Göngugötur Regnbogans Líf Magneudóttir skrifar 7. september 2021 16:01 Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál. Það er því vel skiljanlegt að hinsegin samfélaginu finnst komið aftan að sér með nýrri forhönnun að stækkun göngusvæðisins í miðborginni, þar sem ekki var hugað að regnboganum í forsendum hönnunar. Þetta hefði auðvitað átt að fara saman og hefur umræðan undanfarna daga enn og aftur sýnt okkur hversu sterkt og mikilvægt tákn regnboginn er í hugum fólks. Og fallegt kennileiti í Reykjavík. Göngugötur eru í mínum huga líka táknrænar eins og regnboginn og lýsandi fyrir þær áherslur sem stjórnvöld standa fyrir. Á göngugötum er fólk og umhverfi þess í öndvegi. Þar eigum við öll að geta komið saman – hvernig sem við erum – í öllum okkar fjölbreytileika – eins og allir litir regnbogans og fleiri til. Nýja hönnunin á Skólavörðustíg sem göngugötu þarf ekki að útiloka regnbogann, nema síður sé. Þær fögru og frábæru hugmyndir sem hönnunarteymið vann fyrir Reykjavík eru listaverk út af fyrir sig þar sem tekið var tillit til flest allra þeirra mikilvægu þátta sem huga þarf að í hönnun göngugatna og við borgarhönnun. Hafi þeir hrós fyrir. Ég er jafnframt þeirrrar skoðunar og sannfærðari en nokkru sinni fyrr að það hefði átt að stækka göngugötusvæðið allt upp eftir Skólavörðustígnum. Regnboginnn hefði mátt flæða upp eftir og til hliðar, umlykja gamla hegningarhúsið þar sem Guðmundur Sigurjónsson, Guðmundur glímukappi, var árið 1924 kærður og sendur í fangelsi fyrir að hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er okkur fjarstæðukennt á Íslandi í dag sem betur fer og til vitnis um hvað hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks – barátta sem hefur verið háð upp á líf og dauða – barátta háð fyrir tilverurétti hinsegin fólks og samfélagi fjölbreytileikans. Framkvæmdir við Skólavörðustíginn og gerð göngugatna eru ekki hafnar. Hugmyndir um útfærslu göngusvæðisins eru aftur á móti komnar fram. Við skulum hafa skoðanir á þeim og rýna þær til gagns og ræða þær. Næst á dagskrá er að eiga samtal um regnbogann yfir göngusvæðinu við hinsegin samfélagið, borgarhönnuðina, stjórnvöld og íbúa borgarinnar. Ég er sannfærð um að slíkt samtal skili okkur útkomu sem við getum öll verið ánægð með og stolt af. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Hinsegin Göngugötur Borgarstjórn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál. Það er því vel skiljanlegt að hinsegin samfélaginu finnst komið aftan að sér með nýrri forhönnun að stækkun göngusvæðisins í miðborginni, þar sem ekki var hugað að regnboganum í forsendum hönnunar. Þetta hefði auðvitað átt að fara saman og hefur umræðan undanfarna daga enn og aftur sýnt okkur hversu sterkt og mikilvægt tákn regnboginn er í hugum fólks. Og fallegt kennileiti í Reykjavík. Göngugötur eru í mínum huga líka táknrænar eins og regnboginn og lýsandi fyrir þær áherslur sem stjórnvöld standa fyrir. Á göngugötum er fólk og umhverfi þess í öndvegi. Þar eigum við öll að geta komið saman – hvernig sem við erum – í öllum okkar fjölbreytileika – eins og allir litir regnbogans og fleiri til. Nýja hönnunin á Skólavörðustíg sem göngugötu þarf ekki að útiloka regnbogann, nema síður sé. Þær fögru og frábæru hugmyndir sem hönnunarteymið vann fyrir Reykjavík eru listaverk út af fyrir sig þar sem tekið var tillit til flest allra þeirra mikilvægu þátta sem huga þarf að í hönnun göngugatna og við borgarhönnun. Hafi þeir hrós fyrir. Ég er jafnframt þeirrrar skoðunar og sannfærðari en nokkru sinni fyrr að það hefði átt að stækka göngugötusvæðið allt upp eftir Skólavörðustígnum. Regnboginnn hefði mátt flæða upp eftir og til hliðar, umlykja gamla hegningarhúsið þar sem Guðmundur Sigurjónsson, Guðmundur glímukappi, var árið 1924 kærður og sendur í fangelsi fyrir að hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er okkur fjarstæðukennt á Íslandi í dag sem betur fer og til vitnis um hvað hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks – barátta sem hefur verið háð upp á líf og dauða – barátta háð fyrir tilverurétti hinsegin fólks og samfélagi fjölbreytileikans. Framkvæmdir við Skólavörðustíginn og gerð göngugatna eru ekki hafnar. Hugmyndir um útfærslu göngusvæðisins eru aftur á móti komnar fram. Við skulum hafa skoðanir á þeim og rýna þær til gagns og ræða þær. Næst á dagskrá er að eiga samtal um regnbogann yfir göngusvæðinu við hinsegin samfélagið, borgarhönnuðina, stjórnvöld og íbúa borgarinnar. Ég er sannfærð um að slíkt samtal skili okkur útkomu sem við getum öll verið ánægð með og stolt af. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar