er því ekki of mikið að kalla þessa stétt "hetjur landsins". Ég veit að við, þjóðin, erum stolt af íslenskum landbúnaði þó ég sakni þyngdarinnar. Landbúnaður er einn grunnatvinnuvegur þjóðarinnar og dýrmæti hans gríðarmikið . Við megum og eigum að vera stolt af honum. Tökum Ítala og Frakka sem fyrirmynd. Þessar þjóðir mæta stoltar til samninga á alþjóðavísu, vopnaðar landbúnaði. Meðvituð um hversu mikil auðlind er fólgin í þeirra landbúnaðarframleiðslu. Við getum meiri að segja bætt í stoltið, toppað þetta, við eigum sér íslenskt búfjárkyn. Það eitt og sér gefur okkur forskot og aukin tækifæri. Við eigum líka góðan jarðveg, hreint vatn og orku, nú að ég tali ekki um mannauðinn. Stolt er nærandi tilfinning sem bera má á gamlan og nýjan jarðveg landbúnaðar að vild. Við erum sífellt að verða meðvitaðri um innihald matvæla, gildi næringar, hvað stendur að baki vörunni, umhverfisáhrif og fleira. Við reynum að sjá heildarmyndina. Innlend framleiðsla skiptir máli, ekki bara út frá fæðuöryggi. Það skiptir ekki bara framleiðendur máli að við, neytendur, séum stolt af landbúnaði. Það skiptir okkur sjálf og næstu kynslóðir einnig máli. Því meðvitaðri sem samfélagið allt er um vægi landbúnaðar því líklegri erum við til að nýta tækifæri framtíðar og að landbúnaður þróist og vaxi fallega með þjóðinni. Því það vex jú allt sem vel er hugsað um. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun