Eru sjómenn annars flokks? Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 10. september 2021 12:00 Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Í þessar hugmyndir hafa útgerðarmenn tekið illa, tjáð okkur aftur og aftur að það sé þeim að meinalausu að hækka mótframlag í lífeyrissjóð ef við lækkum laun sjómanna annarstaðar á móti. Á sama tíma segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þau hafi ekki hafnað hugmyndum sjómannaforystunnar. Krafa útgerðarmanna er sú að sjómenn greiði til dæmis hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Það er krafa sem við sjómenn munum aldrei fallast á. Hreinn hagnaður rúmir 20 milljarðar á einu ári! Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn græða hér á tá og fingri, opinberar tölur Hagstofu Íslands sýna að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja á Íslandi árið 2019 voru rúmir 20 milljarðar og rúmir 200 milljarðar síðustu 10 árum. Samt finnst útgerðarmönnum af og frá að tryggja sjómönnum sömu lífeyrisréttindi og öðru launafólki. Staðreynd málsins er að útgerðarmenn, rétt eins og aðrir atvinnurekendur, hafa fengið lækkun á tryggingagjaldi til þess að hækka mótframlag í lífeyrissjóð. Þessari lækkun stingur útgerðin hins vegar í sinn eigin vasa. Staðreynd málsins var að með því að ganga að þessum hógværu kröfum okkar gátu þau samið við öll sjómannafélög landsins saman til langs tíma, tækifæri sem þau nýttu ekki. Staðreynd málsins er sú að trygging sjómanna, fallvörn þeirra, er mun lægri en lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland. Það þýðir að þegar ekki fiskast þá eru sjómenn á lægstu launum í landinu. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn fara fram með hroka, græðgi og óbilgirni, allur þeirra málflutningur gengur út á við eigum þetta við megum þetta. Staðreynd málsins er að á meðan útgerðamenn dæla út peningum úr sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, til þess að fjárfesta í óskyldum rekstri eru þau á sama tíma ekki til í að fjárfesta í sínu fólki. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn landsins hafa engan áhuga á að deila kjörum með starfsfólki sínu eða fólkinu í landinu. Staðreynd málsins er sú að þessu fólki er ekki treystandi fyrir auðlindum okkar né til að deila kjörum með okkur hinum. Það hafa þau margoft sýnt. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Í þessar hugmyndir hafa útgerðarmenn tekið illa, tjáð okkur aftur og aftur að það sé þeim að meinalausu að hækka mótframlag í lífeyrissjóð ef við lækkum laun sjómanna annarstaðar á móti. Á sama tíma segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að þau hafi ekki hafnað hugmyndum sjómannaforystunnar. Krafa útgerðarmanna er sú að sjómenn greiði til dæmis hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Það er krafa sem við sjómenn munum aldrei fallast á. Hreinn hagnaður rúmir 20 milljarðar á einu ári! Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn græða hér á tá og fingri, opinberar tölur Hagstofu Íslands sýna að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja á Íslandi árið 2019 voru rúmir 20 milljarðar og rúmir 200 milljarðar síðustu 10 árum. Samt finnst útgerðarmönnum af og frá að tryggja sjómönnum sömu lífeyrisréttindi og öðru launafólki. Staðreynd málsins er að útgerðarmenn, rétt eins og aðrir atvinnurekendur, hafa fengið lækkun á tryggingagjaldi til þess að hækka mótframlag í lífeyrissjóð. Þessari lækkun stingur útgerðin hins vegar í sinn eigin vasa. Staðreynd málsins var að með því að ganga að þessum hógværu kröfum okkar gátu þau samið við öll sjómannafélög landsins saman til langs tíma, tækifæri sem þau nýttu ekki. Staðreynd málsins er sú að trygging sjómanna, fallvörn þeirra, er mun lægri en lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland. Það þýðir að þegar ekki fiskast þá eru sjómenn á lægstu launum í landinu. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn fara fram með hroka, græðgi og óbilgirni, allur þeirra málflutningur gengur út á við eigum þetta við megum þetta. Staðreynd málsins er að á meðan útgerðamenn dæla út peningum úr sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, til þess að fjárfesta í óskyldum rekstri eru þau á sama tíma ekki til í að fjárfesta í sínu fólki. Staðreynd málsins er sú að útgerðarmenn landsins hafa engan áhuga á að deila kjörum með starfsfólki sínu eða fólkinu í landinu. Staðreynd málsins er sú að þessu fólki er ekki treystandi fyrir auðlindum okkar né til að deila kjörum með okkur hinum. Það hafa þau margoft sýnt. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar