Halldór Jóhann um mótherja Selfyssinga: Spila stórkallabolta, eru þungir og miklir en ekki hraðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 19:02 Halldór Jóhann er spenntur fyrir komandi tímabili. Vísir/Sigurjón Selfoss leikur gegn tékkneska liðinu KH ISMM Kopřivnice í Evrópubikarnum í handbolta. Verða báðir leikirnir leikni ytra um næstu helgi. „Þetta er lið sem lenti í 4. sæti í deildinni úti, við lentum í 4. sæti í deildinni hér. Held að deildirnar séu svipaðar að getu að mörgu leyti. Þetta er svolítill stórkallabolti, stórir strákar, þungir og miklir en ekki hraðir. Við erum ekki með miklar upplýsingar, ég er með einn leik núna og er að vonast eftir öðrum um helgina svo við förum ekki alveg blindir til leiks,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon um verkefnið sem framundan er. „Myndi segja að þetta væru svona 50/50 möguleikar en auðvitað erum við á útivelli í báðum leikjunum. Það er mikil áhætta en á Covid-tímum er þetta einfaldasti kosturinn. Þeir gáfu okkur gott tilboð og við ákváðum að stökkva á það.“ „Við förum snemma, á þriðjduagskvöldi, og leikið er á laugardag og sunnudag. Nýtum þetta í æfingar líka og náum að hrista hópinn saman fyrir átökin í Olís-deildinni sem er mjög jákvætt.“ Klippa: Halldór Jóhann um Tékklands ævintýri Selfyssina Tíu leikmenn fjarverandi „Í ljósi þess að á þessum tíu manna lista eru allt sem gætu spilað í byrjunarliðinu og hafa spilað í byrjunarliðinu á síðustu tveimur árum. Við þurfum bara að komast í gegnum þetta. Ég fæ vonandi leikmenn til baka í lok október og byrjun nóvember og vonandi meiðist enginn á meðan.“ „Held að hún hafi sjaldan verið jafn sterk og hún er í ár. Bæði erum við að fá leikmenn heim og fá upp góða kynslóð af leikmönnum. Liðin eru fjölmörg gífurlega sterk. Haukar gríðar sterkir, FH gríðar sterkir, Stjarnan gríðar sterkir, Afturelding er með afar sterkan hóp. Við erum mjög sterkir þegar við erum komnir með alla okkar leikmenn.“ „Held þetta verði mjög skemmtileg deild, mjög jöfn. Vonandi verða fá stig milli 1. sætis og 8. til 9. sætis,“ sagði Halldór Jóhann að endingu. Íslenski handboltinn Handbolti UMF Selfoss Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Þetta er lið sem lenti í 4. sæti í deildinni úti, við lentum í 4. sæti í deildinni hér. Held að deildirnar séu svipaðar að getu að mörgu leyti. Þetta er svolítill stórkallabolti, stórir strákar, þungir og miklir en ekki hraðir. Við erum ekki með miklar upplýsingar, ég er með einn leik núna og er að vonast eftir öðrum um helgina svo við förum ekki alveg blindir til leiks,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon um verkefnið sem framundan er. „Myndi segja að þetta væru svona 50/50 möguleikar en auðvitað erum við á útivelli í báðum leikjunum. Það er mikil áhætta en á Covid-tímum er þetta einfaldasti kosturinn. Þeir gáfu okkur gott tilboð og við ákváðum að stökkva á það.“ „Við förum snemma, á þriðjduagskvöldi, og leikið er á laugardag og sunnudag. Nýtum þetta í æfingar líka og náum að hrista hópinn saman fyrir átökin í Olís-deildinni sem er mjög jákvætt.“ Klippa: Halldór Jóhann um Tékklands ævintýri Selfyssina Tíu leikmenn fjarverandi „Í ljósi þess að á þessum tíu manna lista eru allt sem gætu spilað í byrjunarliðinu og hafa spilað í byrjunarliðinu á síðustu tveimur árum. Við þurfum bara að komast í gegnum þetta. Ég fæ vonandi leikmenn til baka í lok október og byrjun nóvember og vonandi meiðist enginn á meðan.“ „Held að hún hafi sjaldan verið jafn sterk og hún er í ár. Bæði erum við að fá leikmenn heim og fá upp góða kynslóð af leikmönnum. Liðin eru fjölmörg gífurlega sterk. Haukar gríðar sterkir, FH gríðar sterkir, Stjarnan gríðar sterkir, Afturelding er með afar sterkan hóp. Við erum mjög sterkir þegar við erum komnir með alla okkar leikmenn.“ „Held þetta verði mjög skemmtileg deild, mjög jöfn. Vonandi verða fá stig milli 1. sætis og 8. til 9. sætis,“ sagði Halldór Jóhann að endingu.
Íslenski handboltinn Handbolti UMF Selfoss Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira