BL frumsýnir nýjan Nissan Qashqai Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. september 2021 07:01 Þriðja kynslóð af Nissan Qashqai. Þriðja kynslóð vinsælas jepplingsins, Nissan Qashqai, er komin í sýningarsal BL við Sævarhöfða og verður hann kynntur formlega á morgun, laugardaginn 11. september milli kl. 12 og 16. Eins og áður er Qashqai í boði með vali um annað hvort framjóladrif eða fjórhjóladrif, en þar líkur má segja samanburðinum við fráfarandi kynslóð enda hefur bíllinn tekið talsverðum breytingum frá fyrri kynslóð. Það á við hvort heldur sem er við útlit bílsins, farþegarými eða tæknibúnað. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Stærri bíll Augljósasta útlitsbreytingin við fyrstu skoðun er að framanverðu þar sem nýja V-Motion grillið og C-laga díóðuljósin kallast á og hrópa beinlínis á athygli. Þá er nýr Qashqai auk þess léttari en forverinn enda hurðar, frambretti og vélarhlíf úr áli í stað stáls svo nokkuð sé nefnt. Qashqai er einnig á nýjum og lengri undirvagni en áður auk þess sem lengra er á milli fram- og afturhjóla til að auka fótarými og þægindi farþega í aftursætum bílsins. Þá er bíllinn líka breiðari og yfirbyggingin hærri en áður. Þessar breytingar eru fyrst og fremst ástæða aukinna þæginda og meira rýmis fyrir farþega og farangur og jafnframt afrakstur af niðurstöðum skoðanakannana sem Nissan lét gera meðal eigenda Qashqai sem spurðir voru hvaða breytingar þeir vildu helst sjá við hönnun nýju kynslóðarinnar. Aukin þægindi Nú er Qashqai í fyrsta sinn boðinn með nuddi í framsætum, rafknúnum afturhlera með snertilausri opnun auk þess sem farangursrýmið er 50 lítrum stærra en í fráfarandi gerð. Einnig má nefna að afturhurðir opnast nú alveg upp á gátt (90°) til þægindaauka fyrir farþega til að setjast inn og stíga út úr bílnum. Innrarými í nýjum Nissan Qashqai. Endurhannað farþegarými Farþegarýmið hefur verið endurhannað með nýjum efnum, nýjum og vandaðri sætum og nýju mælaborði. Ofan við mælaborðið er val um 11“ framrúðuskjá með völdum upplýsingum. Við miðjustokkinn er nýr 9“ upplýsinga- og afþreyingarskjár með afar notendavænu viðmóti og samhæfingu við Andoid Auto og Apple CarPlay auk þess sem Google Street View er í boði og app í símann til að breyta stillingum bílsins úr fjarlægð. Vélbúnaður Hjá BL verður bíllinn boðinn með 156 hestafla 1,3 l DiG-T bensínvél með forþjöppu sem boðin er í tveimur útfærslum, annars vegar við sex gíra beinskiptingu og hins vegar 7 gíra Xtronic sjálfskiptingu og fjórhjóladrif. Báðar vélarútfærslur eru með mildri tvinntækni sem eykur eldsneytisnýtingu, snerpu úr kyrrstöðu og aðstoð upp brekkur til að lágmarka eyðslu og draga úr losun CO2 um 4g á ekinn km. Þessi vél var fyrst kynnt 2018 en hefur nú verið þróuð áfram með nýjum tæknilausnum til enn bættra afkasta og skilvirkni. Fjórar gerðir Qashqai BL býður nýjan Nissan Qashqai í fjórum mismunandi búnaðarútfærslum; ríkulega búnu grunnútgáfunni Acenta, sem kostar frá 4.690.000, N-Connecta sem kostar frá 5.590.000, Tekna sem kostar frá 5.990.000 og loks Tekna+ sem kostar frá 6.290.000 og er hægt að kynna sér nánar mismunandi búnaðarútrfærslur á BL.is. Sem dæmi um öryggisstaðalbúnað Acenta sem ekki eru í fráfarandi gerð, má nefna sjálfvirka neyðarhemlun, sem skynjar bíla, gangandi vegfarendur og hjól, vegaskiltisnema, akreinavara og -stýringu, neyðarbremsuaðstoð, aðvörun á hliðarumferð, blindhornaviðvörun, skynvæddan hraðastilli, sjálfvirka skiptingu milli háa og lága ljósageislans og bakkskynjara með árekstrarvara. Vinsælastur í sínum flokki Meira en tíu þúsund eintök af nýjum Qashqai hafa nú þegar verið pantaðar í Evrópu frá því í febrúar þegar sala hófst, en alls hafa um fimm milljónir Qashqai verið afhentar frá 2007 þegar sala 1. kynslóðar hófst, þar af þrjár milljónir í Evrópu. Á Íslandi hafa á fjórða þúsund Qashqai verið nýskráðir frá 2007. Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Stærri bíll Augljósasta útlitsbreytingin við fyrstu skoðun er að framanverðu þar sem nýja V-Motion grillið og C-laga díóðuljósin kallast á og hrópa beinlínis á athygli. Þá er nýr Qashqai auk þess léttari en forverinn enda hurðar, frambretti og vélarhlíf úr áli í stað stáls svo nokkuð sé nefnt. Qashqai er einnig á nýjum og lengri undirvagni en áður auk þess sem lengra er á milli fram- og afturhjóla til að auka fótarými og þægindi farþega í aftursætum bílsins. Þá er bíllinn líka breiðari og yfirbyggingin hærri en áður. Þessar breytingar eru fyrst og fremst ástæða aukinna þæginda og meira rýmis fyrir farþega og farangur og jafnframt afrakstur af niðurstöðum skoðanakannana sem Nissan lét gera meðal eigenda Qashqai sem spurðir voru hvaða breytingar þeir vildu helst sjá við hönnun nýju kynslóðarinnar. Aukin þægindi Nú er Qashqai í fyrsta sinn boðinn með nuddi í framsætum, rafknúnum afturhlera með snertilausri opnun auk þess sem farangursrýmið er 50 lítrum stærra en í fráfarandi gerð. Einnig má nefna að afturhurðir opnast nú alveg upp á gátt (90°) til þægindaauka fyrir farþega til að setjast inn og stíga út úr bílnum. Innrarými í nýjum Nissan Qashqai. Endurhannað farþegarými Farþegarýmið hefur verið endurhannað með nýjum efnum, nýjum og vandaðri sætum og nýju mælaborði. Ofan við mælaborðið er val um 11“ framrúðuskjá með völdum upplýsingum. Við miðjustokkinn er nýr 9“ upplýsinga- og afþreyingarskjár með afar notendavænu viðmóti og samhæfingu við Andoid Auto og Apple CarPlay auk þess sem Google Street View er í boði og app í símann til að breyta stillingum bílsins úr fjarlægð. Vélbúnaður Hjá BL verður bíllinn boðinn með 156 hestafla 1,3 l DiG-T bensínvél með forþjöppu sem boðin er í tveimur útfærslum, annars vegar við sex gíra beinskiptingu og hins vegar 7 gíra Xtronic sjálfskiptingu og fjórhjóladrif. Báðar vélarútfærslur eru með mildri tvinntækni sem eykur eldsneytisnýtingu, snerpu úr kyrrstöðu og aðstoð upp brekkur til að lágmarka eyðslu og draga úr losun CO2 um 4g á ekinn km. Þessi vél var fyrst kynnt 2018 en hefur nú verið þróuð áfram með nýjum tæknilausnum til enn bættra afkasta og skilvirkni. Fjórar gerðir Qashqai BL býður nýjan Nissan Qashqai í fjórum mismunandi búnaðarútfærslum; ríkulega búnu grunnútgáfunni Acenta, sem kostar frá 4.690.000, N-Connecta sem kostar frá 5.590.000, Tekna sem kostar frá 5.990.000 og loks Tekna+ sem kostar frá 6.290.000 og er hægt að kynna sér nánar mismunandi búnaðarútrfærslur á BL.is. Sem dæmi um öryggisstaðalbúnað Acenta sem ekki eru í fráfarandi gerð, má nefna sjálfvirka neyðarhemlun, sem skynjar bíla, gangandi vegfarendur og hjól, vegaskiltisnema, akreinavara og -stýringu, neyðarbremsuaðstoð, aðvörun á hliðarumferð, blindhornaviðvörun, skynvæddan hraðastilli, sjálfvirka skiptingu milli háa og lága ljósageislans og bakkskynjara með árekstrarvara. Vinsælastur í sínum flokki Meira en tíu þúsund eintök af nýjum Qashqai hafa nú þegar verið pantaðar í Evrópu frá því í febrúar þegar sala hófst, en alls hafa um fimm milljónir Qashqai verið afhentar frá 2007 þegar sala 1. kynslóðar hófst, þar af þrjár milljónir í Evrópu. Á Íslandi hafa á fjórða þúsund Qashqai verið nýskráðir frá 2007.
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent