Þekja hlíðina með stálgirðingum til varnar snjóflóðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2021 14:00 Innan tíðar verður þessi hlíð þakin stálgirðingum. Vísir/Egill Vinna við snjóflóðavarnir hefur verið í fullum gangi í allt sumar fyrir ofan Siglufjörð. Snjóflóðahættan minnti rækilega á sig síðastliðin vetur. Í sumar hafa verkamenn hangið í hlíðum Hafnarhyrnu fyrir ofan Siglufjörð svo verja megi byggðina þar fyrir neðan. Hlíðar fjallsins eru brattari en margir gera sér grein fyrir. „Þetta er mjög bratt og maður gerir sér enga grein fyrir því héðan af láglendinu. Ég fékk að skoða þetta ekki fyrir löngu og þegar maður er þarna upp finnst manni þetta nánast vera lóðrétt,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Vinna við auknar snjóflóðavarnir mun standa yfir næstu árin. „Það er verið að reisa girðingar, snjóflóðagirðingar, til þess að halda snjó í hlíðunum. Þetta er fjögurra ára verkefni sem vonandi lýkur eitthvað fyrr ef það gengur vel en þeir verða í kringum fjögur ár að vinna.“ Siglfirðingar fundu áþreifanlega fyrir snjóflóðahættunni í upphafi árs þegar rýma þurfti íbúðir í efri byggðum auk þess sem að snjóflóð reif með sér skíðaskálann á skíðasvæði Siglfirðinga. Er þetta grundvöllur fyrir því að það sé hægt að hafa samfélag hérna, að menn geti treyst því að fjallið komi ekki húrrandi niður á veturna? „Það er alveg klárt, bæði þarf að verja íbúabyggðina. Það þarf líka að verja atvinnulífið og svo þarf að sjálfsögðu að verja það sem við myndum kalla skipulagt útivistarsvæði íbúana því að allt þetta býr til samfélag.“ Fjallabyggð Byggðamál Almannavarnir Tengdar fréttir Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35 „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Í sumar hafa verkamenn hangið í hlíðum Hafnarhyrnu fyrir ofan Siglufjörð svo verja megi byggðina þar fyrir neðan. Hlíðar fjallsins eru brattari en margir gera sér grein fyrir. „Þetta er mjög bratt og maður gerir sér enga grein fyrir því héðan af láglendinu. Ég fékk að skoða þetta ekki fyrir löngu og þegar maður er þarna upp finnst manni þetta nánast vera lóðrétt,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Vinna við auknar snjóflóðavarnir mun standa yfir næstu árin. „Það er verið að reisa girðingar, snjóflóðagirðingar, til þess að halda snjó í hlíðunum. Þetta er fjögurra ára verkefni sem vonandi lýkur eitthvað fyrr ef það gengur vel en þeir verða í kringum fjögur ár að vinna.“ Siglfirðingar fundu áþreifanlega fyrir snjóflóðahættunni í upphafi árs þegar rýma þurfti íbúðir í efri byggðum auk þess sem að snjóflóð reif með sér skíðaskálann á skíðasvæði Siglfirðinga. Er þetta grundvöllur fyrir því að það sé hægt að hafa samfélag hérna, að menn geti treyst því að fjallið komi ekki húrrandi niður á veturna? „Það er alveg klárt, bæði þarf að verja íbúabyggðina. Það þarf líka að verja atvinnulífið og svo þarf að sjálfsögðu að verja það sem við myndum kalla skipulagt útivistarsvæði íbúana því að allt þetta býr til samfélag.“
Fjallabyggð Byggðamál Almannavarnir Tengdar fréttir Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35 „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35
„Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00
Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14
Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46