Væri mögulega ekki á lífi hefði nágranninn ekki komið heim í tæka tíð Lillý Valgerður Pétursdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. september 2021 18:00 Saga Ýr lenti í því erfiða atviki að eldur kviknaði í íbúð hennar á meðan hún svaf. Saga er þakklát fyrir að vera á lífi í dag. Vísir Ung kona sem slapp naumlega eftir að eldur kom upp í íbúð hennar á föstudaginn segir magnað að hún sé á lífi. Hún var sofandi þegar nágranni hennar kom óvænt heim og varð eldsins var. Saga Ýr Nazari býr í kjallaraíbúð á Týsgötu í Reykjavík. Á fimmtudaginn fór hún að sofa en vaknaði svo á föstudaginn við það að nágrannakona hennar var að hringja í hana. Þá var kviknað í íbúðinni. Saga fékk reykeitrun. Aðsend „Þetta var allt í svona mikilli móðu þarna í byrjun. Ég er enn þá að fá svona minningar af því hvernig þetta var þegar ég var að vakna. Ég fékk að vita það seinna meir að þegar maður er sofandi og þetta á sér stað svona mikill reykur og brunaslys að þá er enn þá erfiðara að vakna. Vegna þess að þetta er svo mikill súrefnisskortur sem er mjög svæfandi. Þannig ég man eftir sjálfri mér að vakna og detta svona inn og út meðvitund og svo loksins náði ég að bara vakna og rísa á fætur. Ég lá bara í rúminu mínu. Það er út af því að nágranni minn sem sagt var að hringja í mig.“ Í fyrstu sá hún lítið út af reyknum. „Ég sé rétt svo útlínur á öllu og ég er með hana í símanum og hún er bara á taugum. Hvar ertu og ég bara heima og hún segir við mig komdu þér út, komdu þér út, komdu þér út.“ Fegin að enginn annar hafi verið í húsinu Þegar Saga náði loksins áttum reyndi hún að finna föt til að henda yfir sig og koma sér út úr herberginu. Mikið sót er upp um alla veggi í íbúðinni. Aðsend „Sé varla neitt en síðan þegar ég opna hurðina fram úr svefnherberginu mínu þá sé ég ekkert. Ég sé ekki gólfið. Ég sé ekki loftið. Ég sé ekki veggina. Ég sé ekkert og það var orðið svo vont að anda að mér sveið. Það sveið svo ótrúlega að anda inn og þarna fékk ég svona panikk. Vegna þess að ég reyndi að nota flass í símanum mínum til þess að sjá eitthvað en það var eins og að reykurinn varð svona svarthol fyrir þetta ljós.“ Saga segir að hún hafi þá lokað sig af inn í herbergi og ekki þorað fram. Nágrannakona hennar sem var enn í símanum sagði henni þá að hún yrði að drífa sig strax út. Saga náð að lokum að halda andanum inni og komast í gegnum reykinn út úr íbúðinni. „Áður en ég vissi af því þá var ég bara á jörðinni fyrir utan og sjúkrabíll og lögreglan kom og ég var bara í áfalli í sjúkrabílnum.“ Sögu var gefið súrefni en hún fékk reykeitrun. Hún segist þakklát fyrir að enginn annar hafi verið í húsinu þegar kviknaði í. Væri mögulega ekki á lífi Það var eiginmaður nágrannakonunnar sem varð fyrst eldsins var. Hann hafði farið stuttlega heim úr vinnunni til að fara á klósettið en hann var að vinna þar skammt frá. Þegar hann varð eldsins var hringdi hann í eiginkonu sína sem var í vinnunni en hún vissi hvert símanúmer Sögu var og hringdi strax í hana. Mikið sót er í íbúðinni hennar Sögu.Aðsend Saga segir í raun ótrúlegt að eldsins hafi orðið vart í tæka tíð. „Þetta var eitthvað allt svo magnað. Einmitt var hundurinn ekki hjá mér þú veist og hurðin var lokuð inn í svefnherbergi og að hjónin nágrannar mínir að maðurinn hafi ákveðið að kíkja heim á þessum tíma. Að konan hans skuli akkúrat vera laus í vinnunni til þess að geta hringt í mig. Þetta var bara fáránlegt hvað ég slapp vel.“ Hún segir að ef nágranninn hefði ekki komið á þessum tíma og tekið eftir þessu þá væri hún mögulega ekki á lífi í dag. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig eldurinn kom upp en unnið er að rannsókn þess. Eldurinn kom upp í eldhúsinu en mögulega kviknaði í út frá sprittkerti. „Ég man ekki að hvort ég hafi slökkt á því eða ekki en ef það var það þá var þetta bara ótrúlega lítið og saklaust kerti sem oft slekkur bara af sjálfum sér.“ Hefði skipt sköpum hefði reykskynjari verið í íbúðinni Enginn reykskynjari var í íbúðinni en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu minnti á mikilvægi þess á Facebook-síðu sinn í gær að reykskynjarar séu í öllum herbergjum. Saga segir að það hefði skipt sköpum ef reykskynjari hefði verið í íbúðinni og að hún hafi ekki hafa áttað sig á að lífsnauðsynlegt sé að vera með reykskynjara. „Vegna þess að reykskynjari er náttúrulega búinn til til þess að vera með nístandi hljóð þannig þú í rauninni ættir ekki að geta annað en að vakna. Það ætti náttúrulega bara að vera kommon sense að það sé reykskynjari allstaðar.“ Saga segist sannfærð um að einhver hafi haldið verndarhendi yfir henni. Í gær fangaði hún svo 23 ára afmæli sínu og segir hún afmælisdaginn hafa verið sérstakan þar sem hún sé enn að vinna úr þessari lífsreynslu. „Að fagna afmælisdeginum bara ég er á lífi í dag og það er heldur betur ástæða til þess að fagna því.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kona hætt komin í bruna við Týsgötu Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni. 10. september 2021 20:10 Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar „Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum. 10. september 2021 14:37 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Saga Ýr Nazari býr í kjallaraíbúð á Týsgötu í Reykjavík. Á fimmtudaginn fór hún að sofa en vaknaði svo á föstudaginn við það að nágrannakona hennar var að hringja í hana. Þá var kviknað í íbúðinni. Saga fékk reykeitrun. Aðsend „Þetta var allt í svona mikilli móðu þarna í byrjun. Ég er enn þá að fá svona minningar af því hvernig þetta var þegar ég var að vakna. Ég fékk að vita það seinna meir að þegar maður er sofandi og þetta á sér stað svona mikill reykur og brunaslys að þá er enn þá erfiðara að vakna. Vegna þess að þetta er svo mikill súrefnisskortur sem er mjög svæfandi. Þannig ég man eftir sjálfri mér að vakna og detta svona inn og út meðvitund og svo loksins náði ég að bara vakna og rísa á fætur. Ég lá bara í rúminu mínu. Það er út af því að nágranni minn sem sagt var að hringja í mig.“ Í fyrstu sá hún lítið út af reyknum. „Ég sé rétt svo útlínur á öllu og ég er með hana í símanum og hún er bara á taugum. Hvar ertu og ég bara heima og hún segir við mig komdu þér út, komdu þér út, komdu þér út.“ Fegin að enginn annar hafi verið í húsinu Þegar Saga náði loksins áttum reyndi hún að finna föt til að henda yfir sig og koma sér út úr herberginu. Mikið sót er upp um alla veggi í íbúðinni. Aðsend „Sé varla neitt en síðan þegar ég opna hurðina fram úr svefnherberginu mínu þá sé ég ekkert. Ég sé ekki gólfið. Ég sé ekki loftið. Ég sé ekki veggina. Ég sé ekkert og það var orðið svo vont að anda að mér sveið. Það sveið svo ótrúlega að anda inn og þarna fékk ég svona panikk. Vegna þess að ég reyndi að nota flass í símanum mínum til þess að sjá eitthvað en það var eins og að reykurinn varð svona svarthol fyrir þetta ljós.“ Saga segir að hún hafi þá lokað sig af inn í herbergi og ekki þorað fram. Nágrannakona hennar sem var enn í símanum sagði henni þá að hún yrði að drífa sig strax út. Saga náð að lokum að halda andanum inni og komast í gegnum reykinn út úr íbúðinni. „Áður en ég vissi af því þá var ég bara á jörðinni fyrir utan og sjúkrabíll og lögreglan kom og ég var bara í áfalli í sjúkrabílnum.“ Sögu var gefið súrefni en hún fékk reykeitrun. Hún segist þakklát fyrir að enginn annar hafi verið í húsinu þegar kviknaði í. Væri mögulega ekki á lífi Það var eiginmaður nágrannakonunnar sem varð fyrst eldsins var. Hann hafði farið stuttlega heim úr vinnunni til að fara á klósettið en hann var að vinna þar skammt frá. Þegar hann varð eldsins var hringdi hann í eiginkonu sína sem var í vinnunni en hún vissi hvert símanúmer Sögu var og hringdi strax í hana. Mikið sót er í íbúðinni hennar Sögu.Aðsend Saga segir í raun ótrúlegt að eldsins hafi orðið vart í tæka tíð. „Þetta var eitthvað allt svo magnað. Einmitt var hundurinn ekki hjá mér þú veist og hurðin var lokuð inn í svefnherbergi og að hjónin nágrannar mínir að maðurinn hafi ákveðið að kíkja heim á þessum tíma. Að konan hans skuli akkúrat vera laus í vinnunni til þess að geta hringt í mig. Þetta var bara fáránlegt hvað ég slapp vel.“ Hún segir að ef nágranninn hefði ekki komið á þessum tíma og tekið eftir þessu þá væri hún mögulega ekki á lífi í dag. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig eldurinn kom upp en unnið er að rannsókn þess. Eldurinn kom upp í eldhúsinu en mögulega kviknaði í út frá sprittkerti. „Ég man ekki að hvort ég hafi slökkt á því eða ekki en ef það var það þá var þetta bara ótrúlega lítið og saklaust kerti sem oft slekkur bara af sjálfum sér.“ Hefði skipt sköpum hefði reykskynjari verið í íbúðinni Enginn reykskynjari var í íbúðinni en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu minnti á mikilvægi þess á Facebook-síðu sinn í gær að reykskynjarar séu í öllum herbergjum. Saga segir að það hefði skipt sköpum ef reykskynjari hefði verið í íbúðinni og að hún hafi ekki hafa áttað sig á að lífsnauðsynlegt sé að vera með reykskynjara. „Vegna þess að reykskynjari er náttúrulega búinn til til þess að vera með nístandi hljóð þannig þú í rauninni ættir ekki að geta annað en að vakna. Það ætti náttúrulega bara að vera kommon sense að það sé reykskynjari allstaðar.“ Saga segist sannfærð um að einhver hafi haldið verndarhendi yfir henni. Í gær fangaði hún svo 23 ára afmæli sínu og segir hún afmælisdaginn hafa verið sérstakan þar sem hún sé enn að vinna úr þessari lífsreynslu. „Að fagna afmælisdeginum bara ég er á lífi í dag og það er heldur betur ástæða til þess að fagna því.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kona hætt komin í bruna við Týsgötu Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni. 10. september 2021 20:10 Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar „Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum. 10. september 2021 14:37 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Kona hætt komin í bruna við Týsgötu Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni. 10. september 2021 20:10
Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar „Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum. 10. september 2021 14:37