Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2021 14:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eyddu bæði milljónum króna í kosningabaráttu fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Vísir/Samsett Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. Vísir greindi frá því í morgun að Guðlaugur Þór hafi eytt rúmum ellefu milljónum króna í kosningabaráttunni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Hann kepptist við Áslaugu Örnu um fyrsta sætið, en hún eyddi tæpum níu milljónum króna í baráttuna. Guðlaugur endaði í fyrsta sæti og Áslaug Arna í því öðru, en prófkjörið var sameiginlegt fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og skipa þau því bæði fyrsta sæti á lista: Áslaug Arna í Reykjavíkurkjördæmi suður og Guðlaugur Þór í Reykjavíkurkjördæmi norður. Jós úr eigin vösum í kosningabaráttum Guðlaugur bauð sig einnig fram í fyrsta sæti á lista í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningar 2016. Áslaug sóttist þá eftir þriðja sæti og hafnaði í öðru sæti lista flokksins í Reykjavík norður. Hvorugt þeirra eyddi nærri því jafn miklum peningum í kosningabaráttuna 2016. Bæði eyddu þau tæpum þremur milljónum króna í kosningabaráttunni 2016. Guðlaugur eyddi því rúmum átta milljónum króna meira í ár og Áslaug tæpum sex milljónum króna meira. Áslaug eyddi tæpum þremur milljónum króna í kosningabaráttu sinni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2016. Töluvert minna fé en í ár.skjáskot Í bæði skiptin þurfti Guðlaugur að eyða eigin fé í kosningabaráttuna, tæpri milljón árið 2016 og tæpum 4,5 milljónum króna í ár. Áslaug gerði það hins vegar ekki, í hvorugri baráttunni, og rak kosningabaráttuna eingöngu á fjárframlögum velvildaraðila í bæði skiptin. Guðlaugur eyddi sömuleiðis töluvert minni peningum í kosningabaráttuna árið 2016 en í ár.skjáskot Dýrt að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta ekki nýtt af nálinni hjá Sjálfstæðisflokknum. Prófkjör hafi löngum verið dýrt batterí. „Á stundum hafa frambjóðendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verið að verja miklum fjármunum og það nær að minnsta kosti aftur, svo ég man, fram á níunda áratuginn. Það hefur oft verið dýrt að taka þátt í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega í Reykjavík.“ 25 milljónir króna í styrkveitingar árið 2007 Oft hafi frambjóðendur eytt miklum fjármunum í kosningabaráttur, sérstaklega á árunum fyrir Hrun. Eitt dæmi um það er kosningabaráttan sem Guðlaugur Þór háði fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins árið 2006, fyrir Alþingiskosningar 2007, þegar hann fékk tæpar 25 milljónir króna í styrk til að heyja baráttu um fyrsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Guðlaugur Þór fékk tæpar 25 milljónir króna í styrki fyrir kosningabaráttu sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2006.Skjáskot Þá hefur reglum um frjáls framlög verið breytt, nú má hver lögaðili (fyrirtæki) gefa 400 þúsund krónur mest til frambjóðenda en árið 2007 var ekkert þak þar á. Þeir lögaðilar sem mest gáfu Guðlaugi árið 2007 gáfu honum 2 milljónir til að heyja baráttuna en enginn þeirra kom fram undir nafni og hafði óskað nafnleyndar. Guðlaugur greindi síðar frá því, eftir að hann var harðlega gagnrýndur fyrir styrkina, að Baugur, FL Group og Fons höfðu styrkt hann um tvær milljónir hvert. „Eftir Hrun dró úr hvað einstakir frambjóðendur voru að eyða miklu í prófkjör vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem fylgdi Hruninu um útgjöld og talað um að einstakir frambjóðendur væru að kaupa sér sæti á listum. En þessar tölur stefna hratt í sömu átt og var fyrir Hrun. Að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Baldur. Eyðslan í prófkjörum aldrei eins mikil og fyrir Hrun Guðlaugur var ekki einn um að vera gagnrýndur fyrir þær fjárhæðir sem hann eyddi í prófkjörið. Einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar voru þar á meðal. „Á árunum fyrir hrun voru sumir frambjóðendur Samfylkingarinnar að verja miklum fjármunum. Það skipti milljónum sem þeir voru að eyða í prófkjör á árunum fyrir Hrun. Mig grunar að á stundum hafi menn þurft að eyða nokkru til hjá Framsóknarflokknum,“ segir Baldur. Þessi eyðsla hafi þó verið mest fyrir Hrun. „Það var mest á árunum fyrir hrun, svo dró verulega úr eyðslu í kjölfar þess hjá flokkunum vegna þeirrar miklu andstöðu sem var við það en það virðist aftur vera að aukast.“ Kostnaðurinn fráhrindandi fyrir marga Prófkjör geti þó verið gríðarlega kostnaðarsöm fyrir frambjóðendur. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekki nýtt af nálinni að prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi reynst frambjóðendum dýr. Vísir/Hanna „En þetta er mjög dýrt og kostnaðarsamt. Frambjóðendur, þeir sem eru að keppa um efstu sætin þegar mikil barátta er á milli frambjóðenda, þá eru menn að reka kosningaskrifstofur, menn eru að hringja út í alla flokksmenn, menn eru að birta auglýsingar á samfélagsmiðlunum og flest öllum fjölmiðlum landsins. Menn eru jafnvel að bjóðast til að keyra kjósendur á kjörstað og annað og allt kostar þetta mikið fé, þannig að menn eru komnir í fulla kosningabaráttu.“ Baldur segir það ekki vafamál að þessi gríðarlegi kostnaður sem fylgi prófkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum, hafi löngum verið fráhrindandi fyrir marga. „Já, ég er ekki í nokkrum vafa um að það er þannig. Og bara miðað við hvernig þetta var árin fyrir hrun, hvað menn þurftu að heyja gríðarlega miklar og dýrar kosningabaráttur til að fá góð sæti á listum, það var örugglega mjög fráhrindandi fyrir marga. Það var fráhrindandi fyrir marga.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2021 10:26 Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar. 8. september 2021 13:06 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Guðlaugur Þór hafi eytt rúmum ellefu milljónum króna í kosningabaráttunni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Hann kepptist við Áslaugu Örnu um fyrsta sætið, en hún eyddi tæpum níu milljónum króna í baráttuna. Guðlaugur endaði í fyrsta sæti og Áslaug Arna í því öðru, en prófkjörið var sameiginlegt fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og skipa þau því bæði fyrsta sæti á lista: Áslaug Arna í Reykjavíkurkjördæmi suður og Guðlaugur Þór í Reykjavíkurkjördæmi norður. Jós úr eigin vösum í kosningabaráttum Guðlaugur bauð sig einnig fram í fyrsta sæti á lista í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningar 2016. Áslaug sóttist þá eftir þriðja sæti og hafnaði í öðru sæti lista flokksins í Reykjavík norður. Hvorugt þeirra eyddi nærri því jafn miklum peningum í kosningabaráttuna 2016. Bæði eyddu þau tæpum þremur milljónum króna í kosningabaráttunni 2016. Guðlaugur eyddi því rúmum átta milljónum króna meira í ár og Áslaug tæpum sex milljónum króna meira. Áslaug eyddi tæpum þremur milljónum króna í kosningabaráttu sinni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2016. Töluvert minna fé en í ár.skjáskot Í bæði skiptin þurfti Guðlaugur að eyða eigin fé í kosningabaráttuna, tæpri milljón árið 2016 og tæpum 4,5 milljónum króna í ár. Áslaug gerði það hins vegar ekki, í hvorugri baráttunni, og rak kosningabaráttuna eingöngu á fjárframlögum velvildaraðila í bæði skiptin. Guðlaugur eyddi sömuleiðis töluvert minni peningum í kosningabaráttuna árið 2016 en í ár.skjáskot Dýrt að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta ekki nýtt af nálinni hjá Sjálfstæðisflokknum. Prófkjör hafi löngum verið dýrt batterí. „Á stundum hafa frambjóðendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verið að verja miklum fjármunum og það nær að minnsta kosti aftur, svo ég man, fram á níunda áratuginn. Það hefur oft verið dýrt að taka þátt í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega í Reykjavík.“ 25 milljónir króna í styrkveitingar árið 2007 Oft hafi frambjóðendur eytt miklum fjármunum í kosningabaráttur, sérstaklega á árunum fyrir Hrun. Eitt dæmi um það er kosningabaráttan sem Guðlaugur Þór háði fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins árið 2006, fyrir Alþingiskosningar 2007, þegar hann fékk tæpar 25 milljónir króna í styrk til að heyja baráttu um fyrsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Guðlaugur Þór fékk tæpar 25 milljónir króna í styrki fyrir kosningabaráttu sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2006.Skjáskot Þá hefur reglum um frjáls framlög verið breytt, nú má hver lögaðili (fyrirtæki) gefa 400 þúsund krónur mest til frambjóðenda en árið 2007 var ekkert þak þar á. Þeir lögaðilar sem mest gáfu Guðlaugi árið 2007 gáfu honum 2 milljónir til að heyja baráttuna en enginn þeirra kom fram undir nafni og hafði óskað nafnleyndar. Guðlaugur greindi síðar frá því, eftir að hann var harðlega gagnrýndur fyrir styrkina, að Baugur, FL Group og Fons höfðu styrkt hann um tvær milljónir hvert. „Eftir Hrun dró úr hvað einstakir frambjóðendur voru að eyða miklu í prófkjör vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem fylgdi Hruninu um útgjöld og talað um að einstakir frambjóðendur væru að kaupa sér sæti á listum. En þessar tölur stefna hratt í sömu átt og var fyrir Hrun. Að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Baldur. Eyðslan í prófkjörum aldrei eins mikil og fyrir Hrun Guðlaugur var ekki einn um að vera gagnrýndur fyrir þær fjárhæðir sem hann eyddi í prófkjörið. Einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar voru þar á meðal. „Á árunum fyrir hrun voru sumir frambjóðendur Samfylkingarinnar að verja miklum fjármunum. Það skipti milljónum sem þeir voru að eyða í prófkjör á árunum fyrir Hrun. Mig grunar að á stundum hafi menn þurft að eyða nokkru til hjá Framsóknarflokknum,“ segir Baldur. Þessi eyðsla hafi þó verið mest fyrir Hrun. „Það var mest á árunum fyrir hrun, svo dró verulega úr eyðslu í kjölfar þess hjá flokkunum vegna þeirrar miklu andstöðu sem var við það en það virðist aftur vera að aukast.“ Kostnaðurinn fráhrindandi fyrir marga Prófkjör geti þó verið gríðarlega kostnaðarsöm fyrir frambjóðendur. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekki nýtt af nálinni að prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi reynst frambjóðendum dýr. Vísir/Hanna „En þetta er mjög dýrt og kostnaðarsamt. Frambjóðendur, þeir sem eru að keppa um efstu sætin þegar mikil barátta er á milli frambjóðenda, þá eru menn að reka kosningaskrifstofur, menn eru að hringja út í alla flokksmenn, menn eru að birta auglýsingar á samfélagsmiðlunum og flest öllum fjölmiðlum landsins. Menn eru jafnvel að bjóðast til að keyra kjósendur á kjörstað og annað og allt kostar þetta mikið fé, þannig að menn eru komnir í fulla kosningabaráttu.“ Baldur segir það ekki vafamál að þessi gríðarlegi kostnaður sem fylgi prófkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum, hafi löngum verið fráhrindandi fyrir marga. „Já, ég er ekki í nokkrum vafa um að það er þannig. Og bara miðað við hvernig þetta var árin fyrir hrun, hvað menn þurftu að heyja gríðarlega miklar og dýrar kosningabaráttur til að fá góð sæti á listum, það var örugglega mjög fráhrindandi fyrir marga. Það var fráhrindandi fyrir marga.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2021 10:26 Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar. 8. september 2021 13:06 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira
Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2021 10:26
Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar. 8. september 2021 13:06