Oddvitaáskorunin: Spilaði Pool um heiminn allan Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2021 09:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Halldóra Mogensen leiðir lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum. „Ég er 42 ára, þingflokksformaður Pírata og leiði nú listann fyrir komandi kosningar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ég hef flakkað mikið um ævina og ólst upp í Bretlandi og Bandaríkjunum. Ég fann mig ekki í skóla eftir að ég flutti heim til Íslands í 10. bekk og heltist úr námi 17 ára og fór að vinna. Um 23 ára aldur lærði ég fatahönnun á Ítalíu og hélt svo námi mínu áfram í LHÍ en kláraði ekki. Ég hef unnið mestmegnis við þjónustustörf um ævina, í verslunum, á veitingastöðum, börum og svo við ferðaþjónustu í nokkur ár áður en ég kom á þing. Ég og maðurinn minn búum saman með 8 mánaða gömlum syni okkar og 10 ára dóttur minni úr fyrra sambandi.“ „Síðan að ég hóf þingstörf hef ég lagt fram og barist fyrir málum sem ég brenn fyrir. Það er einstök tilfinning sem fylgir því að setja allt sitt í baráttu sem maður virkilega trúir að geti breytt samfélaginu til hins betra. Að finna meðbyrinn og stuðninginn og hvað þá að finna fyrir málunum þokast áfram í rétta átt. Að ná árangri. Ég finn þetta með borgaralaunin, afnám skerðinga lífeyrisþega, hugmyndir um breytt hagkerfi, afglæpavæðinguna, iðnaðarhampinn, CBD og fleiri mál. Ég hef lagt áherslu á þann auð sem felst í einstaklingum, fólkinu í landinu og þann kraft sem hægt er að leysa úr læðing með réttum aðgerðum. Ég hef talað fyrir því að uppræta fátækt með því að fjárfesta í fólki, skapa efnahagslegan sveigjanleika til að lifa og dafna á eigin forsendum, út frá eigin ástríðu. Slík fjárfesting skilar sér í aukinni þátttöku og trausti í samfélaginu og lýðræðinu, aukinni framsýni og hugrekki til breytinga og nýsköpunar.“ Í meðfylgjandi myndbandi, þar sem Halldóra fer yfir áherslur sína, segir að Halldóra hafi stundað Pool-stofur grimmt víðsvegar um heim og að hún hafi meðal annars búið við hlið Dick Cheney. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég elska auðnirnar víðsvegar um landið og jöklana. Það er ótrúlega fallegt í Skaftafelli og svo eru mörg svæði á Vestfjörðum sem heilla mig. Rauðisandur, Hvíta ströndin við Hvestu í Arnarfirði. Bjarnafjörður og svæðið þar um kring. Ég er samt að sleppa svo mörgu, það er ómögulegt að velja einn stað sem er fallegastur. Landið okkar allt er svo fallegt. Hvað færðu þér í bragðaref? Í þau örfáu skipti sem ég fæ mér ís þá er það gamli ísinn með lúxúsídýfu. Ég vona að ég verði ekki brennd á báli ef ég viðurkenni að mér finnst ís ekkert sérstaklega góður og bragðarefur er bara ekki eitthvað sem ég panta mér...ever. Plís ekki hata mig. Uppáhalds bók? The Sirens of Titan eftir Kurt Vonnegut. “A purpose of human life, no matter who is controlling it, is to love whoever is around to be loved.” Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Objects in the Rearview Mirror eftir Meatloaf. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Þar sem sólin er. Ég legg til að við flytjum höfuðborgina austur...eða norður. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég málaði og las bókina hans Johann Hari um upphaf og endi fíknistríðsins, Að hundelta ópið. Ég hámhorfði á Star Trek Discovery og The Umbrella Academy og svo bjó ég líka til barn. Hvað tekur þú í bekk? Nei. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Það er engin regla á þessu hjá mér. Bara algjör glundroði. Ég er heppin ef ég man eftir að bursta á morgnana. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ofurhetja. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Eins og Bill Hicks sagði, tökum allan peninginn sem við eyðum í vopn og varnarmál ár hvert og setjum þá í staðin í að fæða, klæða og mennta allt fátæka fólkið í heiminum. Ekki ein einasta manneskja skilin eftir. Þá getum við kannað óravíddir alheimsins saman, bæði innri og ytri, að eilífu í friði. Uppáhalds tónlistarmaður? Tom Yorke. Besti fimmaurabrandarinn? Ég lagði alla brandara á minnið þegar ég var krakki. Svo gerðist lífið og nú man ég ekki neitt. Ég elska samt að hlæja en heyri ekki mikið af fimmaurabröndurum. Ein sterkasta minningin úr æsku? Ég borðaði óvart kónguló. Fékk martraðir lengi eftir á. Dreymdi að ég væri umkringd kóngulóm sem ætluðu að hefna sín með því að éta mig. Hef verið hrædd við kóngulær alla tíð síðan. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þær konur sem voru fyrstar til að hrista upp í karlaveldinu í íslenskum stjórnmálum og ruddu brautina. Þetta er ekki auðveldur vettvangur fyrir konur. Sérstaklega ekki konur með börn, hvað þá ef þær eru einar með börn. Besta íslenska Eurovision-lagið? Think About Things með Daða. Annars get ég talið á annarri hendi hversu oft ég hef horft á Eurovision... Besta frí sem þú hefur farið í? Þar seinasta sumar þegar ég fór með kærastanum til Ítalíu. Ég var svo ástfangin að það skipti ekki máli hvað við vorum að gera, allt var best. Uppáhalds þynnkumatur? Góður brunch. Egg, beikon og pönnukökur með fullt af sírópi, espresso með rjóma og bloody mary. Má það? Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ég á eftir að fara. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Fyrst þegar ég las þessa spurningu ruglaði ég saman Spaugstofunni og Fóstbræðrum. Þetta er gjaldið fyrir að hafa átt heima erlendis lengi. En leitin að uppáhalds Fóstbræðra-sketsinum er hafin! Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar að ég hætti. Rómantískasta uppátækið? Heiðarleiki, berskjöldun og frelsið sem því fylgir. Allt frá fyrsta stefnumóti að vaða Botnsá, liggja í mosanum og treysta þessum nánast ókunnuga manni fyrir sjálfinu, til svefnlausra nátta með öskrandi ungabarn, þreytan, pirringurinn og fegurðin sem því fylgir. Allt sambandið semsagt :) Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Píratar Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira
Halldóra Mogensen leiðir lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum. „Ég er 42 ára, þingflokksformaður Pírata og leiði nú listann fyrir komandi kosningar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ég hef flakkað mikið um ævina og ólst upp í Bretlandi og Bandaríkjunum. Ég fann mig ekki í skóla eftir að ég flutti heim til Íslands í 10. bekk og heltist úr námi 17 ára og fór að vinna. Um 23 ára aldur lærði ég fatahönnun á Ítalíu og hélt svo námi mínu áfram í LHÍ en kláraði ekki. Ég hef unnið mestmegnis við þjónustustörf um ævina, í verslunum, á veitingastöðum, börum og svo við ferðaþjónustu í nokkur ár áður en ég kom á þing. Ég og maðurinn minn búum saman með 8 mánaða gömlum syni okkar og 10 ára dóttur minni úr fyrra sambandi.“ „Síðan að ég hóf þingstörf hef ég lagt fram og barist fyrir málum sem ég brenn fyrir. Það er einstök tilfinning sem fylgir því að setja allt sitt í baráttu sem maður virkilega trúir að geti breytt samfélaginu til hins betra. Að finna meðbyrinn og stuðninginn og hvað þá að finna fyrir málunum þokast áfram í rétta átt. Að ná árangri. Ég finn þetta með borgaralaunin, afnám skerðinga lífeyrisþega, hugmyndir um breytt hagkerfi, afglæpavæðinguna, iðnaðarhampinn, CBD og fleiri mál. Ég hef lagt áherslu á þann auð sem felst í einstaklingum, fólkinu í landinu og þann kraft sem hægt er að leysa úr læðing með réttum aðgerðum. Ég hef talað fyrir því að uppræta fátækt með því að fjárfesta í fólki, skapa efnahagslegan sveigjanleika til að lifa og dafna á eigin forsendum, út frá eigin ástríðu. Slík fjárfesting skilar sér í aukinni þátttöku og trausti í samfélaginu og lýðræðinu, aukinni framsýni og hugrekki til breytinga og nýsköpunar.“ Í meðfylgjandi myndbandi, þar sem Halldóra fer yfir áherslur sína, segir að Halldóra hafi stundað Pool-stofur grimmt víðsvegar um heim og að hún hafi meðal annars búið við hlið Dick Cheney. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég elska auðnirnar víðsvegar um landið og jöklana. Það er ótrúlega fallegt í Skaftafelli og svo eru mörg svæði á Vestfjörðum sem heilla mig. Rauðisandur, Hvíta ströndin við Hvestu í Arnarfirði. Bjarnafjörður og svæðið þar um kring. Ég er samt að sleppa svo mörgu, það er ómögulegt að velja einn stað sem er fallegastur. Landið okkar allt er svo fallegt. Hvað færðu þér í bragðaref? Í þau örfáu skipti sem ég fæ mér ís þá er það gamli ísinn með lúxúsídýfu. Ég vona að ég verði ekki brennd á báli ef ég viðurkenni að mér finnst ís ekkert sérstaklega góður og bragðarefur er bara ekki eitthvað sem ég panta mér...ever. Plís ekki hata mig. Uppáhalds bók? The Sirens of Titan eftir Kurt Vonnegut. “A purpose of human life, no matter who is controlling it, is to love whoever is around to be loved.” Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Objects in the Rearview Mirror eftir Meatloaf. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Þar sem sólin er. Ég legg til að við flytjum höfuðborgina austur...eða norður. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég málaði og las bókina hans Johann Hari um upphaf og endi fíknistríðsins, Að hundelta ópið. Ég hámhorfði á Star Trek Discovery og The Umbrella Academy og svo bjó ég líka til barn. Hvað tekur þú í bekk? Nei. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Það er engin regla á þessu hjá mér. Bara algjör glundroði. Ég er heppin ef ég man eftir að bursta á morgnana. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ofurhetja. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Eins og Bill Hicks sagði, tökum allan peninginn sem við eyðum í vopn og varnarmál ár hvert og setjum þá í staðin í að fæða, klæða og mennta allt fátæka fólkið í heiminum. Ekki ein einasta manneskja skilin eftir. Þá getum við kannað óravíddir alheimsins saman, bæði innri og ytri, að eilífu í friði. Uppáhalds tónlistarmaður? Tom Yorke. Besti fimmaurabrandarinn? Ég lagði alla brandara á minnið þegar ég var krakki. Svo gerðist lífið og nú man ég ekki neitt. Ég elska samt að hlæja en heyri ekki mikið af fimmaurabröndurum. Ein sterkasta minningin úr æsku? Ég borðaði óvart kónguló. Fékk martraðir lengi eftir á. Dreymdi að ég væri umkringd kóngulóm sem ætluðu að hefna sín með því að éta mig. Hef verið hrædd við kóngulær alla tíð síðan. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þær konur sem voru fyrstar til að hrista upp í karlaveldinu í íslenskum stjórnmálum og ruddu brautina. Þetta er ekki auðveldur vettvangur fyrir konur. Sérstaklega ekki konur með börn, hvað þá ef þær eru einar með börn. Besta íslenska Eurovision-lagið? Think About Things með Daða. Annars get ég talið á annarri hendi hversu oft ég hef horft á Eurovision... Besta frí sem þú hefur farið í? Þar seinasta sumar þegar ég fór með kærastanum til Ítalíu. Ég var svo ástfangin að það skipti ekki máli hvað við vorum að gera, allt var best. Uppáhalds þynnkumatur? Góður brunch. Egg, beikon og pönnukökur með fullt af sírópi, espresso með rjóma og bloody mary. Má það? Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ég á eftir að fara. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Fyrst þegar ég las þessa spurningu ruglaði ég saman Spaugstofunni og Fóstbræðrum. Þetta er gjaldið fyrir að hafa átt heima erlendis lengi. En leitin að uppáhalds Fóstbræðra-sketsinum er hafin! Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar að ég hætti. Rómantískasta uppátækið? Heiðarleiki, berskjöldun og frelsið sem því fylgir. Allt frá fyrsta stefnumóti að vaða Botnsá, liggja í mosanum og treysta þessum nánast ókunnuga manni fyrir sjálfinu, til svefnlausra nátta með öskrandi ungabarn, þreytan, pirringurinn og fegurðin sem því fylgir. Allt sambandið semsagt :)
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Píratar Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira