Lífeyrissjóðssukk Rúnar Gunnarsson skrifar 8. september 2021 17:00 Okkur Pírötum er mjög hugleikin spilling í hvaða mynd sem hún birtist. Þess vegna er baráttan gegn henni eitt af helstu áherslumálum okkar fyrir kosningarnar. Ekki alls fyrir löngu kom upp alvarlegt mál þar sem fyrirtæki sem sinnti þjónustu við lífeyrissjóðina komst upp með að raka til sín fé með vafasömum hætti. Það er með ólíkindum að slíkt hafi getað farið fram óáreitt í langan tíma. Málið var að sjálfsögðu sett í ferli og skrifuð skýrsla - sem skilar svo engu því ekki má birta skýrsluna, eins og sjá má í umfjöllun Kjarnans frá 16. ágúst. Einungis er vilji til að birta helstu niðurstöður úr úttektinni. Það eitt segir manni að eitthvað er í henni sem þarf að fela svo að þeir sem hlut eiga að máli geti falið slóðina. Mér finnst það alveg galið að þetta skuli geta gerst, en það er kannski ekki svo skrýtið þar sem í stjórnum lífeyrissjóða sitja fulltrúar atvinnurekenda og þeir þurfa væntanlega að passa sitt fólk. Að ráðskast með laun starfsfólks En þá komum við að því sem ég vildi koma á framfæri í þessum pistli. Hvernig stendur á því að atvinnurekendur geta skipt sér af því hvernig farið er með peninga kjósenda? Ég líkt og annað fólk í landinu, er búinn að skila mínu vinnuframlagi og aðkoma atvinnurekenda ætti því að ljúka við greiðslu framlags til lífeyrissjóðs. Miðað við þetta fyrirkomulag ættu atvinnurekendur ekki líka að hafa aðgang að bankareikningum starfsfólks til að stjórna því hvernig við förum með launin okkar? Atvinnurekendur vilja vasast áfram með peningana sem við höfum greitt í okkar sjóði til að ráða því hvar skal ávaxta þá. Er því ekki að undra að fjárfestingar lífeyrissjóðanna er oft brask með hlutabréf í fyrirtækjum vina og vandamanna en ekki með hagsmuni sjóðsfélaga í huga. Ég vil sjá breytingu á þessu, með því að koma atvinnurekendum út úr stjórnum lífeyrissjóðanna og láta sjóðfélaga um að ávaxta sitt fé. Sjóðsfélagar hafa ríkari hagsmuni af því að fé þeirra sé vel ráðstafað og þess vegna leggja Píratar til að sjóðsfélagarnir kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum. Við treystum þeim best til að taka ákvarðanir með hagsmuni landsfólks að leiðarljósi. Píratar berjast gegn spillingu hvar sem hún birtist og það er klárlega pottur brotin í rekstri lífeyrissjóða. Ég vil gera þar bragarbót með hagsmuni okkar sem eigum sjóðina í fyrirrúmi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Lífeyrissjóðir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Okkur Pírötum er mjög hugleikin spilling í hvaða mynd sem hún birtist. Þess vegna er baráttan gegn henni eitt af helstu áherslumálum okkar fyrir kosningarnar. Ekki alls fyrir löngu kom upp alvarlegt mál þar sem fyrirtæki sem sinnti þjónustu við lífeyrissjóðina komst upp með að raka til sín fé með vafasömum hætti. Það er með ólíkindum að slíkt hafi getað farið fram óáreitt í langan tíma. Málið var að sjálfsögðu sett í ferli og skrifuð skýrsla - sem skilar svo engu því ekki má birta skýrsluna, eins og sjá má í umfjöllun Kjarnans frá 16. ágúst. Einungis er vilji til að birta helstu niðurstöður úr úttektinni. Það eitt segir manni að eitthvað er í henni sem þarf að fela svo að þeir sem hlut eiga að máli geti falið slóðina. Mér finnst það alveg galið að þetta skuli geta gerst, en það er kannski ekki svo skrýtið þar sem í stjórnum lífeyrissjóða sitja fulltrúar atvinnurekenda og þeir þurfa væntanlega að passa sitt fólk. Að ráðskast með laun starfsfólks En þá komum við að því sem ég vildi koma á framfæri í þessum pistli. Hvernig stendur á því að atvinnurekendur geta skipt sér af því hvernig farið er með peninga kjósenda? Ég líkt og annað fólk í landinu, er búinn að skila mínu vinnuframlagi og aðkoma atvinnurekenda ætti því að ljúka við greiðslu framlags til lífeyrissjóðs. Miðað við þetta fyrirkomulag ættu atvinnurekendur ekki líka að hafa aðgang að bankareikningum starfsfólks til að stjórna því hvernig við förum með launin okkar? Atvinnurekendur vilja vasast áfram með peningana sem við höfum greitt í okkar sjóði til að ráða því hvar skal ávaxta þá. Er því ekki að undra að fjárfestingar lífeyrissjóðanna er oft brask með hlutabréf í fyrirtækjum vina og vandamanna en ekki með hagsmuni sjóðsfélaga í huga. Ég vil sjá breytingu á þessu, með því að koma atvinnurekendum út úr stjórnum lífeyrissjóðanna og láta sjóðfélaga um að ávaxta sitt fé. Sjóðsfélagar hafa ríkari hagsmuni af því að fé þeirra sé vel ráðstafað og þess vegna leggja Píratar til að sjóðsfélagarnir kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum. Við treystum þeim best til að taka ákvarðanir með hagsmuni landsfólks að leiðarljósi. Píratar berjast gegn spillingu hvar sem hún birtist og það er klárlega pottur brotin í rekstri lífeyrissjóða. Ég vil gera þar bragarbót með hagsmuni okkar sem eigum sjóðina í fyrirrúmi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar