524 eru nú í einangrun og 897 í sóttkví. Fjörutíu þeirra sem greindust í gær greindust við einkennasýnatöku en fjórir við sóttkvíar- og handahófsskimun.
Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. Þrír greindust smitaðir á landamærunum og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið hjá öllum þremur.
Landspítalinn var færður af hættustigi í gær en enn eru sjö á spítala og einn á gjörgæslu.
Fréttin hefur verið uppfærð.