Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir rennsli í Skaftá hafa enn farið minnkandi við Sveinstind og sé nú um 600 rúmmetrar á sekúndu. Þá fari rennsli einnig lækkandi við Eldvatn og sé nú komið í 450 rúmmetra á sekúndu.
„Rennslið fór hæst í 606 rúmmetra á sekúndu þar, klukkan þrjú aðfararnótt gærdagsins,“ segir Böðvar í samtali við Vísi.
Böðvar segir ennfremur að rennslið hafi verið nokkuð jafnt við Kirkjubæjarklaustur. „Það fór aldrei neitt sérstaklega hátt þar. Þetta fór mest niður í Eldvatn. En það má ennþá búast við að það komi fram á láglendi,“ segir Böðvar.