Ragnar Þór lætur staðar numið hjá Kennarasambandinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 11:05 Ragnar Þór Pétursson tók við sem formaður KÍ árið 2018. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Ragnar Þór tók við sem formaður Kennarasambandsins vorið 2018 og segir í tilkynningu að áherslumál hans hafi ekki síst verið tengd stöðu skólamála og kennarastéttarinnar í heild. Kjörtímabil formanns er fjögur ár og fara formannsskipti fram á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Frestur til að skila inn framboði til formanns KÍ rennur út 4. október og verður gengið til kosninga 2. nóvember. „Ragnar Þór lagði strax í upphafi mikla áherslu á samstarf og samvinnu allra aðila sem reyndist heilladrjúgt fyrir stéttina. Í yfirlýsingu til félagsmanna segir hann: „Þegar ég bauð mig fram var staða skólamála mjög viðsjárverð. Áhugalítill menntamálaráðherra hafði tekið við af ráðherra sem taldi það sér til tekna að taka ákvarðanir án samráðs við og í andstöðu við kennarastéttina. Skólaumbótaplágan var orðin sífellt ágengari, stúdentar sniðgengu kennaranám og hagsmunaaðilar réðu ferðinni í stað sérfræðinga. Það var byrjað að molna hratt undan kennarastéttinni,“ segir í tilkynningunni. Nú, fjórum árum seinna, sé staðan nokkuð betri. „Menntamálaráðherra hefur sinnt málaflokknum mun betur en forverarnir og af ólíkt meiri virðingu fyrir kennurum. Á mikilvægum stundum hefur ráðherrann staðið með og sett traust sitt á kennara þegar slíkt var alls ekki sjálfsagt. Samband KÍ við helstu hagaðila er miklu sterkara en það var. Samtök kennara hafa í auknum mæli áhrif og erindi. Búið er að gera mjög nákvæmar og trúverðugar greiningar á mörgum af þeim kerfislægu hindrunum sem gert hafa okkur erfitt um vik að að þróa hér það skólastarf sem við verðskuldum. Á grunni þeirra er verið að hanna lausnir sem margar munu líta dagsins ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum. Grundvallarhlutverk kennara sem leiðtoga í lærdómssamfélaginu er búið að lögfesta. Það er lykilatriði. Alþingi hefur loks tekið sameiginlega ábyrgð á menntamálum með sameiginlegri þingsályktunartillögu. Kominn er fjörkippur í kennaranámið og starfsþróun hefur öðlast áður óþekkta og betri umgjörð í nánu samstarfi aðila.“ Grunnskólar Framhaldsskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Ragnar Þór tók við sem formaður Kennarasambandsins vorið 2018 og segir í tilkynningu að áherslumál hans hafi ekki síst verið tengd stöðu skólamála og kennarastéttarinnar í heild. Kjörtímabil formanns er fjögur ár og fara formannsskipti fram á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Frestur til að skila inn framboði til formanns KÍ rennur út 4. október og verður gengið til kosninga 2. nóvember. „Ragnar Þór lagði strax í upphafi mikla áherslu á samstarf og samvinnu allra aðila sem reyndist heilladrjúgt fyrir stéttina. Í yfirlýsingu til félagsmanna segir hann: „Þegar ég bauð mig fram var staða skólamála mjög viðsjárverð. Áhugalítill menntamálaráðherra hafði tekið við af ráðherra sem taldi það sér til tekna að taka ákvarðanir án samráðs við og í andstöðu við kennarastéttina. Skólaumbótaplágan var orðin sífellt ágengari, stúdentar sniðgengu kennaranám og hagsmunaaðilar réðu ferðinni í stað sérfræðinga. Það var byrjað að molna hratt undan kennarastéttinni,“ segir í tilkynningunni. Nú, fjórum árum seinna, sé staðan nokkuð betri. „Menntamálaráðherra hefur sinnt málaflokknum mun betur en forverarnir og af ólíkt meiri virðingu fyrir kennurum. Á mikilvægum stundum hefur ráðherrann staðið með og sett traust sitt á kennara þegar slíkt var alls ekki sjálfsagt. Samband KÍ við helstu hagaðila er miklu sterkara en það var. Samtök kennara hafa í auknum mæli áhrif og erindi. Búið er að gera mjög nákvæmar og trúverðugar greiningar á mörgum af þeim kerfislægu hindrunum sem gert hafa okkur erfitt um vik að að þróa hér það skólastarf sem við verðskuldum. Á grunni þeirra er verið að hanna lausnir sem margar munu líta dagsins ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum. Grundvallarhlutverk kennara sem leiðtoga í lærdómssamfélaginu er búið að lögfesta. Það er lykilatriði. Alþingi hefur loks tekið sameiginlega ábyrgð á menntamálum með sameiginlegri þingsályktunartillögu. Kominn er fjörkippur í kennaranámið og starfsþróun hefur öðlast áður óþekkta og betri umgjörð í nánu samstarfi aðila.“
Grunnskólar Framhaldsskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira