Gamalt fólk má líka velja Svandís Svavarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson skrifa 7. september 2021 11:00 Hvernig skipuleggjum við þjónustu við eldra fólk á næstu áratugum? Munum við geta notað sömu lausnir og áður? Getum við búist við því að þau sem þurfa þjónustu hugsi eins og hafi sömu væntingar til þjónustu og þau sem voru í sömu sporum fyrir 20 árum? Auðvitað eru ekki einföld svör við þessum spurningum og þær eru ekki já eða nei spurningar. Augljóst er að lausnir á verkefnum hljóta alltaf að miðast við samtímann og þann hóp sem á að njóta góðs af á hverjum tíma. Eitt sinn var sagt að við ættum ekki að byggja þjónustu fyrir eldra fólk eins og við eða foreldrar okkar gætu hugsað sér hana, heldur eins og við gætum ímyndað okkur að barnabörnin okkar vildu hafa hana. Við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á þjónustu heim. Á dagþjónustu, á helgarþjónustu og á þjónustu eftir þörfum. Við þurfum að gera ráð fyrir að hjúkrunarheimilin geti verið margs konar og með þjónustu fyrir fjölbreytt fólk með fjölbreyttar þarfir. Þau geti verið lítil og stór. Við þurfum jafnvel að gera ráð fyrir að fólk geti búið þar tímabundið og við þurfum að tryggja að áður en fólk velur að flytja á hjúkrunarheimili hafi því staðið til boða fullnægjandi þjónusta heima, á hæfingarstöðvum og dagdeildum. Við í Vinstri grænum teljum að samtalið um hvernig við byggjum þjónustu til framtíðar eigi ekki bara að fara fram í stjórnkerfinu, heldur líka við notendurna sjálfa. Við getum ekki gert ráð fyrir að jafn fjölbreyttur hópur og eldra fólk framtíðarinnar verður muni allt sækjast eftir sömu lausnunum. Það þarf að gera ráð fyrir að fólk vilji hafa val. Að það geti fengið þjónustu þegar því hentar, á sínum forsendum, þar sem því hentar. Nýlegt verkefni á Akureyri um sveigjanlega dagþjálfun sýnir okkur að þegar fólki stendur til boða að fá aukna þjónustu áður en það flytur á hjúkrunarheimili, þá velur það þá kosti fremur. Við þurfum líka að halda áfram að auka samstarf sveitarfélaga og ríkis um mismunandi þjónustuþætti. Við getum ekki látið flækjustig milli þeirra sem bera ábyrgð á þjónustunni verða að hindrun fyrir notendur. Fólk er mismunandi með mismunandi þarfir og væntingar. Hugsum þjónustu við eldra fólk á þeirra forsendum. Tryggjum eldra fólki val. Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðrvesturkjördæmi. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og skipar efsta sæti lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig skipuleggjum við þjónustu við eldra fólk á næstu áratugum? Munum við geta notað sömu lausnir og áður? Getum við búist við því að þau sem þurfa þjónustu hugsi eins og hafi sömu væntingar til þjónustu og þau sem voru í sömu sporum fyrir 20 árum? Auðvitað eru ekki einföld svör við þessum spurningum og þær eru ekki já eða nei spurningar. Augljóst er að lausnir á verkefnum hljóta alltaf að miðast við samtímann og þann hóp sem á að njóta góðs af á hverjum tíma. Eitt sinn var sagt að við ættum ekki að byggja þjónustu fyrir eldra fólk eins og við eða foreldrar okkar gætu hugsað sér hana, heldur eins og við gætum ímyndað okkur að barnabörnin okkar vildu hafa hana. Við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á þjónustu heim. Á dagþjónustu, á helgarþjónustu og á þjónustu eftir þörfum. Við þurfum að gera ráð fyrir að hjúkrunarheimilin geti verið margs konar og með þjónustu fyrir fjölbreytt fólk með fjölbreyttar þarfir. Þau geti verið lítil og stór. Við þurfum jafnvel að gera ráð fyrir að fólk geti búið þar tímabundið og við þurfum að tryggja að áður en fólk velur að flytja á hjúkrunarheimili hafi því staðið til boða fullnægjandi þjónusta heima, á hæfingarstöðvum og dagdeildum. Við í Vinstri grænum teljum að samtalið um hvernig við byggjum þjónustu til framtíðar eigi ekki bara að fara fram í stjórnkerfinu, heldur líka við notendurna sjálfa. Við getum ekki gert ráð fyrir að jafn fjölbreyttur hópur og eldra fólk framtíðarinnar verður muni allt sækjast eftir sömu lausnunum. Það þarf að gera ráð fyrir að fólk vilji hafa val. Að það geti fengið þjónustu þegar því hentar, á sínum forsendum, þar sem því hentar. Nýlegt verkefni á Akureyri um sveigjanlega dagþjálfun sýnir okkur að þegar fólki stendur til boða að fá aukna þjónustu áður en það flytur á hjúkrunarheimili, þá velur það þá kosti fremur. Við þurfum líka að halda áfram að auka samstarf sveitarfélaga og ríkis um mismunandi þjónustuþætti. Við getum ekki látið flækjustig milli þeirra sem bera ábyrgð á þjónustunni verða að hindrun fyrir notendur. Fólk er mismunandi með mismunandi þarfir og væntingar. Hugsum þjónustu við eldra fólk á þeirra forsendum. Tryggjum eldra fólki val. Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðrvesturkjördæmi. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og skipar efsta sæti lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun