Von er á annarri útgáfu frá sveitinni hjá sömu útgáfu á næstunni, ásamt remix plötu. Áður höfðu þau sent frá sér fjórar stuttskífur, auk smáskífunnar The Dance sem kom út í sumar.
Sveitin er skipuð þeim Tatjönu Dís Aldísar Razoumeenko, Guðlaugi Hörðdal og Gylfa Freeland Sigurðssyni. Myndbandið er hugarfóstur þeirrar fyrstnefndu, unnið í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Rough Cult. Hugmyndina fékk Tatjana eftir fyrra samstarf sitt við hóp dansara úr LHÍ, en þær sáu um kóreografíuna fyrir myndbandið.
„Ég áttaði mig á því að lagið er í anda verks sem ég hafði áður unnið að með dönsurunum, en það fjallaði einmitt um að vera fastur í hringrás, tilgangsleysið og tilganginn í tilgangsleysinu. Hugmyndin var því að taka það sviðsverk og yfirfæra í tónlistarmyndband,“ segir Tatjana um tilurð myndbandsins.
Á hinni hlið smáskífunnar má finna lagið Drepa mann, en sveitin sendi einmitt frá sér myndband við það í leikstjórn Árna Jónssonar Jónssonar um síðustu áramót.