Hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði lækkar í fyrsta sinn síðan í janúar Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2021 08:32 Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu stendur í stað milli mánaða og þá hefur leigusamningum fækkað. Vísir/Vilhelm Nokkuð hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði á undanförnum mánuðum, en á höfuðborgarsvæðinu dróst fjöldi kaupsamninga saman um 20 prósent á milli mánaðanna júní og júlí og um 25 prósent miðað við júlí í fyrra. Verð á sérbýli hækkar áfram meira en verð íbúða í fjölbýli og þá lækkar hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði í fyrsta sinn síðan í janúar. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að í nágrenni höfuðborgarsvæðis og á landsbyggð sé fjöldi kaupsamninga enn mikill í sögulegu samhengi en fari þó minnkandi. Á landsbyggð hafi fjöldinn dregist saman um 13 prósent á milli mánaða júní og júlí, en í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn dregist saman um 4,2 prósent á milli mánaða. „Velta á fasteignamarkaði dróst einnig saman á milli mánaða eða um 13,4% á höfuðborgarsvæðinu, 1,1% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um 21,2% annars staðar á landsbyggðinni. Ýmsar ástæður geta legið fyrir fækkun kaupsamninga. Til að mynda hefur dregið talsvert úr framboði en mun fleiri íbúðir hafa selst en hafa komið inn á markaðinn allt frá því í maí í fyrra. Minna framboð getur gert það að verkum að erfiðara er fyrir fólk að finna íbúð sem hentar því. Þá hefur mikil hækkun fasteignaverðs, hækkun vaxta og lækkun á hámarksveðhlutfalli líklega gert heimilum erfiðara um vik að fjármagna fasteignakaup,“ segir í skýrslunni. 1.500 íbúðir á sölu Í byrjun september mánaðar voru tæplega 1.500 íbúðir til sölu á landinu öllu en í maí á síðasta ári náði fjöldinn hámarki í um fjögur þúsund. „Fjöldi auglýstra fasteigna hefur dregist saman síðan þá í öllum landshlutum að Norðurlandi vestra undanskildu en þar hefur fjöldinn staðið í stað. Mestur samdráttur í fjölda íbúða til sölu hefur verið á meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru nú tæplega 500 talsins en voru flestar rúmlega 1.800 í maí í fyrra sem er um 72% samdráttur.“ HMS Sölutími hættur að styttast Sölutími fasteigna miðað við þriggja mánaða meðaltal hefur lengst lítillega á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess en er þó nálægt sögulegu lágmarki sem mældist í síðasta mánuði. „Ef ekki er tekið þriggja mánaða meðaltal má sjá meiri lengingu sölutíma. Annars staðar á landsbyggðinni hefur sölutíminn ekki mælst áður jafn stuttur og nú. Allt frá janúar á þessu ári hefur íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, nágrenni þess og á landsbyggð þar til nú, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal af hlutfalli kaupverðs ásetts verðs. Í nýjustu mælingu fyrir höfuðborgarsvæðið lækkar hlutfallið í fyrsta skipti síðan í janúar. Lækkunin nemur um 1,3 prósentustigum á milli mánaða. Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði var 37,7% á höfuðborgarsvæði, 19,5% á landsbyggð og 15,6% í nágrenni höfuðborgarsvæðis.“ Tekjur af útleigu Airbnb aukast Í skýrslunni segir einnig frá því að leiguverð standi í stað á höfuðborgarsvæðinu og leigusamningum hafi hins vegar fækkað. Þá hafi tekjum af útleigu á Airbnb verið að aukast töluvert á síðustu mánuðum eftir mikla lægð síðastliðið ár í kjölfar heimsfaraldursins. Nánar má lesa um stöðuna á fasteignamarkaði í mánaðarskýrslu HMS. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að í nágrenni höfuðborgarsvæðis og á landsbyggð sé fjöldi kaupsamninga enn mikill í sögulegu samhengi en fari þó minnkandi. Á landsbyggð hafi fjöldinn dregist saman um 13 prósent á milli mánaða júní og júlí, en í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn dregist saman um 4,2 prósent á milli mánaða. „Velta á fasteignamarkaði dróst einnig saman á milli mánaða eða um 13,4% á höfuðborgarsvæðinu, 1,1% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um 21,2% annars staðar á landsbyggðinni. Ýmsar ástæður geta legið fyrir fækkun kaupsamninga. Til að mynda hefur dregið talsvert úr framboði en mun fleiri íbúðir hafa selst en hafa komið inn á markaðinn allt frá því í maí í fyrra. Minna framboð getur gert það að verkum að erfiðara er fyrir fólk að finna íbúð sem hentar því. Þá hefur mikil hækkun fasteignaverðs, hækkun vaxta og lækkun á hámarksveðhlutfalli líklega gert heimilum erfiðara um vik að fjármagna fasteignakaup,“ segir í skýrslunni. 1.500 íbúðir á sölu Í byrjun september mánaðar voru tæplega 1.500 íbúðir til sölu á landinu öllu en í maí á síðasta ári náði fjöldinn hámarki í um fjögur þúsund. „Fjöldi auglýstra fasteigna hefur dregist saman síðan þá í öllum landshlutum að Norðurlandi vestra undanskildu en þar hefur fjöldinn staðið í stað. Mestur samdráttur í fjölda íbúða til sölu hefur verið á meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru nú tæplega 500 talsins en voru flestar rúmlega 1.800 í maí í fyrra sem er um 72% samdráttur.“ HMS Sölutími hættur að styttast Sölutími fasteigna miðað við þriggja mánaða meðaltal hefur lengst lítillega á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess en er þó nálægt sögulegu lágmarki sem mældist í síðasta mánuði. „Ef ekki er tekið þriggja mánaða meðaltal má sjá meiri lengingu sölutíma. Annars staðar á landsbyggðinni hefur sölutíminn ekki mælst áður jafn stuttur og nú. Allt frá janúar á þessu ári hefur íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, nágrenni þess og á landsbyggð þar til nú, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal af hlutfalli kaupverðs ásetts verðs. Í nýjustu mælingu fyrir höfuðborgarsvæðið lækkar hlutfallið í fyrsta skipti síðan í janúar. Lækkunin nemur um 1,3 prósentustigum á milli mánaða. Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði var 37,7% á höfuðborgarsvæði, 19,5% á landsbyggð og 15,6% í nágrenni höfuðborgarsvæðis.“ Tekjur af útleigu Airbnb aukast Í skýrslunni segir einnig frá því að leiguverð standi í stað á höfuðborgarsvæðinu og leigusamningum hafi hins vegar fækkað. Þá hafi tekjum af útleigu á Airbnb verið að aukast töluvert á síðustu mánuðum eftir mikla lægð síðastliðið ár í kjölfar heimsfaraldursins. Nánar má lesa um stöðuna á fasteignamarkaði í mánaðarskýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira