RÚV greinir frá andlátinu en Jón lést eftir erfið veikindi.
Jón fæddist í Kollafirði á Kjalarnesi 23. ágúst árið 1946. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1966. Árið 1969 útskrifaðist hann úr Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku og sagnfræði.
Jón hélt til Bandaríkjanna í nám á níunda áratugnum þar sem hann útskrifaðist með doktorsgráðu í menntunarfræði árið 1990. Nokkrum árum síðar útskrifaðist hann úr MBA-námi í rekstrahagfræði og stjórnun.
Jón gegndi fjölmörgum ábyrgðarstöðum á ferli sínum. Árið 1978 til 1989 var hann ritstjóri Tímans. Árið 1991 varð hann rektor Samvinnuskólans á Bifröst. Árið 2003 tók hann við embætti Seðlabankastjóra áður en hann tók við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde árið 2006 til árins 2007.
Árið 2006 var Jón kjörinn formaður Framsóknarflokksins og tók hann við keflinu af Halldóri Ásgrímssyni sem hafði verið formaður í tólf ár. Jón gegndi embættinu til ársins 2007.