Ráðleggur fólki að færa föstudagspítsuna til sunnudags Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. september 2021 16:30 Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ráðleggur fólki að færa föstudagspítsuna til sunnudags. Þannig segir hann að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu fyrir helgina. Stöð 2 Egill Einarsson, einkaþjálfari segir að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Allt snúist þetta um magn og hlutfall þess sem þú borðar. Hann segir föstudagspítsuhefð Íslendinga þó vera ákveðið vandamál og mælir frekar með því að fólk færi pítsuátið yfir á sunnudag. „Matarræðið er hundrað prósent af árangrinum. Þú getur æft þrisvar á dag og matarræðið er í rugli og þá gerist ekki neitt,“ segir Egill, einnig þekktur sem Gillz. Hann tekur sem dæmi golfara. Hann segir golf vera fínustu hreyfingu en að golfarar skemmi síðan fyrir sér inni í golfskálanum þar sem þeir gæði sér á hamborgara, frönskum, kokteilsósu og sex bjórum. „Golfarar eru í alvöru veseni á sumrin. Ég hef aldrei fengið til mín golfara sem er í betra formi eftir sumarið. Það gerist ekki.“ Egill segist aftur á móti vera hlynntur því að fólk taki sér sína svindldaga einu sinni í viku. Það sé ekki raunhæft að ætla aldrei að leyfa sér neitt. „Þá ertu komin út í einhverja klikkun sko. Þegar þú ferð út í öfgar þá endar það alltaf með skell,“ segir hann. „Alvöru vesen að biðja fólk um þetta því þetta er hefð“ Flestir Íslendingar kannast við þá hefð að þá sér pítsu á föstudegi. Að mati Egils getur sú hefð þó verið ákveðið vandamál þar sem sukkið eigi það til að teygja sig yfir alla helgina. „Laugardagurinn verður aldrei hundrað prósent og svo er sunnudagurinn líka slakur. Þá er helmingurinn af vikunni orðinn sukk.“ Egill ráðleggur sínum kúnnum því að færa föstudagspítsuna yfir á sunnudag, þó við misjafnar undirtektir. „Þetta er oft bara krísa á heimilinu þegar ég sting upp á þessu. Fólk er bara: „Ha? Hvað með pítsuna á föstudegi? Er ekki í lagi með þig?“. Það er alvöru vesen að biðja fólk um þetta, því þetta er hefð hjá fólki.“ Með því að færa pítsuna yfir á sunnudag segir Egill að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu yfir helgina. „Þú getur haldið föstudeginum góðum. Laugardagurinn getur verið ágætur, sérstaklega ef þú hreyfir þig, þá er auðveldara að borða hollt þann daginn. Síðan tekurðu pítsu á sunnudagskvöldinu og næsta dag ertu bara mættur í vinnu og í rútínu.“ Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form Egill ítrekar þó að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Hann segir að einstaklingur sem sé að reyna koma sér í form geti borðað sama kvöldmat og aðrir heimilismenn svo lengi sem hann sé meðvitaður um magn og hlutföll. „Ef það er hakk og spaghettí, þá myndi hann bara borða meira af hakki og minna af spaghettí. Þá getur fjölskyldan alveg borðað það sama. Þetta þarf ekkert að vera stórkostlega mikið vesen.“ Þá segist Egill ekki hlynntur of miklum boðum og bönnum. „Ef ég fæ til mín bjórdrykkjufólk í þjálfun, þá segi ég aldrei „Hey þú verður að slaka á í bjórnum“. Því þú verður að leyfa fólki að lifa á sama tíma og það er að koma sér í form. Þegar þetta er orðið leiðinlegt þá nennirðu þessu ekki.“ Aftur á móti ráðleggur hann fólki að skipta yfir í „light“ bjór og taka til í matarræðinu á móti. Allt snúist þetta um jafnvægi. „Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form.“ Heilsa Matur Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
„Matarræðið er hundrað prósent af árangrinum. Þú getur æft þrisvar á dag og matarræðið er í rugli og þá gerist ekki neitt,“ segir Egill, einnig þekktur sem Gillz. Hann tekur sem dæmi golfara. Hann segir golf vera fínustu hreyfingu en að golfarar skemmi síðan fyrir sér inni í golfskálanum þar sem þeir gæði sér á hamborgara, frönskum, kokteilsósu og sex bjórum. „Golfarar eru í alvöru veseni á sumrin. Ég hef aldrei fengið til mín golfara sem er í betra formi eftir sumarið. Það gerist ekki.“ Egill segist aftur á móti vera hlynntur því að fólk taki sér sína svindldaga einu sinni í viku. Það sé ekki raunhæft að ætla aldrei að leyfa sér neitt. „Þá ertu komin út í einhverja klikkun sko. Þegar þú ferð út í öfgar þá endar það alltaf með skell,“ segir hann. „Alvöru vesen að biðja fólk um þetta því þetta er hefð“ Flestir Íslendingar kannast við þá hefð að þá sér pítsu á föstudegi. Að mati Egils getur sú hefð þó verið ákveðið vandamál þar sem sukkið eigi það til að teygja sig yfir alla helgina. „Laugardagurinn verður aldrei hundrað prósent og svo er sunnudagurinn líka slakur. Þá er helmingurinn af vikunni orðinn sukk.“ Egill ráðleggur sínum kúnnum því að færa föstudagspítsuna yfir á sunnudag, þó við misjafnar undirtektir. „Þetta er oft bara krísa á heimilinu þegar ég sting upp á þessu. Fólk er bara: „Ha? Hvað með pítsuna á föstudegi? Er ekki í lagi með þig?“. Það er alvöru vesen að biðja fólk um þetta, því þetta er hefð hjá fólki.“ Með því að færa pítsuna yfir á sunnudag segir Egill að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu yfir helgina. „Þú getur haldið föstudeginum góðum. Laugardagurinn getur verið ágætur, sérstaklega ef þú hreyfir þig, þá er auðveldara að borða hollt þann daginn. Síðan tekurðu pítsu á sunnudagskvöldinu og næsta dag ertu bara mættur í vinnu og í rútínu.“ Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form Egill ítrekar þó að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Hann segir að einstaklingur sem sé að reyna koma sér í form geti borðað sama kvöldmat og aðrir heimilismenn svo lengi sem hann sé meðvitaður um magn og hlutföll. „Ef það er hakk og spaghettí, þá myndi hann bara borða meira af hakki og minna af spaghettí. Þá getur fjölskyldan alveg borðað það sama. Þetta þarf ekkert að vera stórkostlega mikið vesen.“ Þá segist Egill ekki hlynntur of miklum boðum og bönnum. „Ef ég fæ til mín bjórdrykkjufólk í þjálfun, þá segi ég aldrei „Hey þú verður að slaka á í bjórnum“. Því þú verður að leyfa fólki að lifa á sama tíma og það er að koma sér í form. Þegar þetta er orðið leiðinlegt þá nennirðu þessu ekki.“ Aftur á móti ráðleggur hann fólki að skipta yfir í „light“ bjór og taka til í matarræðinu á móti. Allt snúist þetta um jafnvægi. „Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form.“
Heilsa Matur Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira