Dómurinn fellst þannig á kröfu lögmanns félags Michele Ballarin, USAerospace Partners, sem keypti eignir í þrotabúi WOW air á sínum tíma. Fréttalbaðið greindi frá þessu í morgun.
Þar segir lögmaðurinn, Páll Ágúst Pálsson, að flugrekstrarbækur WOW air hafi ekki fundist í fórum félagsins og telur að nokkrir einstaklingar geti varpað ljósi á það hvar þessar bækur sé að finna. Hann óskaði eftir því í júní að Héraðsdómur Reykjaness myndi kveðja ellefu einstaklinga til vitnaleiðslu.
Dómurinn hefur fallist á að kalla fjóra fyrir; Finnboga Karl Bjarnason, sem er flugrekstrarstjóri Play og gegndi einnig þeirri stöðu hjá WOW air, Arnar Má Magnússon, fyrrverandi forstjóra Play sem gegndi ábyrgðarstörfum hjá WOW air, Margréti Hrefnu Pétursdóttur, sem er öryggis- og gæðastjóri hjá Play og gegndi sama starfi hjá WOW og loks Svein Andra Sveinsson, annan tveggja skiptastjóra WOW.
Sveinn Andri Sveinsson hefur áður sagt í tölvupósti við Samgöngustofu að hann hafi fengið upplýsingar um að stofnendur Play hefðu notast við afritaðar handbækur WOW.