Tilgangur sögunnar var væntanlega að fá fólk til þess að hugsa aðeins um það hvernig það ber sig að við að gefa einhverjum slæmar fréttir. Taka skal fram að nafninu var breytt í sögunni.
„Ég er nýsestur við borðið, að deyja úr þynnku,“ segir Auddi um samtal í veislunni.
Svo segist hann vera spurður á ótrúlega hressan hátt: „Manstu eftir Ellu? Já hún er dáin.“
Hljóðbrotið úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Auðunn segir að hann hafi orðið lítill inni í sér við að fá fréttirnar í þessum aðstæðum með þessum hætti, þetta hafi verið hræðilegt.
„Af hverju segir þú þetta svona?“ spurði hann, ósáttur við á hversu hressan hátt sorgarfréttirnar voru sagðar.
„Ég var nýsestur,“ útskýrir Auddi sem átti von á góðum fréttum miðað við það hvernig samtalið byrjaði.
„Fyrir ykkur sem eruð að hlusta, ef þið eruð að fara að segja slæmar fréttir, segið þá ég er með hræðilegar fréttir,“ bað Auðunn hlustendur hlaðvarpsins að hafa í huga. Þátturinn í heild sinni verður aðgengilegur áskrifendum á vef hlaðvarpsins.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.