Verðlaunamyndir frá Cannes sýndar á RIFF Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2021 17:00 Stilla úr myndinni Drive My Car. Fjöldi verðlaunamynda frá Cannes verða sýndar í flokknum fyrir Opnu hafi á RIFF hátíðinni í ár. „Þennan flokk skipa splunkunýjar, sérvaldar myndir frá framúrskarandi, hæfileikaríkum leikstjórum sem njóta mikillar virðingar í kvikmyndaheiminum. Helmingur myndanna í þessu flokki hlaut annað hvort tilnefningu eða verðlaun á Cannes hátíðinni í sumar,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Meðal þeirra mynda sem koma beint frá Cannes er Kú/Cow eftir óskarsverðlaunahafann Andreu Arnold þar sem daglegu lífi kúnnar Lumu er fylgt eftir um nokkura ára skeið. Önnur mynd sem gerði það gott á Cannes í sumar er Keyra bílinn minn/Drive My Car eftir Ryûsuke Hamaguchi, myndin er aðlögun á smásögunni „Karlar án kvenna“ eftir Haruki Murakami og tók hún heim þrenn verðlaun á Cannes í sumar af fjórum tilnefningum. Frá RIFFRIFF Fjórða myndin sem tilnefnd var á Cannes og tók heim verðlaun er Stóra frelsi sem fjallar um Hans sem er samkynhneigður og verður ástfanginn af morðingja. Önnur mynd í Opnu hafi sem fékk tilnefningu til gullpálmans var Flensa Petrovs sem fjallar um dag í lífi myndasöguhöfundarins Petrovs og fjölskyldu hans í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna Síðasta kvikmyndasýningin eða Last Film Show fjallar um dreng sem heillaðist svo af kvikmyndum að hann gaf hádegismatinn sinn til sýningarstjóra á hverjum degi til að komast í bíó. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og verður Pan Nalin leikstjóri myndarinnar viðstaddur sýninguna. Brighton fjórða um fyrrum fjölbragðaglímukappa sem ferðast til Brooklyn til að bjarga syni sínum úr fjárhættuspilaskuld hlaut þrenn verðlaun á Tribeca í sumar. Tungl 66 spurningar fallar um unga konu sem kynnist föður sínum upp á nýtt á sjúrkabeði hans. Síðast en ekki síst er það myndin Ég er þinn maður eftir Maria Schrader sem hlaut Silfubjörninn í Berlín fyrir bestu leikframmistöðu. En myndin fjallar um konu sem býr í þrjár vikur með vélmenni sem er hannað til að bera öll einkenni manneskju. Nánar má lesa um myndirnar hér fyrir neðan og fyrir þá sem vilja tryggja sér passa eða klippikort á hátíðina sem hefst í lok mánaðar, er hægt að gera það hér. Síðasta kvikmyndasýningin / Last Film Show Samay er 9 ára drengur sem býr með fjölskyldu sinni í afskektu þorpi í Indlandi. Þegar hann uppgötvar kvikmyndir í fyrsta sinn verður hann gjörsamlega heillaður. Gegn vilja föður síns stelst hann í bíó á hverjum degi til að horfa á kvikmyndir. Hann gerir sýningarstjórann að vini sýnum og borgar honum fyrir sýningarnar með hádegismatnum sínum. Hann uppgötvar fljótt að sögur verða ljós, ljós festist á filmu og filmur gera draumin að veruleika. Sýnishorn úr mynd. Brighton fjórða / Brighton 4th Fyrrum fjölbragðaglímukappi ferðast frá Tblísí til Brooklyn til að bjarga syni sínum úr fjárhættuspilaskuld. Hann manar lánadrottinn í hringinn með því skilyrði, að ef hann sigri sé drengurinn laus allra mála. Myndin vann þrenn verðlaun á Tribeca hátíðinni í sumar fyrir besta leikara í aðalhlutverki, besta myndin og besta handritið í alþjóðlega flokknum. Keyra bílinn minn / Drive My Car Aðlögun á smásögunni „Karlar án kvenna“ eftir Haruki Murakami. Leikstjóri, sem nýlega missti konuna sína, er boðið að stýra leikriti á hátíð í Híróshíma. Bílstjórinn hans er stóísk kona og með þeim myndast trúnaðarsamband. Myndin fékk fjórar tilnefningar á Cannes, þar af þrenn verðlaun ein þeirra fyrir besta handrit. Sýnishorn úr mynd. Stóra frelsi / Große Freiheit / Great Freedom (LGBTQ+) Í Þýskalandi eftirstríðsáranna situr Hans ítrekað bak við lás og slá sökum kynhneigðar sinnar. Honum býður við klefafélaganum, dæmdum morðingja, en með tímanum takast með þeim ástir. Fjórar tilnefningar og þrenn verðlaun. Þar af Un Certain Regard Jury Price á Cannes. Tungl, 66 spurningar / Selene 66 Questions / Moon, 66 questions / Ung kona sem býr í París þarf að snúa aftur til Aþenu til að annast föður sinn, sem hún hefur fjarlægst. Yfir tilfinningasamt sumar kemst hún að ýmsu leyndu í hans fari og samband þeirra grær fyrir vikið. Fimm tilnefningar og ein verðlaun. Flensa Petrovs / Петровы в гриппе / Petrov’s Flu Dagur í lífi myndasöguhöfundarins Petrovs og fjölskyldu hans í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna. Lasinn Petrov er borinn af vininum Igor yfir dágóðan spöl og flakkar milli heima í huganum. Sýnishorn úr mynd. Ég er þinn maður / Ich bin dein Mensch / I‘m Your Man Vísindakona samþykkir að taka þátt í óvenjulegri tilraun. Í þrjár vikur þarf hún að lifa með vélmenni með gervigreind, sem hefur öll einkenni manneskju og er hannað til þess að verða að fullkomnum lífsförunaut hennar. Sýnishorn úr mynd. Kýr / Cow Fyrsta heimildarmynd breska verðlaunaleikstjórans Andreu Arnold er hápólitísk og dregur upp nærmynd af hversdagslífi tveggja kúa. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og fjallar um kúnna Lumu, útfrá sjónarhorni Lumu, og daglegt líf hennar yfir nokkur ár. Manneskjur koma lítið við sögu nema þegar hugað er að kúnni í daglegu lífi hennar. Sýnishorn úr mynd. Allar fréttir okkar tengdar RIFF má finna HÉR! RIFF Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Joker sýnd í Hörpu á RIFF: Tónlist Hildar Guðna flutt af Kvikmyndahljómsveit Íslands Tónlist af ýmsu tagi verður í forgrunni á RIFF í ár sem hefst í lok mánaðar, þann 30. september til 10. október. Meðal annars verður sérstök sýning á Óskarsverðlaunamyndinni Joker við undirspil hljóðfæraleikara. 6. september 2021 17:10 Nýjasta tækni og kvikmyndir á RIFF í ár Hvar liggja mörkin milli kvikmynda og tölvuleikja? Þessari spurningu er velt upp á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð Reykjavíkur í ár, í nýjum flokki sem ber nafnið Nýjasta tækni og kvikmyndir, eða RIFF XR upp á ensku. 3. september 2021 10:31 Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35 Holland í fókus á RIFF hátíðinni í september RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett með pompi og prakt þann 30. september næstkomandi. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin og þarf verða frumsýndar fjölbreyttar myndir eins og Benedetta eftir Paul Verhoeven. 12. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Þennan flokk skipa splunkunýjar, sérvaldar myndir frá framúrskarandi, hæfileikaríkum leikstjórum sem njóta mikillar virðingar í kvikmyndaheiminum. Helmingur myndanna í þessu flokki hlaut annað hvort tilnefningu eða verðlaun á Cannes hátíðinni í sumar,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Meðal þeirra mynda sem koma beint frá Cannes er Kú/Cow eftir óskarsverðlaunahafann Andreu Arnold þar sem daglegu lífi kúnnar Lumu er fylgt eftir um nokkura ára skeið. Önnur mynd sem gerði það gott á Cannes í sumar er Keyra bílinn minn/Drive My Car eftir Ryûsuke Hamaguchi, myndin er aðlögun á smásögunni „Karlar án kvenna“ eftir Haruki Murakami og tók hún heim þrenn verðlaun á Cannes í sumar af fjórum tilnefningum. Frá RIFFRIFF Fjórða myndin sem tilnefnd var á Cannes og tók heim verðlaun er Stóra frelsi sem fjallar um Hans sem er samkynhneigður og verður ástfanginn af morðingja. Önnur mynd í Opnu hafi sem fékk tilnefningu til gullpálmans var Flensa Petrovs sem fjallar um dag í lífi myndasöguhöfundarins Petrovs og fjölskyldu hans í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna Síðasta kvikmyndasýningin eða Last Film Show fjallar um dreng sem heillaðist svo af kvikmyndum að hann gaf hádegismatinn sinn til sýningarstjóra á hverjum degi til að komast í bíó. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og verður Pan Nalin leikstjóri myndarinnar viðstaddur sýninguna. Brighton fjórða um fyrrum fjölbragðaglímukappa sem ferðast til Brooklyn til að bjarga syni sínum úr fjárhættuspilaskuld hlaut þrenn verðlaun á Tribeca í sumar. Tungl 66 spurningar fallar um unga konu sem kynnist föður sínum upp á nýtt á sjúrkabeði hans. Síðast en ekki síst er það myndin Ég er þinn maður eftir Maria Schrader sem hlaut Silfubjörninn í Berlín fyrir bestu leikframmistöðu. En myndin fjallar um konu sem býr í þrjár vikur með vélmenni sem er hannað til að bera öll einkenni manneskju. Nánar má lesa um myndirnar hér fyrir neðan og fyrir þá sem vilja tryggja sér passa eða klippikort á hátíðina sem hefst í lok mánaðar, er hægt að gera það hér. Síðasta kvikmyndasýningin / Last Film Show Samay er 9 ára drengur sem býr með fjölskyldu sinni í afskektu þorpi í Indlandi. Þegar hann uppgötvar kvikmyndir í fyrsta sinn verður hann gjörsamlega heillaður. Gegn vilja föður síns stelst hann í bíó á hverjum degi til að horfa á kvikmyndir. Hann gerir sýningarstjórann að vini sýnum og borgar honum fyrir sýningarnar með hádegismatnum sínum. Hann uppgötvar fljótt að sögur verða ljós, ljós festist á filmu og filmur gera draumin að veruleika. Sýnishorn úr mynd. Brighton fjórða / Brighton 4th Fyrrum fjölbragðaglímukappi ferðast frá Tblísí til Brooklyn til að bjarga syni sínum úr fjárhættuspilaskuld. Hann manar lánadrottinn í hringinn með því skilyrði, að ef hann sigri sé drengurinn laus allra mála. Myndin vann þrenn verðlaun á Tribeca hátíðinni í sumar fyrir besta leikara í aðalhlutverki, besta myndin og besta handritið í alþjóðlega flokknum. Keyra bílinn minn / Drive My Car Aðlögun á smásögunni „Karlar án kvenna“ eftir Haruki Murakami. Leikstjóri, sem nýlega missti konuna sína, er boðið að stýra leikriti á hátíð í Híróshíma. Bílstjórinn hans er stóísk kona og með þeim myndast trúnaðarsamband. Myndin fékk fjórar tilnefningar á Cannes, þar af þrenn verðlaun ein þeirra fyrir besta handrit. Sýnishorn úr mynd. Stóra frelsi / Große Freiheit / Great Freedom (LGBTQ+) Í Þýskalandi eftirstríðsáranna situr Hans ítrekað bak við lás og slá sökum kynhneigðar sinnar. Honum býður við klefafélaganum, dæmdum morðingja, en með tímanum takast með þeim ástir. Fjórar tilnefningar og þrenn verðlaun. Þar af Un Certain Regard Jury Price á Cannes. Tungl, 66 spurningar / Selene 66 Questions / Moon, 66 questions / Ung kona sem býr í París þarf að snúa aftur til Aþenu til að annast föður sinn, sem hún hefur fjarlægst. Yfir tilfinningasamt sumar kemst hún að ýmsu leyndu í hans fari og samband þeirra grær fyrir vikið. Fimm tilnefningar og ein verðlaun. Flensa Petrovs / Петровы в гриппе / Petrov’s Flu Dagur í lífi myndasöguhöfundarins Petrovs og fjölskyldu hans í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna. Lasinn Petrov er borinn af vininum Igor yfir dágóðan spöl og flakkar milli heima í huganum. Sýnishorn úr mynd. Ég er þinn maður / Ich bin dein Mensch / I‘m Your Man Vísindakona samþykkir að taka þátt í óvenjulegri tilraun. Í þrjár vikur þarf hún að lifa með vélmenni með gervigreind, sem hefur öll einkenni manneskju og er hannað til þess að verða að fullkomnum lífsförunaut hennar. Sýnishorn úr mynd. Kýr / Cow Fyrsta heimildarmynd breska verðlaunaleikstjórans Andreu Arnold er hápólitísk og dregur upp nærmynd af hversdagslífi tveggja kúa. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og fjallar um kúnna Lumu, útfrá sjónarhorni Lumu, og daglegt líf hennar yfir nokkur ár. Manneskjur koma lítið við sögu nema þegar hugað er að kúnni í daglegu lífi hennar. Sýnishorn úr mynd. Allar fréttir okkar tengdar RIFF má finna HÉR!
RIFF Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Joker sýnd í Hörpu á RIFF: Tónlist Hildar Guðna flutt af Kvikmyndahljómsveit Íslands Tónlist af ýmsu tagi verður í forgrunni á RIFF í ár sem hefst í lok mánaðar, þann 30. september til 10. október. Meðal annars verður sérstök sýning á Óskarsverðlaunamyndinni Joker við undirspil hljóðfæraleikara. 6. september 2021 17:10 Nýjasta tækni og kvikmyndir á RIFF í ár Hvar liggja mörkin milli kvikmynda og tölvuleikja? Þessari spurningu er velt upp á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð Reykjavíkur í ár, í nýjum flokki sem ber nafnið Nýjasta tækni og kvikmyndir, eða RIFF XR upp á ensku. 3. september 2021 10:31 Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35 Holland í fókus á RIFF hátíðinni í september RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett með pompi og prakt þann 30. september næstkomandi. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin og þarf verða frumsýndar fjölbreyttar myndir eins og Benedetta eftir Paul Verhoeven. 12. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Joker sýnd í Hörpu á RIFF: Tónlist Hildar Guðna flutt af Kvikmyndahljómsveit Íslands Tónlist af ýmsu tagi verður í forgrunni á RIFF í ár sem hefst í lok mánaðar, þann 30. september til 10. október. Meðal annars verður sérstök sýning á Óskarsverðlaunamyndinni Joker við undirspil hljóðfæraleikara. 6. september 2021 17:10
Nýjasta tækni og kvikmyndir á RIFF í ár Hvar liggja mörkin milli kvikmynda og tölvuleikja? Þessari spurningu er velt upp á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð Reykjavíkur í ár, í nýjum flokki sem ber nafnið Nýjasta tækni og kvikmyndir, eða RIFF XR upp á ensku. 3. september 2021 10:31
Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35
Holland í fókus á RIFF hátíðinni í september RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett með pompi og prakt þann 30. september næstkomandi. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin og þarf verða frumsýndar fjölbreyttar myndir eins og Benedetta eftir Paul Verhoeven. 12. ágúst 2021 15:30