Sirhan hefur setið inni í 53 ár af lífstíðardómi. Hann á nú í fyrsta sinn raunhæft tækifæri á að ljúka afplánun eftir að nefnd um reynsluskoðun komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að hann væri breyttur maður og samfélaginu stafaði ekki lengur ógn af honum.
Í umfjöllun AP segir að þetta hefi verið í sextánda sinn sem Sirhan kemur fyrir nefndina, en honum hafði ávallt verið synjað um reynslulausn.
Málið fer fyrir endurskoðunarnefnd á næstu mánuðum, en ef það hlýtur brautargengi þar mun það lenda á borði Gavin Newsome, ríkisstjóra Kaliforníu, sem tekur lokaákvörðun um hvort Sirhan fái frelsi.

Drap vonastjörnu Demókrataflokksins
Sirhan Sirhan, sem er nú 77 ára, fæddist í kristna fjölskyldu í Palestínu en flutti með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna sem barn. Hann játaði sök við handtöku og sagðist einfaldlega hafa drepið Kennedy vegna stuðnings hans við Ísrael í sex daga stríðinu 1967.
Sirhan bar síðar fyrir sig ölvun og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Hann var dæmdur til dauða, en dómnum var breytt í lífstíðardóm þegar Kalifornía afnam dauðarefsingar til skamms tíma árið 1972.
Þegar þarna var komið var Kennedy vinsæll öldungadeildarþingmaður, en þekktastur sem bróðir forsetans fyrrvernandi, Johns F. Kennedy, sem var ráðinn af dögum fimm árum áður. Bobby var talinn sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 1968, þar sem repúblikaninn Richard Nixon fagnaði loks sigri.
Afstaða ættmóðurinnar afhjúpar klofning í fjölskyldunni þar sem tveir synir þeirra hjóna, Robert yngri og Douglas, höfðu lýst yfir stuðningi við því að morðingja föður þeirra yrði sleppt úr haldi, en fyrrnefnd Kerry og fimm systkini hennar eru því mótfallin.

Í yfirlýsingu Ethelar, sem er 93ja ára, segir að Bobby, eins og hann var jafnan kallaður, hafi verið maður friðarins og viljað sameina fólk, en dauði hans hafi verið ómælanlegur missir fyrir fjölskylduna og bandarísku þjóðina.
Undir yfirlýsinguna er handskrifað: „Hann ætti ekki að fá reynslulausn. Ethel Kennedy.“
Please read and share my Mom’s statement. He should not be paroled. pic.twitter.com/AdHUwh9L2n
— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) September 7, 2021