Bjarni með pálmann í höndunum samkvæmt könnun Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2021 19:46 Samkvæmt könnun Maskínu gæti Bjarni Benediktsson boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn ef Katrín Jakobsdóttir hugsar sér til hreyfings að loknum kosningu. Það yrði eina önnur þriggja flokka stjórnin í boði. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins er með pálmann í höndunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Ríkisstjórnin héldi velli og Miðflokkurinn næði ekki inn manni. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi í nýrri könnun Maskínu frá fyrri könnun í ágúst og mælist nú með 23,9 prósent. En vikmörkin í könnuninni eru að meðaltali í kringum eitt prósent. Vinstri græn dala um tæp tvö prósentustig og mælast nú með 12,5 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi 11,5 prósent. Samfylkingin mælist með 12,3 prósent, Viðreisn 11,7 prósent, Píratar 11,2 prósent og Sósíalistaflokkurinn 7,9 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengju hvor um sig 4,5 prósent. Stöð 2/Helgi Samkvæmt könnun Maskínu fengi Sjálfstæðisflokkurinn sautján þingmenn, Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar fengju hver um sig átta þingmenn. Þar á eftir kæmi Sósíalistaflokkurinn með fimm og Flokkur fólksins næði inn einum kjördæmakjörnum þingmanni á Suðurlandi. Miðflokkurinn myndi hins vegar þurkast út af þingi. Ef þetta yrði niðurstaðan er komin upp forvitnileg staða við myndun nýrrar ríkisstjórnar og þar hefði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur pálmann í höndunum. Núverandi ríkisstjórn flokksins með Vinstri grænum og Framsóknarflokki gæti starfað áfram með þrjátíu og þrjá þingmenn. Samfylkingin og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með þrengist um stjórnarmyndanir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gæti vissulega tekið upp viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn um myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar sem hefði þrjátíu og tvo þingmenn á bakvið sig. Hún gæti einnig fjölgað möguleikunum ef Framsókn kæmi í stað einhverra stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, þannig að Framsókn kæmi í stað Pírata, Viðreisnar eða Samfylkingar. Allt yrðu þetta fjögurra flokka ríkisstjórnir og allar með þrjátíu og tvo þingmenn. Almennt telja flokksleiðtogar æskilegt að hafa eins fáa flokka í ríkisstjórn og hægt er. Þannig að ef Katrín hugsaði sér til hreyfings við þessar aðstæður gæti Bjarni boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn sem hefði eins og núverandi stjórnarflokkar í könnuninni 33 þingmenn á bakvið sig. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi í nýrri könnun Maskínu frá fyrri könnun í ágúst og mælist nú með 23,9 prósent. En vikmörkin í könnuninni eru að meðaltali í kringum eitt prósent. Vinstri græn dala um tæp tvö prósentustig og mælast nú með 12,5 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi 11,5 prósent. Samfylkingin mælist með 12,3 prósent, Viðreisn 11,7 prósent, Píratar 11,2 prósent og Sósíalistaflokkurinn 7,9 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengju hvor um sig 4,5 prósent. Stöð 2/Helgi Samkvæmt könnun Maskínu fengi Sjálfstæðisflokkurinn sautján þingmenn, Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar fengju hver um sig átta þingmenn. Þar á eftir kæmi Sósíalistaflokkurinn með fimm og Flokkur fólksins næði inn einum kjördæmakjörnum þingmanni á Suðurlandi. Miðflokkurinn myndi hins vegar þurkast út af þingi. Ef þetta yrði niðurstaðan er komin upp forvitnileg staða við myndun nýrrar ríkisstjórnar og þar hefði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur pálmann í höndunum. Núverandi ríkisstjórn flokksins með Vinstri grænum og Framsóknarflokki gæti starfað áfram með þrjátíu og þrjá þingmenn. Samfylkingin og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með þrengist um stjórnarmyndanir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gæti vissulega tekið upp viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn um myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar sem hefði þrjátíu og tvo þingmenn á bakvið sig. Hún gæti einnig fjölgað möguleikunum ef Framsókn kæmi í stað einhverra stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, þannig að Framsókn kæmi í stað Pírata, Viðreisnar eða Samfylkingar. Allt yrðu þetta fjögurra flokka ríkisstjórnir og allar með þrjátíu og tvo þingmenn. Almennt telja flokksleiðtogar æskilegt að hafa eins fáa flokka í ríkisstjórn og hægt er. Þannig að ef Katrín hugsaði sér til hreyfings við þessar aðstæður gæti Bjarni boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn sem hefði eins og núverandi stjórnarflokkar í könnuninni 33 þingmenn á bakvið sig.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira