Truflanirnar létu á sér kræla milli klukkan 18:10 og 18:24 í kvöld, að því er segir í Facebook-færslu frá Valitor. Allar þjónustur séu virkar í augnablikinu en áfram megi búast við einhverjum truflunum.
„Rétt er að árétta að árasin beinist ekki að innri kerfum og ógnaði ekki gagnaöryggi,“ segir þá í færslunni.