Sjómaður lagði Sjóvá vegna spriklandi stórþorsks sem skar hann á þumal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2021 18:25 Sjómaðurinn starfaði fyrir Brim er slysið varð. Vísir/Vilhelm. Tryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða sjómanni 5,1 milljón vegna slyss sem varð um borð í togara útgerðarfélagsins Brims árið 2018, þegar sjómaðurinn skarst illa á hendi þegar stórþorskur sem hann var að gera að, spriklaði í höndum hans með þeim afleiðingum að sjómaðurinn skarst illa á hendi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sjómaðurinn hafi slasast um borð í togaranum þann 16. október 2018 er hann var við störf sem háseti. Þorskurinn spriklaði í höndunum á sjómanninum með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi. Sinar við þumalfingur mannsins skárust í sundur. Var maðurinn fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð. Deiluna sem fór fyrir dóm má rekja til þess að Sjóvá greiddi bætur sem nam sjö stiga miska en sjómaðurinn hafði krafist þess að horft yrði til tíu stiga miska. Þá vildi sjómaðurinn einnig rétt á bótum fyrir tímabundið atvinnutjón, sem Sjóvá hafði hafnað á þeim grundvelli að ráðning sjómannsins hjá Brim hafi verið tímabundin. Alls krafðist sjómaðurinn þess að fá 8,7 milljónir í bætur vegna málsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 5,1 milljónir í bætur.Vísir/Hanna Í niðurstöðu héraðsdóms segir að þrátt fyrir að umræddur sjómaður hafi ekki verið fastráðinn sem sjómaður hjá Brimi standi rök til þess að álykta sem svo að hugur hans hafi staðið til að hasla sér völl í sjómennsku eftir langt hlé. Hann hafi verið búinn að fara í nám í Slysvarnaskólanum, sinnt störfum við veiðieftirlit og farið í þrjá túra á vegum Brims. Féllst dómurinn því á kröfu sjómannins um að hann ætti rétt á bótum vegna tímabundins atvinnutjóns. Alls mat dómurinn svo að óbætt tjón sjómannsins næmi 5,1 milljón. Þarf Sjóva að greiða manninum þá upphæð vegna málsins, auk þess sem að tryggingafélagið greiðir 1,2 milljónir króna í málskostnað Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Vinnuslys Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sjómaðurinn hafi slasast um borð í togaranum þann 16. október 2018 er hann var við störf sem háseti. Þorskurinn spriklaði í höndunum á sjómanninum með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi. Sinar við þumalfingur mannsins skárust í sundur. Var maðurinn fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð. Deiluna sem fór fyrir dóm má rekja til þess að Sjóvá greiddi bætur sem nam sjö stiga miska en sjómaðurinn hafði krafist þess að horft yrði til tíu stiga miska. Þá vildi sjómaðurinn einnig rétt á bótum fyrir tímabundið atvinnutjón, sem Sjóvá hafði hafnað á þeim grundvelli að ráðning sjómannsins hjá Brim hafi verið tímabundin. Alls krafðist sjómaðurinn þess að fá 8,7 milljónir í bætur vegna málsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 5,1 milljónir í bætur.Vísir/Hanna Í niðurstöðu héraðsdóms segir að þrátt fyrir að umræddur sjómaður hafi ekki verið fastráðinn sem sjómaður hjá Brimi standi rök til þess að álykta sem svo að hugur hans hafi staðið til að hasla sér völl í sjómennsku eftir langt hlé. Hann hafi verið búinn að fara í nám í Slysvarnaskólanum, sinnt störfum við veiðieftirlit og farið í þrjá túra á vegum Brims. Féllst dómurinn því á kröfu sjómannins um að hann ætti rétt á bótum vegna tímabundins atvinnutjóns. Alls mat dómurinn svo að óbætt tjón sjómannsins næmi 5,1 milljón. Þarf Sjóva að greiða manninum þá upphæð vegna málsins, auk þess sem að tryggingafélagið greiðir 1,2 milljónir króna í málskostnað
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Vinnuslys Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira